Klapparstígur 17 RIP Grenj grenj grenj,,,,,

Siggi og DaðiÞað hefur verið dálítil sorg á heimilinu vegna brunans á Klapparstígnum,, þetta hús var heimili okkar til nokkra ára og þarna eignuðumst við dýrmætar minningar sem erfiðara er að halda við nú þegar þetta hús er farið,, það var byggt árið 1906 að mig minnir og var bakarí meðal annars, var byggt sem iðnaðarhúsnæði. Við bjuggum þarna í Kommúnu nokkrir krakkar og skemmtum okkur vel, þarna var jafnan mikið af partíum og rugli,,, háskólaárunum var varið þarna,, í fylleríi og vitleysu,, gaman,,,  Þarna áttum við ekki neitt, allt innbú var ódýrt og peningarnir fóru frekar í bjór og vitleysu frekar en veraldleg gæði,,  þetta hús hafði mikinn karakter, hátt til lofts og loftið frekar spes, gólfin voru yfir hundrað ára timburgólf og báru þess merki að þarna hafi verið iðnaður.  Þetta var þegar Hjálmar voru að byrja og við vorum alla daga og öll kvöld 

Helga hin fagra

á tónleikum og inn og út úr húsinu streymdi fólk, listamenn og aðrir.  meira segja svo mikið að nágranni minn spurði mig einu sinni hvort þarna væri einhver starfsemi slíkur væri gestagangurinn, og skipti þá engu hvort um nótt eða dag var að ræða.  Það var tildæmis alvanalegt að þegar ég vaknaði í skólann að morgni voru einhverjir sofandi í húsinu sem voru ekki  þar Þegar ég fór að sofa... mér fannst það alveg eðlilegt.  

Við Herborg

 Það er mikil eftirsjá af þessu húsi,  við gleymum því sjálfsagt seint.....

 

Daði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Synd með húsið en ólafur var alveg með þetta í tv inu.

Stefan frændi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:20

2 identicon

Já þetta er synd. Frænka mín var leigjandi þarna og missti allt sitt. Svona er nú heimurinn lítill! Bið að heilsa frúnni og sendi henni baráttukveðjur á lokaspretti óléttunnar.

Íris Heiður (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er svona eins og missa náinn vin.

Guðjón H Finnbogason, 20.1.2009 kl. 21:31

4 identicon

Já, þetta var sannarlega sorglegt...Það var gaman að búa í þessu húsi sem hafði þó sína kosti og galla....Það var mikil sál þarna og yfirleitt skapaðist góða stemmning þarna inni ;) Gamalt gólfið og loftið var alveg einstakt....fyrst og fremst samt góðar minningar sem maður á þaðan....good times ;)

Herborg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband