Lambalæri af nýslátruðu kryddað með ansjósum reyktum hvítlauk,majoram og borið fram með kanil rauðkáli, og ofnbökuðum kartöflum.
23.3.2008 | 21:27
Það er Páskadagur. Eins og segir í fyrri bloggfærslu er hann haldinn hátíðlegur vegna páskakanínunnar og sigri hennar yfir Jesú. Ég á tvær dætur sem fengu páskaegg, sú eldri sem er níu ára er reyndar ekki hjá okkur á páskunum en hún heldur uppá Páskana ekki vegna þess að Jesú gekk í gegnum það sem hann á að hafa gengið í gegnum heldur vegna Páskaeggja. Og kirkjan segir ekki neitt frekar en fyrri daginn. Það er svo mikið akkorð í gangi hjá þeim núna að þeim er alveg sama held ég. Hvað veit ég svosem. Fyrir mér er þetta frí sem skapast í kringum Páska velkomið, gott að vera með fjölskyldunni og slaka á. ég get reyndar ekki mikið slakað á þar sem Mía litla öskrar á mig stanslaust,,, held hún sé þreytt,,
Súpa ég gerði súpu í hádeginu, tel það snjallt þegar bíður stór matarveisla um kvöldið,,, nú er ég að hugsa eins og frönsk kona....... Þetta var ekki merkileg súpa en hún var svona
Vatn sett í pott með rjúpnasoði frá því um jólin. Steiki á pönnu, chili, hvítlauk, engifer og set útí vatnið, ásamt einni dós af niðursoðnum tómötum. Síðast set ég úti þegar ég er búinn að smakka allt til slatta af kúfskel sem ég átti í frysti,,,, ljúffengt,, vildi að ég hefði átt gott brauð og kalt hvítvín,,,, jæja það kemur síðar.
Forréttur Blinis með kavíar. Þennan rétt fengum við hjá Sif og Arnari á áramótunum síðustu. Þetta er í rauninni bara samsetningur. maður tekur eitt stk blini, vætir það í hlynsírópi, þarnæst kemur reyktur lax, svo kavíar, þe því fínni því betri, við erum nú bara með grásleppuhrogn hér bæði svört og rauð, svo sýrður rjómi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur forréttur líka fyrir fólk að borða,, skemmtilegir litir og mikið af allskonar bragði.
Páskalambið.
Ég keypti þetta læri fyrir fjórum dögum og hann sagði mér það kjötmeistarinn að þetta væri af nýslátruðuð en ég held að það sé reyndar ekki lamb heldur veturgamalt,, shit hvað ég er mikið utan af landi,,,en það hefur því aldrei verið fryst. Það er búið að liggja í ískápnum hjá mér síðan þá og í dag marineraði ég lambið.
sett saman í mortél.
kóríanderfræ. Salt. Pipar. Hvítlaukur. Majoram (hér má eflaust nota hvaða kryddjurt sem er en þetta átti ég til svo ég nota það bara) allt er þetta marið saman og ég lét það standa í smá stund til að blandast.
ég sker alveg inn að beini litlar holur í kjötið og í hverja holu sting ég geira af reyktum hvítlauk, ansjósuflaki og majoram sem ekki fór í mortélið. svo nudda ég lærið vel að utan með mortélmixinu. geng frá því þar til í kvöld. ÉG skteikti síðan lambið örlítið á pönnu á öllum hliðum og setti í sjóðheitan ofninn undir grillið í svona 3 mínútur og svo niður á 180 gráður í 1,5 klst. Eða þar til kjarnhiti er svon 70 gráður. Vantar samt kjötmæli,, þarf að kaupa hann,,, note to self.
Rauðkálið: Skorið þunnt ásamt sellerí. Í tagínuna set ég olíu, smjör, salt, pipar, engifer, og epli. notaði hálft rautt epli að þessu sinni. þar oná kemur rauðkálið og selleríið og þetta sýð ég saman heillengi, set síðan jafnvel í ofninn ef mér finnst þurfa. sé til,, vanalega bragðbæti ég þetta með sultu í lokin.
Kartöflurnar eru rjómasoðnar,, þe ég sýð þær í blandi af vatni, rjóma og sykri, smám saman gufar vatnið upp og eftir situr rjómakarmella utan um kartöflurnar,, ljúffengt,,,,
Sósan er líka einföld. ég notaði afgangs rjómakarmellu þegar kartöflurnar voru búnar. bætti við hana villisveppum sem við Rebekka tíndum í haust og bragðbætti síðan með kalkúnakrafti í bland við villikraft, Soðið af kjötinu gerir síðan gæfumuninn. smakkaði til með salti og pipar og til að toppa þetta fór örlítið af Púrtvíni útí.
Eftirrétturinn var Herborgar, Panna cotta að hætti hússins (eins og vanalega) Afbragð
Tónlistin í kveld var föður mínum ekki að skapi, frekar en vanalega,, þetta er tónlist dauðans sagði hann,, en hey,, þetta er betra en HLH og Ellen Foley,,, það verður ekki deilt um smekk,,,,
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Maturinn var ótrúlega góður í alla staði og eftirrétturinn æði :) - Takk fyrir mig...
Ragga Diljá (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:54
...hugsa eins og frönska kona.........jæja þá, allt í lagi Daði minn, þú ert þá ekki farinn að raka þig undir höndunum......ennþá
Skari (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:37
Nei ekki farinn að raka mig undir höndunum,, en kannski ég fari að gera það bara,,, gæti verið sniðugt,,,,
Daði Hrafnkelsson, 26.3.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.