Það er búin að vera mellokollía í mér undanfarið,, Það er allt einhvernvegin að hverfa,, ekki aðeins er mitt gamla heimili Klapparstígurinn farinn og kemur ekki aftur,, ég þarf að kveðja mitt núverandi heimili einhverntíma á þessu ári því ég hef ákveðið að hætta að borga af lánunum sem eru komin útúr kortinu og ómögulegt fyrir venjulegan mann að greiða af þeim,,,,, allt sem ég hef unnið að undanfarið er að hverfa,,,, það er sárt. ég er búinn að vera að hlusta á viðtal við Harold Pinter af BBC, sem er breskt leikskáld sem einmitt kvaddi nýlega,,, mikill spekingur, það er hægt að nálgast þetta á Podcasti hjá Guardian,, skemmtilegt,,, hef líka verið að horfa mikið á vídeó,, Mike Leigh,,, Ísraelska mynd um Eygypska lögregluhljómsveit sem mig hefur langað að sjá lengi,, og svo frábæra Ítalska mynd sem fjallar um fasisma og Kommúnisma í skemmtilegu ljósi,,, sett upp sem bræður sem berjast,,, ekki aðeins um hugsjónir heldur völd og konur,, klassík í venjulegu lífi,, "bróðir minn er einbirni" mæli sterklega með þessarri mynd já og Bands visit líka,,, báðar frábærar,, já og svo gerði ég jógúrt,, mjög auðvelt,, líter af nýmjólk næstum soðinn,, kælt niður að stofuhita og svo sett tvær hreinar jógúrt útí og beðið í sólarhring,, snilld.Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Knús elsku Daði minn
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.