Dagur 6

hákarlahjallarnirVið kveðjum Þingeyri á bensínstöðinni og höldum áfram, Um morguninn var Katya orðin viðþolslaus útaf einhverju exemi sem hún er með svo við pöntuðum tíma hjá Lækni á Ísafirði og brunuðum þangað framhjá Suðureyri og Flateyri því miður en það var ekki tími þar sem læknirinn beið.  Þetta var önnur læknaheimsóknin í þessarri ferð, og læknirinn var tólfára höldum við.  Ísafjörður er æði, fallegri bæ er vart hægt að hugsa sér, en göngin á leiðinni eru fyndin, einbreið göng,, hvaða snillingi datt það í hug.  jæja við eyddum dágóðum tíma þar fórum á kaffihús, á sjúkrahús, og fengum okkur ógeðslegan asian takeaway,,, keyptum meira grænmeti og héldum út á Bolungarvík, ég elska að keyra þarna,  Fallegustvið fórum uppá Bolafjall þar sem NATO beisið var,, og þaðan er ótrúlegt útsýni.  Síðan fórum við tilbaka Súðavík, og alla leið á Reykjanes. Viðkoman á Súðavík var hjartnæm, það er erfitt að vera á þeim slóðum sem snjófljóðið féll,,, hefur áhrif. við fikruðum okkur áfram, fjallið Hestur sem er til sölu og eyjurnar í djúpinu framundan, kvöldið var fallegt en framundan var mikil keyrsla, börnin voru sofnuð þannig að við ákváðum að láta vaða.   í Reykjanesi var móðir mín í skóla þegar hún var 17 og átján,, þe 67 og 68,, vangefinnn tími til að vera á lífi held ég,,, ég fann bekkjarmyndirnar hennar og hún var gullfalleg ung kona eins og hún er svosem í dag, mamma hefur mikið talað um þennan stað og fólkið sem hún kynntist þarna, ég held að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum þarna, mér fannst þetta líka magnað, mér leið vel þarna og fyrr en varði var tjaldstæðið orðið fullt og allir komnir í sund. nema ég reyndar eins og vanalega.  þessi nótt átti þó Breiðavík   Þingeyri 015eftir að vera sú erfiðasta og endaði með hótelgistingu um þrjúleytið, vertinn mætti með úfið hárið og samanbitnar varir til að hleypa okkur inn , en hann var hin mesta hjálp og leyfði okkur að gista í svítunni sinni.  kann ég honum miklar þakkir, hann tjáði mér síðar að hótelið er opið allan ársins hring og mæli ég sérstaklega með þessu.  Sundlaugin er sér kapituli útaf fyrir sig, hún er ein elsta sundlaug landsins og var fyrst um sinn aðeins fyrir stráka, heimur versnandi fer,,, hún er löng og djúp og heit og full af slími, en algerlega frábær.  Það eina er að veggurinn sem snýr að sjónum mætti hverfa til að maður geti notið útsýnisins.  Þessi dagur var frábær eins og aðrir í þessarri ferð, fólkið og fjöllinBreiðavík   Þingeyri 017

 

D. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband