Matur úr fyrstu afurðum Lumby cottage,,,,,
18.12.2010 | 08:50
Í gær kíktum við hjónin í höfuðstaðinn,, það á við um Kaupmannahöfn eins og önnur þéttbýli, maður er fljótur inn og fljótur út,, reyndar ílengdumst við í gær,, við vorum að vinna fyrripart dagsins, ein aðgerð,, sem er eitthvað sem ég gæti vanist,,, svo fórum við út að borða,, í bíó, sáum nýju Woddy Allen myndina,, kíktum í Kristjaníu,,,versla,, aftur út að borða á Marókóskan stað og fengum okkur Tagínu,,ég fékk mér kálfakjöt en Herborg Kjúkling,,, sóttum svo frumburðinn á Kastrúp og erum nú í Lumby,,, Hér er allt í snjó og kalt,, alveg eins og desember á að vera,,,, það hefur líka verið nóg að gera í sveitastörfunum, hænurnar mínar eru að koma sér fyrir og innrétta en hafa verið latar við að verpa, ég gruna að tvær séu actívar og þrjár þeirra eru enn í dramatísku taugaáfalli eftir flutningana, ég vona að með skilningi og blíðu tali komi þær til,, Við Jónas vinnumaður höfum verið duglegir að heimsækja þær og gefa þeim afskurð úr eldhúsinu. það hafa safnast sjö egg síðan þær komu og nú ætla ég að gera omelettu í morgunmat fyrir liðið.... ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn spenntur fyrir jafn einföldum mat og omelettu, ég mýki hvítlauk og púrrulauk (homegrown) hræri saman sjö egg, salt og niðurrifinn ost og helli yfir, set tómatasneiðar, hamborgarahryggsneiðar og meiri niðurrifinn ost yfir, steiki fyrst í pönnu og set svo pönnuna undir grillið,, með brauði og appelsínusafa var þetta fullkominn morgunmatur...
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 19.12.2010 kl. 18:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.