Kjúklingasúpa, (kreppusúpa)

Ég og Mía sumar 2008Það var erfiður dagur í vinnu í dag. Ég var með stóra tannplantaaðgerð eftir hádegi og var þreyttur eftir daginn, það var því góð tilhugsun að í kvöld væri kreppusúpa... það eru búin að vera rosaleg þrjú ár síðna ég útskrifaðist,, allir mínir hættir og vanar voru horfnir og við tók einhver geðveiki, alltof há laun, alltof hár lifistandard, allt allt of mikið af öllu,,,, í dag er búið að kippa í mig og ég er að færast nær upphafinu, nær því sem ég þekki,,, naumhyggju og látleysi,, þar líður mér líka betur,,, ég fagna kreppunni,,, megi hún verða fólki til gæfu eins og mér....

 

ég var með ítalskan kjúkling um daginn og ég er búinn að geyma likið af honum í ísskápnum þar til í gær að ég sauð kraft og bætti honum í restarnar af annarri súpu sem ég var með um helgina í hádegismat.  Í kvöld er því Kjúklingasúpa.   Hún er svosem ekki flókin nema það er mikilvægt að steikja allt grænmetið og beikonið vel áður en það er soðið.

 

Sellerí, laukur, hvítlaukur, kartöflur, sæt kartafla,chili og engifer allt saman í einhverju magni (sem hentar hverjum og einum) er steikt og soðið í soðinu.  líkið af kjúklingnum er soðið með um stund og svo restinni af kjötinu bætt útí. saltað og piprað að smekk. 

 

með þessu er ristað brauð með ólífuolíu og hvítlauksrispi (rispa hvítlauk sem er skorinn í tvennt á brauðinu,,, það kunna nú allir) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey má ég nota bara pakka kraft?

Stefan frændi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Jú elsku frændi það máttu,, þú mátt líka alveg koma og sníkja hjá mér,,, ég sakna þin reglulega,,,, það er of langt síðan síðast,,,

Daði Hrafnkelsson, 26.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband