Marókóskt lamb fyrir Langa,,,,,

Það er miðvikudagur.  Ég fór í dag og keypti hlaupagrind fyrir Míu þar sem hún er orðin svo sterk ogÞnglynd Tara mobil,,,vona að hún fái þráhyggju fyrir þessu.  Við versluðum í dag stórt, enda varla annað hægt þegar heimilin eru á leið í gjaldþrot á íslandi, væri Ingibjörgu ekki nær að vera frekar hérna heima og redda þessu en að vera í Afganistan og reyna að koma okkur í öryggisráðið,,ég held að það að vera í öryggisráðinu hjálpi mér ekkert með vextina,,,,,,, Las bloggið hjá Pétri Tyrfings enn og aftur, er gríðarlega ánægður með að hann sé farinn að blogga aftur, mikill penni og skemmtilegur.  Þar fer hann frábærlega með það af hverju Solla sé með höfuðklút á ferðalagi sínu, skora á þá fáu sem lesa þetta blogg að kíkjá Pétur á eyjan.is.   Læt fylgja mynd af miðjubarninu henni Töru.  Hennar er sárt saknað.

 

Síðan á páskadag hefur lambið legið í ofninum hjá mér og ég orðinn frekar órólegur.  Það var svosem ekki mikið eftir en nóg til að bjóða í mat,  Langi og hans fagra frú ætla að koma í kveld og borða með okkur.  Langi aka Torfi er kollegi og vinur, aukreitis er hann íslendingur að sanni.  Hann les ljóð og ævisögur og gengur á fjöll,  menn verða ekki myndarlegri en svo.  Hans ektafrú Elva læknanemi af Danmörku kom með.  Hún er góð.Hjónaleysi með Míu

Lambið var úrbeinað og af því fékk ég kannski 700 gr af kjöti.  Olía sett í Tagínu, söltuð, kanilstöng sett útí, arabískt kjúklingakrydd, paprikukrydd, heill hvítlaukur, stór biti engifer, heill chili niðursneiddur (fyrir þá sem ekki þora þá má minnka þetta auðvitað)  Kjötið er steikt í smá stund, svo bætti ég við afgangskartöflum frá því um daginn og eitthvað af soðinu sem var hlaupið,  appesínu, epli, slatta döðlum, já og engu fleiru held ég.  Soðið lengi og vel eins og fólk í marókó gera,, að ég held,,,  

Við bökuðum brauð í dag sem var borðað með þessu,  

allt blandað saman í skál.

 

7,5 dl hveiti

tsk salt

eitt egg

2,5 tsk ger

tsk sykur

3 dl volg mjólk

dl matarolía

hnoðað og látið hefast í 30 mín og svo hnoðað aftur og afur látið hefast,, skipt í bollur og bakað,,,

ljúffengt,,,

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband