Reykt Grálúða,,,
2.5.2008 | 22:56
Í dag er föstudagur,,, ég býst við því að biskupinn og prestar landsins séu svangir núna,,,, enda fasta allir sanntrúaðir,,, ég er ekki trúaður, nema á gott fólk og góða hluti,, þannig að ég fékk mér góðan mat,, Í gær fórum við í mat á Tjarnargötuna,,, það er gaman að koma á heimili listamanna,,, það er allt öðruvísi en mitt heimili,,, mín installasjón er einhvernvegin lærð,, en þeirra ekki,, þarf að rækta listamanninn í mér,, hehehe allavega,, maturinn var algerlega frábær,,, Nautasteik með frönskum og bernes,,,,, og bjór,,, fullkomin blanda einhvernvegin, við fórum södd og ánægð,, góður félagskapur og góður matur,, ég var inspireraður af þessu og var með naut í kvöld en tala ekki um það ,, Mía svaf varla í nótt og ég þreyttur,, nennti ekki að elda og þá er alveg jafn gott að sleppa því,, ljósi punkturinn í dag var hins vegar að ég keypti reykta grálúðu,, ætla að vera með hana í forrétt á morgun þegar við förum í mat,, endalaust í mat ,,,, tala um það síðar,, við Rebekka áttum gott spjall um hann Magnús í kvöld,, það er martröð föðurs þegar dóttir hans og frumburður er farinn að meta aðra menn mér framar,, það er jafn asnalegt að níu ára strákur skuli ógna mér svona,,, ég gerðist svo djarfur að bjóða honum í heimsókn,, en Rebekka veit ekkert ömurlegra og það myndi jaðra við sjálfsmorð ef við tveir hittumst,,, og þá er það af því að ég gæti mögulega verið svo asnalegur,,, ég er 31 árs,, og ég man þegar mér fannst mínir foreldrar halló,, nú er það minn raunveruleiki að vera hallærislegur,, ég sem hélt að ég væri svo cool,,,
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
að éta franskar kartöflur með listamönnum er síðasta sort og hvernig væri að brúka Hornafjarðarkartöflur með smjöri?
hjalti (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.