Aðfangadagur

RjúpnaveiðarÉg er ekki mikið jólabarn, það er að segja ég er trúlaus og því hefur þessi hátíð ekki mikið gildi fyrir mig, nema sem skemmtileg samverustund með þeim sem ég elska og borða og fá gjafir,, ég myndi segja að gjafir séu það skemmtilegasta við jólin,,, ég byrjaði samt snemma í dag að elda,, ég byrjaði á því klukkan níu í morgun að handera rjúpurnar sem ég skaut af myndarskap austur á hornafirði með Óskari vini mínum, þá voru gengnir rétt um 32 kílómetrar fyrir tvær rjúpur,,, verð að segja að aldrei hef ég upplifað lélegri rjúpnavertíð en nú.... sumsé,, þegar ég var búinn að því tók ég mig til við rauðkálið sem var gert á þann eina hátt sem mér ferst,, skorið smátt, og steikt létt með lauk og kanilstöng,,, smá dijon og salt,, sett í ofninn undir álpappír,,, haft þar til það er orðið að hálfgerðu mauki,, þannig finnst mér það best,, ef fólk vill finna smá texture er gott að hafa það styttra,,,

soðið

tók fóarnið, hjörtun, leggina og bakið úr rjúpunni,, náði í eitthvað úr sarpinum á annarri þeirra og brúnaði á pönnu með hvítlauk og einhverju lélegu grænmeti sem var að komast á síðasta séns í ískápnum,, hellti svo vatni yfir allt saman og sauð lengi,,, lengi,, þar til eftir var kannski hálfur líter eða svo,, kannski aðeins meira,, allavega þar til bragðið var orðið sterkt,,,  sigtaði þetta svo og kældi,,, nú var ég kominn í pásu,,

á miðjum degi ákvað ég síðan að hafa forrétt.  Tók Vestmannaeyjahumarinn úr frysti.  steikti í olíu hvítlauk, spínat, sellerí og aspas sem ég var búinn að láta liggja í rjóma og hunangi í svolítinn tíma,, lagði svo þverskorinn humarinn á þetta, saltaði og setti í ofninn á 180 í svona 20 mín,,,, drukkum gott hvítvín með þessu,, man ekki hvað,, þarf eiginlega að fara að taka betur eftir því hvað ég er að drekka,, jæjaRjúpur á Klapparstíg

 

nú var komið að því,, rjúpan er steikt á pönnu í íslensku smjöri þar til brún allt um kring,  þá set ég hana í ofninn vanalega, nema núna ætlaði ég að breyta til og sjóða hana eins og var gert á mínu heimili til forna,,,, sem ég og gerði og var hún ekki nærrumþví jafn góð og þegar hún er sett í ofninn, þannig að þetta geri ég ekki aftur,,, sósan var síðan soðin niður,, bætt í hana rjóma, rifsberjahlaupi, salti og pipar, og smá kjúklingakrafti,, til að fá smá MSG,, sem allir hata,,, eða elska að hata,, en fyrir mig er þetta bara smá aukakraftur,,,, sósan var afbragð,, setti í hana að lokum smá þeyttan rjóma til að lyfta henni á hærra plan,,

 með þessu var síðan drukkið rauðvínið sem ég fékk í jólagjöf frá vinnunni,,, man ekki hvað það heitir en það var fjandi gott enda Sævar Pétursson mikill rauðvínsmaður og veit sitt fag,,,

 

risalamand konunnar í eftirrétt,, hef ekki hugmynd um hvernig það er gert.

 

undir ómaði christmasmix diskur með electrónískum útgáfum jólaclassicera,, skemmtilegt,,

 

í jólagjöf fékk ég tajina,, ætla að hafa marocco stemmingu á jóladag (sem er í gangi núna) en skrifa um það á morgun,, nenni því ekki núna,,

 

kveðja Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband