EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.
21.9.2008 | 21:22
Ég er búinn að vera á þingi í Flórens í fimm daga. Komum við í Amsterdam. Það var gaman, gott að hitta kollega frá öðrum löndum og bera saman bækur, góður félagskapur í Hrönn líka, virkilega gott að ferðast með henni, við nutum að sjálfsögðu víns og matar, fórum á Michelin stað sem var ss ekkert sérstakur, en vínið það allra besta sem ég hef fengið, drakk líka heila fjöru af því og man því ekki hvað það heitir,,, það situr mikið eftir í huganum eftir svona stórt þing, vorum á evrópska lýtatannlæknaþinginu, margt sem þarf að vinna úr og svona, næstu vikur fara í það, en það er mikið að gera, margar aðgerðir framundan, misstórar auðvitað en stórar flestar.
í Ferðalaginu las ég aftur "um sársauka annarra" eftir Susan Sontag. Þessi kona var snillingur það er auðséð, hún dó 2004 eftir baráttu við krabbamein, skrifaði ma bók um það. En þessi bók er eitthvað sem þarf að lesa reglulega, hún er að tala um hvernig við erum bombarderuð með myndum af blóði og stríði og hörmungum og ógeði alla daga, að við erum orðin ónæm fyrir þessu, þegar koma myndir af sundurtættum líkum barna og kvenna þá hugsar maður, ja hérna, það er nú meira ástandið þarna, og svo ekki söguna meir. Hún nefnir að í USA er ekki til almennilegt ljósmyndasafn af þrælahaldi og aftökum, af því að USA heldur að þá fari allt í háaloft, þeir vilja ekki að almenningur sér í lagi Svartur almenningur sjái hvernig farið var með fólkið. Hún talar um frægar fréttaljósmyndir af hörmungum mannanna eins og aftökur, sprengingar osfrv ég ætla ekki að fara að þylja þetta upp hér, kaupið bara bókina hún er þess virði, en læt nokkrar myndir fylgja sem hún talar um í bókinni,, væri gaman ef þið þorið að skoða þær að vita hvaða tilfinningar þetta vekur hjá ykkur.
Daði.
Þessi maður er dauður, hann hefur nýfengið í sig kúlu og er að detta
Þessi börn, já og fók er að hlaupa undan Napalmi USA í Vietnam
Þessir gyðingar mæta örlögum sínum í röð
Par úr rússnesku andspyrnuhreyfingunni,
ég var búinn að finna fleiri myndir en ég er ekki að meika þetta,, tek þessa færslu út eftir nokkra daga held ég,,
Þetta er bara eitthvað fast í hausnum á mér eftir að hafa lesið þessa bók,, ef þetta fer í taugarnar á ykkur biðst ég afsökunar
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
sko ég er búin að vera að hlusta a prodigy!! hér síðan ég var hjá þér.. teitur er ekki til langdvalar nei en já ég prufa pastað og les bókina auðvitað eins og allt sem þú ráðleggur mér.
Og svo áttu von á gestum í desember kanski ef ég keika það
Hanna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:42
Þú ert nú meiri kallinn.
Jói (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:30
Úff! Það væri gaman að lesa þessa bók, veit samt ekki hvort ég meiki það. Svo má ekki sýna geirvörtur eða fólk að elskast í U.S.A en það má sýna eins og þú segir "sundurtætt lík barna og kvenna" og allskonar ógeð!
Þetta er mjög merkilegt, og skrollandi textinn á CNN er ekkert nema hversu margir drápust í Irak, Afganistan, Iran... og ýmis stikkorð sem svo síjast í undirmeðvitun áhorfandans, enda horfi ég ekki á CNN og þessar stöðvar lengur...
Robert Capa heitir ljósmyndarinn sem tók myndina af "manninum sem er dauður". Sá maður á víst að hafa heitið Federico Borrell García og barðist í spænsku borgarastyrjöldinni. En margar sögur fóru um hvort þessi mynd væri sviðsett eða ekki.
Kv, Soffía
Soffía Gísladóttir, 17.11.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.