Risahörpudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,,
1.5.2010 | 19:33
Costa del Lumby,,,
Það má segja að það hafi verið miðjarðarhafsblíða hér alla síðustu viku,,, hver dagur heitasti dagur ársins segja þeir í dönsku pressunn,, það hefur því verið erfitt að sitja við aðgerðarstólinn og komast ekki út til að njóta blíðunnar,, það var því dæmigert að þegar ég kemst í frí þá komi rigning og kuldi yfir Fjón,,, það breytir hins vegar ekki ætlun minni að halda áfram með eldhúsgarðinn,,, Það var því með ákveðnum semingi sem ég fór í regngallann í morgun til þess að halda áfram með verkefnið,, það þýðir þrjú beð í viðbót,, smíðuð,, hellulagt í kringum þau og sáð, í eitt setti ég rauðlauk í helminginn og súkkíni í hinn,, og svo baunir,, ,, ég setti auk þess gulrætur í beð sem ég er með til hliðar,,
að öðru,,,,
Danir hafa verið að fara í taugarnar á mér undanfarið,, ég hef komist að því að það er erfitt að vera dani,,, þeir eru alltaf hræddir,, þeir eru alltaf taugaveiklaðir,, það gæti verið að einhver hafi það betra en þeir,, það gæti verið að einhver sé að græða nokkrar aukakrónur sem þeir vita ekki af,, kannski,, já kannski ,, jafnvel gæti einhver átt dýrari bíl en þeir,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, það hlýtur að vera erfitt að vera alltaf svona hræddur eins og danir,, það er rétt sem maðurinn sagði ,, danir eru ekki ligeglad,, þeir eru óþolandi fýlupúkar ,, en ég er hér til að breyta því ,,,
í gær var ég með Hörpudisk sem ég keypti hjá Fisksalanum,,,
Risahörðudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,
Rick Stein er nýja hetja mín,, ég hef vitað um hann lengi,, ég sá hann fyrst á French Odessey sem var sýnt á RÚV fyrir mörgum árum og mig hefur alltaf langað að vera eins og hann,,, nú er ég búinn að vera að horfa á þættina hans hvern á fætur öðrum og langar bara í fisk,, endalaust af fisk,, hann er Úlfar á þrem frökkum þeirra Breta,, og hann er svo ótrúlega vingjarnlegur maður að því virðist í þessum þáttum hans,, hann kann að meta allt fólk,,
já og Ormurinn sem borðar bara mold,, er ímyndarfórnarlamb sem á stóran þátt í því að koma einhverju niður í Míu mína,,, sem veit ekkert leiðinlegra en að borða,,,,,
Ég skar niður þrjá tómata í óreglulega bita og set í botninn á eldföstu móti,, þerra síðan hörpudiskinn og steiki í mínútu á hvorri hlið,, salta og pipra,, ekkert meira,, á sömu pönnu þá svita ég lauk, hvítlauk, .,,,,,,,,,,,,,mmm já og chili,, og þegar þetta er orðið milt set ég hálft glas af hvítvíni í mig og hálft á pönnuna,, leyfi áfenginu að hverfa og bæti þá í rjóma,, að lokum set ég ferskt timjan og ferskt rósmarín smátt saxað útí og hræri smá,,,,,, þessu helli ég yfir fiskinn og tómatana,,,, ég sauð smá spagetti til að hafa on the side ,, og heimalagað franskbrauð,,,
svo kemur hér að lokum lag sem hefur verið með mér frá Klapparstíg 17,, stend alltaf í þökk við Sigga fyrir svo margt,, en fyrst og fremst að hafa kynnt mig fyrir Tom Waits,,,
þetta vídeó er jafn gamalt og ég,,,
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:32 | Facebook
Athugasemdir
Hej...og danskerne siger HVIS DU IKKE KAN LIDE RØGEN I BAGERIET SÅ FIND ET ANDET. Hilsen Unnur
Unnur Petersen (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.