Næsti kafli í sögunni,, Hænurnar verða Free Range.....

Leikvöllurinn og hænurnarÞað er komið vor í Lumby Cottage, Snjórinn er farinn loksins og búið að vera ca 10 stiga hiti undanfarið, það er líka komið vor í Smábóndann og í dag var komið að því að hleypa hænunum út, þær hafa svosem haft það gott í vetur, hænsnahúsið hefur verið þrifið aðra hverja helgi, hænsnaskíturinn fer að sjálfsögðu í matjurtagarðinn og þær hafa haft greinar og tré til að klifra í, Þær hafa líka verðlaunað Smábóndann með eggjum síðan þær komu hingað, nytin hafa reyndar dottið eitthvað niður, en ég kenni kulda og reynsluleysi Smábóndans um, það getur ekki verið þeim að kenna að minnsta kosti.  Smábóndinn vaknaði því snemma í dag og hófst handa, ég dró meira af greinum fram úr erminni og byggði handa þeim það sem aðeins mætti kalla leikvöll rétt fyrir utan heimilið þeirra, þar geta þær rótað eftir pöddum og baðað sig í moldinni eins og sést á myndbandinu, en þær láta það ekki aðeins duga heldur hafa þær skógargólf til að róta í líka, og haninn lætur í sér heyra ef þær fara of langt frá honum.  Það mátti merkja á þeim gleði við að fá smá frelsi frá heimilinu, það hafa allir gaman að því að komast út, Hænur eru jú einu sinni komnar af Hænur á skógargólfinuvilltum hænum frá Asíu þar sem það er í eðli þeirra að búa á skógarbotni,  Þegar Smábóndinn hafði dáðst að þeim dálitla stund fór hann að renna í grun að hann hafði verið gabbaður í viðskiptum þegar hann sótti síðasta skammt af hænum.  Því tvær stórar og stæðilegar "hænur" virðast óvenjulega óvissar um kynhlutverk sitt, og Haninn minn virðist líka vera sérstaklega óvæginn við að halda þeim í skefjum,  ég hef því ákveðið að setja á legg rannsóknarnefnd sem á að taka ákvörðun um þetta vandamál í vikunni, ef rétt reynist má búast við sérstaklega safaríkum Free Range kjúklingi fyrir heimilisfólkið fljótlega.  Þegar ég var búinn að þessu hófst ég handa við að þrífa hjá þeim og bæta á heyjið, nú hafa þær fengið vorhreingerningu og geta farið út þegar þeim hentar, ég vona að þeim líki þetta, og ég fari að fá upp undir 15 fersk Free Range egg á degi hverjum, ekki aðeins fyrir magann minn,, heldur fyrir ansi þunnt veski Smábóndans. Matjurtagarðurinn hefur líka verið í huga mér undanfarið, ég vil nefnilega koma í veg fyrir að illgresi taki völdin af mér eins og síðasta sumar, ég fór því í garðinn í dag og byrjaði að róta til í honum og hef komist að því að ég þarf að kaupa svarta jarðvegsdúka ef vel á að fara, það er takmark Smábóndans að uppskera sumarsins verði betur lukkuð en síðasta sumars, ég plana að vera með baunir, kartöflur, næpur, gulrætur, kál, lauka, eggaldin, chili, tómata, blaðlauk, zuccini og fleira,, ég ræð mér varla af kæti.  Það er næst á dagskrá.

 

Kveðja Smábóndinn í Lumby Cottage


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband