Hvannadalshnjúkur. 2110 metrar Ferðasaga.

Það er lengra og lengra á milli þess sem ég skrifa eitthvað hér, kannski er það ágætt.  En það sem nýlega hefur drifið á daga mína fer sennilega í minningarhöllina sem einn af stóru dögum ævi minnar og þvi ætla ég að reyna að vanda mig að skrifa vel um þennan dag.

oraefajokull1

oraefajokull2Ferðinni er heitið á svæði sem hefur verið grábölvað í mínum minningum hingað til á ferðalögum frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur, aldrei neitt að sjá nema sandur og grámi, engin sjoppa sýnileg. Yfir þessu ljóta svæði öllu saman gnæfir hins vegar Öræfajökull, hæsta fjall Íslands, en hæsti tindur hans er hinn 2119 m hái Hvannadalshnúkur. Fjall sem hefur fenið mig til að endurmeta þetta svæði og gera það að einu fallegast svæði landsins til að ferðast um.  Öræfajökull Þessi þriðja stærsta eldkeila Evrópu hefur frá örófi ríkt yfir héraðinu og tvisvar spúið yfir það eldi og brennisteini síðan land var numið. Gosið 1362 er talið með mestu eldgosum sem orðið hafa á sögulegum tíma og gróf það fjölda bæja í ösku og lagði sveitina í eyði um margra áratuga skeið. Samkvæmt Oddaverjaannál "lifði engin kvik kind utan ein öldruð kona og kapall" af gosið í kirkjusóknum Hofs og Rauðalækjar og í kjölfar hamfaranna hlaut héraðið nafnið Öræfi. Á Bæ, skammt sunnan við Fagurhólsmýri, er nú verið að grafa upp fornminjar úr þessu goslagi og hefur uppgröfturinn stundum verið nefndur Pompeii Íslands. Aftur gaus í jöklinum árið 1727 og lýsa samtímaheimildir því að ekki hafi sést munur dags og nætur í marga sólarhringa vegna öskufallsins . Vatnsmagnið í jökulhlaupinu sem fylgdi gosinu er talið hafa náð um 100.000 m3/sek og hefur hlaupið því orðið álíka stórt og Amazon, vatnsmesta fljót heims. Til samanburðar má nefna að Skeiðarárhlaupið 1996 varð mest um 45.000 m3/sek að vatnsmagni.

Gönguleið upp VirkisjökulFerðafélagar mínir er góðra vina hópur, þarna er ég með þeim vinum mínum sem þekkja mig hvað best.  Óskar sem skipulagði þetta allt saman, Bæjarstjórahjónin á Hornafirði og Torfi kollegi minn og vinur.  Við Torfi erum þeir einu sem koma úr Reykjavík aðrir koma frá Hornafirði utan vinir vina vina minna, ef það skilst sem ég held að komi líka frá Reykjavík, jú og svo er Sir Edward Hillary frá Chicago sem fékk að slæðast með en átti svosem ekki eftir að gera miklar rósir frekar en landar hans yfirleitt.  Jæja.  Við Torfi lögðum af stað á Föstudegi eftir að hafa kosið rétt báðir tveir og hittum hópinn í Svínafelli þar sem var gist, Gistinging í Svínafelli eru þrír litilr kofar með kojum í, ákaflega rómantískt. þar var haldinn lítill fundur með leiðsögumönnunum okkar og svo eiginlega bara farið í bælið, stór dagur framundan.  Við hittumst klukkan fimm á bílastæði við enda Virkisjökuls en Virkisjökull er jökultunga milli Svínafells og Sandfells april09 069þessi leið er yfirleitt aðeins fær snemma á vorin og mikið skemmtilegri en hin sem meira er notuð, hún er brattari og erfiðari en fallegri.  Við byrjuðum á jökulruðningum neðst og færum okkur uppá jökulinn þar sem broddarnir eru settir á og  veðrið leikur við mannskapinn, ferðin yfir Virkisjökul sóttist vel, þar sá ég Jökulmús í fyrsta sinn en Jökulmús er steinn sem skriðjökullinn rúllar áfram og myndast því mosi á honum allan hringinn "moss does grow on a rolling stone" og kynntist því hve erfitt það getur verið að ganga á alvöru mannbroddum, í lokin þurfum við að klöngrast  yfir sprungusvæði, sem mér fannst mjög gaman, hef áhuga á að færa mig frekar útí svona klifur. við tók frekar auðveld ganga upp að fönninni sem gerir þessa leið mögulega svona snemma sumars, þegar hún er bráðnuð er hlíðin undir ein drulla og illfær.  Ég er ánægður með að hafa komist þetta svona því útsýnið og náttúran þarna megin er hiklaust mun fallegri en Sandfellsleiðin sem við fórum niður.  Það var mikil hækkun þarna í brekkunni og tók á,Sir Edward Hillary Farið yfir sprungusvæði hinn skemmtilegi Chicago búi byrjaði um þetta leiti að gefast upp og stakk uppá því að hann myndi snúa við, en það er ekki hægt, hann kvartaði um eymsli í hné en vildi ekki verkjalyf og svona, hann var þó góður að halda áfram.  Þegar við vorum komin upp í ca 1000 metra fórum við i línu og gengum í henni það sem eftir yfir mikil sprungusvæði og í vondu veðri með engu skyggni, þegar þarna var komið við sögu var mér farið að líða eins og alvöru fjallamanni, orðinn kappklæddur með skíðagleraugu og frosthröngl í augabrúnunum, verst var að hafa skorið páskaskeggið.  Í 1900 metrum var Sir Edward skilinn eftir og látinn grafa sig í fönn meðan við fórum restina í 2110 metra í foki og erfiðu færi en það hafðist og klukkan þrjú vorum við á toppinum.  Tilfinningin er mögnuð og eflaust magnaðari hefði verið útsýni en það verður vonandi Útsýnið magnaðí næstu ferð.  Niðurleiðin var auðveld við fórum til móts við útlendinginn og gengum Sandfellið til baka.  ferðin upp var 9,5 klst og niður 4,5 samtals um 15 tímar.  Það voru síðan þreyttir fjallagarpar sem héldu heim til Hafnar en við Torfi færðum okkur í Hótel Skaftafell og horfðum á kosninganóttin í smá stund áður en við sofnuðum.

 

Daði

 

Gat verið bratt

Bratt upp fönnina í botninum

rétt um 1200 metra hæð og farið að kólna

 

stoppa til að næra sig

IMG_1791

 

Dyrhamar fjær

 

svo fór skyggnið

Óskar skipuleggjandi ferðarinnar og góður vinur minn

skafrenningur og lítið skyggni, komin hátt

Toppnum náð kl 15:00

 

hópurinn á toppnum

Niðurleiðin auðveldari en tók fimm tíma samt

Þreytt fólk kl 20:00 eftir 15 tíma göngu og 2000 metra hækkun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta er eitthvað sem ég ætla að gera einn daginn!! Enda vonandi ekki eins og Edward en það mó þá reyna :) ég er mjög stolt af þér að hafa farið þetta.

Kv. Ragga

Diljá (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:23

2 identicon

frábært, gaman að lesa þetta. Verð að prófa þetta einhvern tíma :D

Harpa Hrund (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband