París að vori og maturinn þar,,,

Ég hef ekkert bloggað sökum þess að ég fór með fjölskylduna til Parísar í smá snemmbúna vorferð, til að slaka á,,, mér þykir París ákaflega skemmtileg borg, og jafnvel sú skemmtilegasta, Rebekka eldri dóttir mín hefur hingað til ekkert farið nema á sólarstrendur og jú einu sinni til Tallin svo þetta var mikil upplifun fyrir hana.  Hún fór efst í Eiffel turninn, fór í messu í Notre Dame,  sá Monu Lisu, tapaði sér í Disney World, blotnaði í fæturnar í Montmatre,  fór hundrað ferðir í Metropolitan,,,,, upplifði sína fyrstu súkkulaðibúð,   á keypti sér regnhlíf, komst að því að jólasveinninn er ekki til, né hafmeyjur, verlsaði vaxlampa við Pompidu og svo góndi hún á göturnar í

París,  annað sem hún sá nóg af voru kaffihúsin,  Það er gaman að sjá frakka borða,  þeir eru lengi að því og njóta þess vel,, mikið af súkkulaði,  Matarlega séð var þetta ágætt, við vorum auðvitað með ungann litla sem er sjö mánaða í dag og hún var siðgæðisvörður og sá til að ekkert var verið að hanga frameftir, hvorki á veitingastöðum né börum,,,,  við fundum frábæran Ítalskan stað sem hafði mesta sjarma og rómans af öllum stöðum sem ég hef komið á, gamall kokkur og vinaleg stemming, myndir af honum sjálfum á veggjunum og heill veggur af dúkkusafninu hans,, hann lék við hvern sinn fingur og þóttist missa kaffi á gesti og hótaði Rebekku með vatnsbyssu kláraði hún ekki matinn sinn,, við fórum líka á ógeðslegasta fondue stað veraldar sem var með gamalt brauð, edikerað vín, vonda skurði af kjöti yfirsoðinn ost í potti og yfir allt saman ógeðslega þjónustu og mat,,,versti matur í parís líklega,,,, við borðuðum endalaust af creme du caramel,,,,, endalaust af víni,,,, endalaust af brauði,, fois gras,,, endur,,, sardínur,,,  sinnep,,, pasta,,,, kjúkling, pizzur,,, kjötsúpu,,,, croissants,,, samlokur,, (þjónninn var skotinn í Herborgu),, grænmetissúpu,,,súkkulaðiís,,,bjór,, kaffi,,,, kakó,,, crepé,,,puslur,,,, og fleira og fleira og fleira,,,,  Hótelið var fínt í St Germain hverfinu,,, flugum heim með osta og kæfur og erum ánægð með ferðina,,,   Bíð svo bara eftir vísa reikningnum,,,

 

 Daði,,,

 

Já og tónlistarlega séð þá er allt við það sama einhvernvegin,,,, nema það að Birgitta Haukdal er búin að gefa út eitthvað sem Rás 2 telur að eigi heima sem plata vikunnar og ég verð að segja ,,,, afsakið mig meðan að ég æli,,, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil nú ekkert hvað verið er að æða svona til útlanda, sé nú ekki hvað hepst með því öllu saman. Annars flottar myndir og hefði nú getað hugsað mér að vera með ykkur þarna, hilsen

Skari (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:25

2 identicon

Já þetta er nú meiri vitleysan,,, það hefði verið gaman að hafa þig með,,,, 

Daði (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:03

3 identicon

Auðvitað var þjónninn skotinn í Herborgu, jiminn hvað það verður gaman af þér þegar þjónninn verður skotinn í þeim öllur þremur... og þér líka... ég á ekki til aukatekið orð, langar mest að fara bara að grenja. Eindhoven er alveg við hliðna á París og við eigum vín og osta og endur og vor. Ég er með hor, af því ég fór að grenja.

Hanna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:58

4 identicon

var enginn skotinn í þér með gleraugu og hatt maður lifandi?

Hanna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:01

5 identicon

Þær voru óðar í mig skal ég þér segja Hanna mín,, ertu ekki með facebook

Daði (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:08

6 identicon

facebook......ehhh hvað er það....nei ég er ekki með facbook. www.gradaloftid.com

Hanna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband