Enn bætist í hænsnasafnið, og Lumby cottage framleiðslan fer á markað,, loksins,,,

Það hefur verið spenningur í Smábóndanum í dag,, Roosterinná föstudaginn keypti ég mér þrjár hænur til viðbótar, tvær sem eru blendingjar af Wyendot og landnámshænu og eina cornish svarta hænu sem er loðin á fótunum, allar eru þær afskaplega fallegar og góðar,,fyrir er ég með fimm brúnar Lohmann hænur,  en það var ekki allt heldur keypti ég Hana handa þeim og ekki af verri endanum, heldur rauður New Hampshire, hann er líklega fallegasta skepna sem smábóndinn hefur séð, enda hef ég verið að dáðst að honum í allan dag, hann er greinilega mikill karakter og setti sig strax á stall gagnvart hænunum, þar sem átti heima áður var annar eldri hani sem var ekki góður við hann og því er hann frekar lítill í sér, en nú þegar hann hefur fengið konungstign í Lumby Cottage ætti honum að vaxa ásmegin og fara líða betur.   Hann þarf amk ekki að óttast smábóndann því ég er algerlega fallinn fyrir honum og geri honum ekki mein svo lengi sem hann lifir.  Í tilefni þess að nýjir meðlimir voru að bætast í fjölskylduna okkar þá þrifum við Jónas lumby_cottage.jpgvinnumaður heimili þeirra og breyttum um innréttingar að vissu leyti, hingað til hefur allt gólfið þeirra verið þakið hálmi til að gera þetta sem náttúrulegast en í dag þá skipti ég gólfinu upp í helming sem vissulega er enn þakinn hálmi til að sofa og kúra í, en hinn helmingurinn er þakinn skeljasandi til að róta í, þær borða hann líka því þær þurfa að hafa steina í sarpinum, auk þess fá þær mikilvægt kalk úr sandinum sem er nauðsynlegt til að skurnin sé góð.  Við Jónas vinnumaður ræddum það svo að finna maurabú til að koma fyrir á heimili þeirra þar til vorar og þær geta farið út.   Það er lika mikið að gerast í framleiðslunni, við fáum eins og áður hefur komið fram ca 4 egg á dag og mun fjölga þegar nýju hænurnar fara að verpa sem er fyrst e ca mánuð, og eitthvað verður maður að gera við eggin og því hef ég á lúmskan máta komið því að samstarfsfólki mínu að kannski þau ættu að prófafyrsta sendingin eggin mín, því danir borða jú mikið af eggjum og hafa nú þegar tveir vinnufélagar gengist í áskrift uppá 6 egg á viku hvor, það gera 12 egg á viku eða 48 egg á mánuði.  Þetta þýðir að ég verð að ráðast í gerð vörumerkis og hef ákveðið að nota mynd af kotinu mínu á límmiða og mun fylgja aBætist í safnið,,, 012llri minni framleiðslu í framtíðinni.  Hér til hliðar fylgir síðan mynd af fyrstu sendingu kotsins,,, Það var svo í dag sem Jónas vinnumaður hringdi í mig í vinnuna þess fullviss að kynæsandi burðir hanans hafi haft svo mikil áhrif á Öndina að hún hafi farið að verpa líka, um þetta spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið og var ekki útkljáð þar, því legg ég það í dóm þeirra sem nenna að lesa þetta.  Þegar við komum heim úr vinnu og leikskóla fóru ég og stelpurnar að gefa hænunum og það er gaman að fylgjast með þeim, þær sýna þessu mikinn áhuga og eru duglega að hjálpa til, Mía er franskurreyndar ekki alveg búin að samþykkja þær og heldur sig fyrir aftan mig mest allan tímann en Nína er alls óhrædd við þær og segir í sífellu lúúúú  lúúúú sem útleggst gaggalagúú á íslensku.  Eftir alla þessa kjúklingaumræðu undanfarna daga ákvað ég að hafa gamla franska kjúklingamáltíð handa fjölskyldunni og ég hef ekki fengið smokey baconbetri kjúkling í langan tíma, hún er svona.  Heill kjúklingur er saltaður og pipraður að innan, svo er hann steiktur í stórum potti í smjöri við miðlungshita, það ætti að taka ca 15 mínútur að brúna hann, þegar fimm mínútur eru liðnar bæti ég niðurbituðum kartöflum og reyktu beikoni (ég bý svo vel að eiga stórt beikonstykki og ræð stærðinni á sneiðunum mínum) hvítlauk, grænum baunum og næpum í pottinn og set í ofninn í einn og hálfan tíma við 180 gráður.  snilld. 

 

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband