Fann þetta á blogginu,, snilldin ein
8.11.2008 | 21:52
Þegar gleymist að sjóða kartöflur,,,,,,,,,
Kartaflan í örbylgjuofninum
- 1 kartafla
- 1 blað af blautum eldhúspappír
- álpappír
Stingið göt á kartöfluna. Vefjið blauta eldhúspappírnum utan um kartöfluna og setjið í örbylgjuofn á HIGH í 3 mínótur, takið eldhúspappírinn af kartöflunni og vefjið henni inn í álpappír og geymið hana þannig í ca 5 mínútur.
Þá er hún tilbúin, þetta er hægt að gera við eins margar kartöflur og þarf. Ef þið setjið fleiri kartöflur í ofninn í einu þá hækkar eldunartíminn, t.d 5 ekki svo stórar kartöflur eru ca 8 mín.
P.S Og passa sig að setja ekki álpappír í örbylgjuofn :)Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Æ guð sé lof að það kemur eitthvað spakt frá þér...Smá grín ég hef ákaflega gaman af þessum matarspekúleringum í þér þar sem ég er mjög hrifin af mat sjálf og hef rosalega gaman af því að lesa uppskriftabækur og uppskriftir á netinu....
Vona að þið fjölskyldan hafið það gott í kreppunni...Við höfum það ágætt hér, fórum m.a. á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum...Kær kveðja Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.