Hvítlauks og rósmarín Humar frá Gísla,,,
15.6.2009 | 09:48
Við fjölskyldan erum búin að hafa það ótrúlega gott í Vestmannaeyjum undanfarna 5 daga,, komum hér til að styðja elstu dóttur okkar í Pæjumótinu sem hefði mátt ganga betur, 12 sæti af 14 verður að teljast frekar slakur árangur,,, en kannski eru úrslitin aukaatriði,,,, aðalmálið er reynslan sem af þessu fæst, samveran og góða veðrið. Hér erum við búin að vera í sundi, borða góðan mat, gekk á Heimaklett og ætlaði út í Ystaklett en vildi ekki fara í reypin án aðstoðar, komst því bara út í skarðið, leiðin til baka var ótrúlega erfið, austurhliðin á Heimakletti er ekkert grín,,, í gær var ég með humar frá Gísla sem er sá besti í heimi,,, Veiddur við Eldey og stór og safaríkur.
ég hef kannski bloggað um þetta hér áður en læt þetta flakka,
Humarinn er skorinn í tvennt eftir endilöngu og garnhreinsaður, ég legg hann síðan í ofnskúffu með kjöthliðina upp, salta og pipra. Sker síðan smátt slatta hvítlauk, slatta rósmarín, hvítlauksrjómaost ca hálfa dollu, og ca 100 gr ísl smjör og maka á humarinn. Sett undir grillið í ofninum í svona 10 mín á 200 eða þar til hann er orðinn gullinn að ofan, með þessu er síðan hvítlauksbrauð og gott salat, já og gott hvítvín,
adios,,,
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Daði minn,
gott að það er að besna í þér hljóðið!!!
Ég er mætt á Hornafjörð og á fullu að gera fínt áður en að þið fjöslyldan komið til mín!.. Annars var ég að spá í hvort Rebekku langar ekki að koma í "sveit til mín" Það væri gaman. knús á sþig og stelpurnar þínar
Hanna (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.