Humar fyrir hús og híbýli.....

EldhúsbekkurinnÉg átti góðan dag í dag,,, vaknaði þegar mig langaði (af því að það er miðvikudagur) fékk mér morgunmat með fjölskyldunni, og fór svo uppá LSH í aðgerð, við vorum að grafta bein frá mjaðmakambi framaná efri kjálka sökum lítils beinstuðnings undir tanngerfi,, fylltum líka kinnbeinsholurnar af beini,, en nóg um það,,, Hús og híbýli komu heim í dag að taka myndir af eldhúsinu hjá mér,, þau eru með eldhúsa special,, skilst mér,, ég var ekki með á myndunum því mér svíða svona uppstilltar myndir,, auk þess sem þau fjarlægðu eitthvað af dóti úr eldhúsinu,, og það var frekar sterílt fannst mér,, jæja,,, þegar þau voru farin fór ég að elda,, Herborg hafði ekki tekið neitt út til að elda né keypt neitt svo ég tók út Vestmannaeyja humar frá Gísla vini mínum og hörpuskel úr bónus,,,, fyrst hörpudiskurinn.

  Ég steikti gulrætur og sellerí sem ég hafði skorið í mjög litlar ræmur í olíu.  Steikti svo hörpudiskinn og setti þetta saman inní ofn í svona 8 mín á 180.

 á meðan hellti ég púrtvíni í heitan pott svo það sauð strax,, bætti í það smá soja og chilisultur (enn og aftur sultunni hennar Ástu Bínu) ristaði svo brauð á pönnunni og smurði með gráðosti,, svo grænmetið, svo ruccola, svo hörpudiskinn og sósuna umhverfis,,,

 

þetta var fínt,, ekkert brjálað en öðruvísi og fínt,,,  

 

Humarinn.

 

ég tók hann úr skelinni og hélt uppá skeljarnar.  hakkaði hann saman við

rósmarín

hvítlauk

hálfan tómat

olíu

salt 

pipar

 

setti svo hakkið aftur í skelina sem var butterflied og inní ofninn í 10 mín á 180 og svo undir grillið í 2 mín

 

með þessu var spínatkartöflumús með furuhnetum sem er gerð þannig að ég set spínat, furuhnetur bráðið smjör, soðnar kartöflur og mjólk í magic bulletið,, og hræri í drullu,,, skemmtilegur litur og texture og bragðið sömuleiðis,, ég reyndar sykraði hana svo eftirá svona for old times,,,,   með þessu var líka ruccola,,,

restina af músinni át ég svo með ristuðu brauði,,,Stofan mín

við hjónaleysin drukkum faustinu sjö sem er enn og aftur uppáhalds ódýra vínið mitt.

 

ég er búinn að vera að hlusta á In rainbows undanfarið og hún er góð,, sérstaklega við fyrstu hlustun,, en það kemur líklega ekki önnur plata frá Radiohead eins og Kid A

 

bimmsala bimm

 

Daði 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott síða hjá þér minn kæri....klukkan er að verða 1 og ég sit hérna að lesa uppskriftir eftir þig...ég er svöng....held þú þurfir að fara bjóða mér í mat

Diljá (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:45

2 identicon

Alltaf velkomin,,,,,, þarft ekki að vera boðin mátt droppa inn þegar þú vilt,,

Daði (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:22

3 identicon

já við getum líka pantað eitthvað ef að Herborg gleymir að taka út mat...

Herborg (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:35

4 identicon

Humar sumar lumar gumar þrumar brumar, rímar margt við humar vávává!

Eldaði ekkert í dag, og hlustaði á ekki neitt oj. 

Hilsen

Skari (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:27

5 identicon

HJaddna Daði, er þetta alveg málið???? Ekki nóg með að þú sért orðin allt þetta sem þú taldir upp einhverntíman og mikið meira en það heldur ertu kominn með bloggsíðu. Gleymdist alveg að senda mér opnunarhátíðarboðsendingu...hahhahah Sakna ykkar mikið mikið. Sef með flotta flotta handa Míu undir koddanum. Skrítin?

Hanna Jonsdottir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:55

6 identicon

ef fjármagnsstreymid væri ekki svona hægt hjá mér eins og bönkunum væri ég komin til ykkar ekki búin að geta hugsað um annað en dag og mér er alllllveg sama hvernig samloku þú gerir það er alltaf daðasamloka altaf góð alltaf ljúf eins og bylgjan og seiðandi simsalabimm

Hanna Jonsdottir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband