Grasekkill,,,,

Rebbý skebbí skí,,,,, lebbí,,,Þar sem allar stelpurnar mínar eru á Íslandi, erum við Miles D Daðason einir í kotinu,, ég hef notað tímann vel,, ég þreif allt andahúsið hátt og lágt, skipti um hey undir þær og þreif matardallinn vel,, það ætti því að fara vel um Johnny og hans ektafrúr endurnar,, ég hef farið reglulega til að tékka á eggjunum mínum í útungaranum og snúið þeim þrisvar á sólarhring, ég er með áhyggjur af því að það sé of heitt hjá þeim,, of rakt, og svo framvegis, en það á allt að vera eftir kúnsatinnar reglum þarna.  Ég hélt að ég mætti búast við uþb 8 til 12 eggjum frá hverri önd en það eru aðeins 12 egg í kassanum, svo mig fór að gruna hið versta, það gæti verið eitt af þrennu, Johnny hefur ekki verið að standa sig í rómantíkinni, Endurnar séu latar að verpa og í rauninni aðeins ein þeirra að því,, eða að þær séu með hreiður út í garði, ég fór því í ítarlegan rannsóknarleiðangur um garðinn, og fann mér Nína litla,, lítiltil mikillar gremju hreiður með eggjaskurn,, Herra Refur hefur verið á ferli og étið eggin sem þangað hafa farið,, ég var því reglulegur gestur við hreiðrið í dag og fann þar að lokum eitt egg sem kom í dag,,  Ég er því miður mín yfir lélegum móðureiginleikum andanna, og sérstaklega beinist reiði mín að Johnny sem ekki er að halda þeim við efnið.  Við Miles höfum haft það gott í kvenmannsleysinu, við borðum bara og drekkum og sofum, það hefur verið dagskráin í dag,, auk einstaka bóndastörfum eins og að þrífa Andahúsið, bera inn eldivið og reita arfa,,   Það tók athyglina mína frá lélegu fjölskyldulífi Andanna að fyrstu baunirnar eru farnar að teygja sig móti sólinni (sem hefur reyndar verið lítið af undanfarið) ég hef aldrei ræktað baunir áður og er því spenntur, Rauðlaukurinn er líka farinn að koma upp en það verður einhver mið eftir hinu.

 

Á morgun koma vinir mínir í heimsókn, þá ætla ég að vera með veislu og reyna mig við að baka súkkulaðitertu,, meira um það síðar.

Ég sakna stelpnanna mikið og hlakka til að fá þær heim,,, glatað að vera svona einn,,,

 

Kveð með smá sumartónum,,,

 

Mía mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband