Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Rjúpnaveiðar í Bröttubrekku,,,,,

Rjupa33bMín fyrsta rjúpnaferð þetta árið er afstaðin,, í roki og smá rigningu ásamt yfirhangandi þoku náði ég einni rjúpu,, sem var sú eina sem ég sá í dag,, þannig að það er ágætis nýting,, ég er ekki að kvarta ég gekk endalaust og með aukinni náttúruvitund tel ég daginn fullkominn,, Friðrik ljósmyndari var með mér.  Það er ljóst að það þarf fleiri rjúpur til að ná í soðið á aðfangadag,, ef ég fæ ekki fleiri geri ég bara rjúpusúpu sem forrétt og hef Hreindýr í aðalrétt en vonandi næ ég fleirum svo ég geti haft almennilegan mat á aðfangadag.

Daði 


Fann þetta á blogginu,, snilldin ein

 

Þegar gleymist að sjóða kartöflur,,,,,,,,, 

 

Kartaflan í örbylgjuofninum

  • 1 kartafla
  • 1 blað af blautum eldhúspappír
  • álpappír

Stingið göt á kartöfluna.  Vefjið  blauta eldhúspappírnum utan um kartöfluna og setjið í örbylgjuofn á HIGH í 3 mínótur, takið eldhúspappírinn af kartöflunni og vefjið henni inn í álpappír og geymið hana þannig í ca 5 mínútur.

Þá er hún tilbúin, þetta er hægt að gera við eins margar kartöflur og þarf.  Ef þið setjið fleiri kartöflur í ofninn í einu þá hækkar eldunartíminn, t.d 5 ekki svo stórar kartöflur eru ca 8 mín.

P.S  Og passa sig að setja ekki álpappír í örbylgjuofn :)

Allt guðdómlegar veigar,,, nema skjálfti,, hann er ógeð,,

Ég fagna því innilega að við séum að eignast nokkur smá brugghús,, þetta þekkja allir sem ferðast hafa eitthvað um evrópu,, og ég verð að segja að Kaldi er einn af mínum uppáhaldsbjórum,, svo á maður líka að styrkja íslenskan iðnað,,, en ég held að við ættum að fara að hafa bjórfestivöl til að hefja okkar nýtilkomnu bjórmenningu upp til skýjanna,,,

 

Daði 


mbl.is Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítlauksmarineraðar steinbítskinnar með fersku basil ,,,namm,,,

Ég vaknaði klukkan átta í dag með mat á heilanum,,,,  Pabbi gaf mér nefnilega í gær nokkur kíló af steinbítskinnum sem er einn besti biti af fiski sem til er að mínu mati,,, Steinbítur kostaði svona 50 kall kílóið þegar ég var að vinna í frystihúsinu á Breiðdalsvík í gamla daga,,, þótti ekki matur,, síðar hef ég lært að þessi ófríði fiskur er einn besti matfiskurinn,,, kannski íslendingar ættu að fara að borða meiri fisk í kreppunni,, hann er amk innlend framleiðsla, og óvíst hvort bretar vilji kaupa Steinbiturmeira af okkur,,, Við erum síðan búin að eiga frábæran dag,, ég ætlaði reyndar á rjúpnaveiðar en það er rigning á öllu landinu,, rjúpunni til heilla..... við fórum í kolaportið og gerðum bæði góð og slæm kaup,, til dæmis fékk ég 9 serviettur úr líni á 300 sem eru kaup aldarinnar fyrir mig,,, önnur góð kaup eru kartöflur, flatbrauð og ástarpungar,, vond kaup voru hins vegar geisladiskur með "classic classics" sem er viðbjóðs klassísk tónlist með bíti,,, viðbjóður,,, en svona er þetta bara,,,

allavega,,,,,fiskurinn,,, 

 

Marinering.

Saxaður hvítlaukur svona tvö rif,, saxað ferskt basil og ferskt timjan,,, salt og pipar,, ólífuolía og svo nota ég alltaf fiskikryddið úr ítölsku línunni í Hagkaup,, ég læt fiskinn marinerast í þessu í allan daginn,,,, fiskurinn er síðan steiktur í smá stund á öllum hliðum eins og steik og settur síðan í ofninn á 180 í svona 20 mín.... með þessu eru karrýkartöflur,, (kartöflur sem eru soðnar í karrývatni (Vatn plús karrý)),,  langaði að hafa með þessu salat en á ekkert,, svo döðlur verða að duga,,

 

Daði 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband