Úlfarsfell... 295 metrar.

Einhverskonar fjallbaktería hefur heltekið mig.  ég hef svosem ekki úr miklu að moða hér á kvöldin svo ég brá mér á Úlfarsfellið á þriðjudagskvöldið.  Lítið fell ekki alveg fjall og vegur alla leið á toppinn,, ekki merkileg fjallamennska það,, en ég fékk smá svita og náttúru út úr þessu,, í kvöld er það Helgafell..... ég er strax farinn að plana næsta stóra fjall til að fara á en það er miðfellstindur í Öræfajökli, ekki langt frá Hvannadalshnjúki.  þetta verður um 20 tíma ganga eða svo og mun erfiðari en hnjúkurinn býst ég við ,, svona af myndunum að dæma amk.  auk þess á ég mér þann draum núna að ganga á alla tindana í Breiðdal, helst alla í einni ferð og gista þá á fjalli því það er ekki hægt að gera þetta á einum degi svo mikið er víst.  Ég þarf bara að sannfæra Herborgu.

 

Nína Sif fallega

 

Annars hefur lífið verið gott, það er brjálað að gera í vinnu, ég hef aldrei sett jafn mikið af implöntum og er búinn að ná markmiðinu sem ég setti mér fyrir þetta ár og aðeins Mai kominn.  Auk þess er mikið að gera að öðru leyti.

Börnin dafna, og konan mín er góð við mig,, svona yfirleitt.   Mía er byrjuð á nýjum leikskóla sem ég er afar sáttur við, hún sýnir miklar framfarir í máli og hreyfingu, auk þess sem við erum komin með þráhyggju fyrir að púsla.  

 

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miklar framfarir í máli og hreyfingu eins og pabba sínum. ég er ennþá í hollandi og verð á Höfn í sumar Daði. en skil það vel að þú leggjir ekki í fjöllin  þar. þau eru ekki fyrir neina viðvaninga

Hanna (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

sem gamall smali sé ég að fjöllin við Höfn eru ekkert miðað við Breiðdælsku eldstöðina sem ól mig,,,,

Daði Hrafnkelsson, 9.5.2009 kl. 20:47

3 identicon

hahahahahahh (tröllahlátur og prump)

Hanna (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband