Trölladyngja í þokunni,,,
28.12.2008 | 17:20
Ég vaknaði snemma og fór á Trölladyngju,,, fyrir þá sem ekki vita hvar hún er, er hún við hliðina á Keili á Reykjanesinu,,, það eru nokkrar trölladyngjur til veit ég og þessi er ss á Reykjanesinu,,,,maður ekur þá sem leið liggur vestur eftir Reykjanesbrautinni rétt framhjá Kúagerði og beigir þar til suðurs inná Reykjanesið,,,, þar er vel fólksbílafær vegur alla leið að bílastæði ca 8 km og þaðan gengur maður á Keili en ég ákvað sökum veðurs að fara að Trölladyngju og skoða mig um þar, eins og sést á myndunum þá var ekki neitt sérstakt veður til að ganga mikið. En þetta markar vonandi upphafið að frekari útivist á þessu svæði,, auðvelt að nálgast það og fallegt þarna,,, Keilir, Grænavatn, Grænadyngja, Eldborg , lambafell og lambafellsgjá og svo framvegis,,,, Ég gekk kannski í svona hálftíma,, hvass vindur og þoka á svæði sem ég þekki ekki neitt,,, ég er alvangur á rjúpnaveiður og þá einhvernvegin drífur maður sig útí hvaða veður sem er,, en í dag þá ákvað ég að þetta svæði á það skilið að ég skoði það í góðu veðri,, ég ætla að reyna að fara eitthvað alla sunnudaga,, sjáum svo til hvað það gerir,,, þetta er merkilegt svæði,, mikil saga,,,, þarna voru smalar heilu sumrin,,, enn leyfar af því,,, þarna er mikill jarðhiti þó ekki hafi gosið þarna í 10 000 ár ekki úr Trölladyngju amk,,, það er samt ljótt að sjá hvernig borað hefur verið þarna,, Skipulagsstofnun sagði að þetta yrðu minniháttar umhverfisspjöll,,, ég get ekki alveg tekið undir það,, vegurinn er lagður nánast oní lítinn læk sem þarna er og mér skilst að þeir séu ekki svo margir á Reykjanesinu,,, og borholan nánast á eina grasbalanum sem þarna er,, ég er viss um að smalinn hefur snúíð sér við í gröfinni við þetta rask,, en á einhverju verðum við að lifa,,,,, ekki hafa peningamennirnir reynst okkur svo vel. Við horfðum á þrjár myndir í gær,, Veðramót er ein sú lélegasta ísl mynd sem ég hef séð,, sérstaklega leikstjórnin þá,,,, allt of mikil sviðsleikur,,, annað var svosem í lagi þessar 10 mín sem ég meikaði að horfa,, The future of food var ok,,, ekkert sérstök og Mors Erling,, var ekkert á við fyrri myndina,,, lélegt videokvöld að baki,, í kvöld ætla ég svo að sannreyna heitreykingargræjuna mína,, blogga um það síðar vonandi,, nema þetta verði vont,, þá segi ég ekki neitt,,,,Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Athugasemdir
Svo er það bara Hnúkurinn í Maí
Skari (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.