Perur og Epli,,

my_20hipstaprint_200.jpgÞær eru helztar fréttir héðan að líðan Halldórs Laxness fer ekki batnandi, og þvi er næsta öruggt að gerjuð epli og bakkus sjálfur séu alsaklaus af þessarri pest. Það er í raun auðvelt að kenna Bakkusi og klækjabrögðum hans um allt en svo er ekki að þessu sinni. enda hefur Smábóndinn alltaf verið þeirrar trúar að fátt sé betra en blessað Brennivínið. Halldór situr enn í bæli sínu og getur sig hvergi hreyft, hann fær amk tvisvar á dag heimsókn frá Smábóndanum sem færir honum remedíur og vítamín, líklegt verður að telja að Haninn sé haldinn einhverri veiru ellegar bakteríu sýkingu og hafa verið ófá símtöl við dýralækna bæði innanlands og utan til að komast til botns í málinu en enginn virðist hafa svör sem duga, Smábóndann hefur reyndar grunað að um svæsna ástarsorg sé að ræða og að hanahjartað hafi verið kramið svo öngva leið virðist að fá til að sjá lífsgleðina á ný,,en það getur ekki verið þvi 14 fagrar hænur tilbiðja hvert spor hanans, ef aðeins við mennirnir hefðum svipaða lukku. Dýralæknarnir hafa ráðlagt vítamín og vatn og hef ég því mulið vítamín heimasætanna útí Cultura (ab mjólk) og fært honum til aðhjálpa ónæmiskerfinu, aukreitis hefur hann fengið nautahakk og kartöflur í rúmið til að halda í þrekið. hann hefur svosem mikla lyst en hann er sem lamaður, Smábóndinn fékk áhyggjur af þvi að þetta væri smitandi því eins og við vitum eru hænur ekki lausar við sjúkdóma en þær áhyggjur eru að ég tel óþarfar þvi hann hefur nú verði veikur með hænunum í þrjá daga og þær eru enn allar hressar. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona, og sjá til þess að með góðu fæði, andlegri nærveru og jákvæðni rísi hann úr rekkju fyrr en síðar. Smábóndinn fór með heimasæturnar í gönguferð í dag til að viðra mannskapinn en sú ferð breyttist í alsherjar matarsöfnun, þegar heim var komið vorum við með tvo sveppi, kíló af heslihnetum, tvö kíló af perum og ca 20 epli. hvað skal gera við þetta er enn spurning sem vonandi verður svarað á morgun.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

ég myndi gefa honum slátur og harðfisk,, svo vantar honum sennilega almennilega hænu,,ef það er ekki bakkus að þá er það sennilega amor

Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband