Eggjaleysi,,,

blogg 023Það má segja að egg, eða eggjaleysi hafi haldið mér uppteknum þetta árið,, í sumar voru það endurnar sem ekki framleiddu,,, fyrr en allt allt of seint, bæði var Jonny steggurinn horfinn á braut í banaslysi í umferðinni, svo eggin gátu varla verið frjó, heldur var komið framá haust þegar sú síðasta lagðist á eggin sín,,, nú eru það hænurnar mínar sem eru með stæla,, ég hef grun um að það sé bara ein þeirra sem er að verpa, það er eitt egg á dag,, you do the math,,, ég hef því lesið mér talsvert til um þetta og komist að þeirri niðurstöðu að ég þarf að bæta við dagsljósið hjá þeim, þær þurfa 16 tíma dagsljós til að dafna,, nú eru þær með hitaperu sem geislar frá sér ljósrauðu ljósi oghita,, þær sitja undir því en það breytir engu,, nú er ég að spá í að fá mér hvíta ljósaperu og timer,,, síðan er reyndar önnur pæling fyrst þetta eiga að vera mest organic hænur ever,,, það er að leyfa bara náttúrunni að ráða þessu,,,, þá eru þær að slappa af í vetur og í sumar kemur uppskeran,,, annars hef ég lika verið að spá í fóðrinu þeirra,, þær fá tvo stóra skammta af byggi á dag, og allan afskurð úr eldhúsinu,, ávexti og grænmeti,,, og því ætti varla að vera hægt að kenna fæðinu um,, ég hef líka áhuga á að láta allan afgangsbjór,, (slefsopann) flakka í dallinn þeirra og búa til kóbíkjúkling,,,, kannski pæling fyrir sumarið,,,,

 

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband