Heiðargæsa Confit,,, og góður dagur á sjúkrahúsinu,,,
12.11.2008 | 16:54
Það eru dagar eins og dagurinn í dag sem gera lífið frábært,,, enginn af mínum sjúklingum minntist á kreppuna,, eftir hádegi var ég svo á spítalanum með aðgerð á einum af mínum uppáhaldssjúklingum sem er með Downs syndrome,,, þegar ég kem inná skurðdeildina er hann í viðtali hjá Svæfingarhjúkkunni og spurningarnar klárast varla fyrir faðmlögum, þegar hann sá mig faðmaði hann mig að sér innilega og bauð mér í heimsókn heim til sín, í nýja herbergið,,, þegar hann var sofnaður og aðgerðin hófst fóru hjúkkurnar að tala um hve innilegur hann væri og frábær manneskja,, (lætur mann hugsa til allra þeirra downs krakka sem ekki verða til) hann heillaði þær algerlega enda frægur kvennamaður,, mætir alltaf nýgreiddur með rakspira til mín,,,, aðgerðin gekk eins og í sögu og á vöknuninni þegar ég mætti til að kveðja hann faðmaði hann mig að sér eina ferðina enn,,, engin kreppa hjá honum,,,, ég var búinn snemma og fór heim, við Mía tókum okkur gönguferð í Ostabúðina á Skólavörðustíg til að kaupa andafitu í dós,,, við erum að gera confit. Meira um það síðar. Það eru lífsgæði að búa hér,,, kreppa eða engin kreppa.
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Æ þú ert nú meiri dúllan frændi......
Já ég gat ekki annað en brosað við þessari færslu þar sem sjúklingurinn þinn hafði jafn góð áhrif á þig og sjúklingarnir/skjólstæðingarnir mínir hafa á mig... Maður gleymir sorg og sút og einbeitir sér að því að öðrum líði vel.....
Vonandi sjáumst við sem fyrst....Bestu kveðjur frá Höfn, Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.