Lumby cottage búðin,,,,,,,,,,,,,
30.12.2010 | 16:46
Líf smábóndans er ekki alltaf dans á rósum,, því hef ég komist að,, en í dag er ég sérstaklega glaður, það hefur hrjáð mig eggjaleysið undanfarið og ég kenni um breyttum aðstæðum hænanna, það tekur tíma að verða glaður og hamingjusamur á nýjum stað, auk þess er ég ekki viss um að þær hafi verið að borða bygg áður eins og þær eru að borða núna,, reyndar hafa þær ekkert verið sérstakelga duglegar í bygginu,, þær vilja það ekki sem er með hýði og hef ég því bryddað uppá þeirri nýlundu að setja það í blandarann í smá stund áður en ég býð þeim það,, og í dag í tilefni jólanna sauð ég handa þeim bygg graut, með leyfum af kartöflum og hvítkáli, setti tvö hvítlauksrif útí ,, hver hefur á móti smá hvítlauk,,, Afi minn var bóndi í Holti alla sína ævi,, og hann sauð graut handa sínum hænum og átti sérstaklega miklu eggjaláni að fagna,,, auk þess að stjana við þær í mat og drykk, tók ég mig til að þreif hænsnahúsið og bætti á heyjið,,, þar að auki,, þá kom ég á hreint dagsljósrútínunni þeirra og fjárfesti í forláta timer þannig að klukkan 3 um nóttina byrjar dagurinn þeirra og fá þær því ca 16 tíma af dagsljósi,,, nú hef ég tvo daga í röð hugsað sérsatklega mikið um að maturinn sem ég ber á borð fyrir þær sé frambærilegur og í dag verðlaunuðu þær mig með 4 eggjum,, það þýðir að allar nema ein eru að verpa,,, framleiðslan er komin á það hátt stig að Smábóndinn hefur hafist handa við að smíða fyrsta útsölustaðinn á afurðunum,, það verður svona road side organic sjálfsafgreiðslustaður,,,, að sjálfsögðu er öllu tjaldað til , til að gera hana sem mest aðlaðandi til að íbúar Nr Lyndelse og aðrir standist ekki freistinguna að versla við mig... þessi búð verður á tveimur hæðum, þar sem neðri hæðin verður full af freistingum og á þeirri efri verður afgreiðslukassinn,,,, þakið er hefðbundið herragarðsþak með stráum, og búðin sett á stall svo herra Refur nái ekki í afurðirnar,, nóg hefur hann fengið helv,,,,,ég treysti á hreiðarleika viðskiptavinanna og vona að allir greiði,,, Annars hef ég verið að pæla í því að gerast svínabóndi líka,,, ég hef alltaf haft áhuga á því sérstaklega,, ég hef verið að horfa á Jimmys farm undanfarið og er mjög inspireraður,,, ég þarf að finna rare breed svín hér og búa til hina fullkomnu pulsu,, þannig að þegar ég drepst verði mín minnst sem afbragðs pulsugerðarmanni,,, en það kemur seinna,, fyrst þarf að gera milljón hluti,,
Daði,,,,
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.