Lumby cottage fær vetur aftur....
19.2.2011 | 10:55
Það hafa verið góðir undanfarnir dagar í Lumby cottage, Ekki aðeins átti Smábóndinn afmæli þar sem hann fékk heilt sýslumannshorn að gjöf frá ektafrúnni þar sem smábóndinn sinnir bréfaskriftum og bókhaldi kotsins heldur átti Nína Sif líka afmæli sem er enn gleðilegra, það hafa þó verið fáar gleðilegar fréttir úr hænsnahúsin, alla síðustu viku komu aðeins fimm egg frá hænunum sem virðast ekki taka andláti ungsteggjanna eins vel og Smábóndinn hafði óskað, Halldór Laxness hefur þó allur braggast og má sjá á hans atferli að hann er feginn að vera orðinn eini haninn á hólnum, það setti þó strik í reikninginn að hér hefur Febrúar minnt á sig með kulda og snjó svo öll plön Smábóndans um hlýja daga í matjurtagarðinum hafa verið sett á frost í bili, og hænurnar hætta sér ekki út fyrir kofans dyr þrátt fyrir að Smábóndinn reyni að reka þær til þess,,, þess í stað hefur fjölskyldan safnast í ljóða og sýslumannshornið og beðið eftir að vori á ný. Eins og lög og reglur segja til um þá hreinsaði Smábóndinn hænsnahúsið í dag og bætti á heyjið og gerði allt skaplegra til að verpa eggjum, ég átti góðar samræður við hópinn og gerði þeim ljóst að ef ekkert færi að breytast í letilegu varpi þeirra gæti vel verið að fleiri þyrftu að fara sömu leið og unghanarnir góðu, því eitthvað verður heimilisfólkið að hafa að borða, það er óvíst hvort þær hafi skilið Smábóndann eða frústrasjón hans en nú hafa þær verið varaðar við. Smábóndinn smíðaði þar að auki með góðri hjálp Jónasar vinnumanns þrjá nýja kassa undir beð niðri í matjurtargarði og þegar hlánar mun ég hefjast handa við að helluleggja og skipuleggja hvað á að vera hvar. Smábóndinn hefur líka verið að láta sig dreyma um gróðurhús og aldrei að vita ef næsta launaumslag verður þykkt hvort sá draumur geti ekki orðið að veruleika. Það er hverjum góðum bónda nauðsynlegt að fara á mannamót og bera saman bækur sínar um bústörfin og nú um helgina fórum við á Þorrablót Íslendingafélagsins hér í Óðinsvéum og skemmtum okkur vel, það var þó fátt um góða bændur þar, en mikið um gott fólk. Það er fátt um fína drætti í þessum pistli hvað varðar bóndastörfin eða húsdýrin, vonandi verður farið að vora að viku og þá verður þetta skemmtilegra.....
Smábóndinn,,,,
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.