Það borgar sig að vera góður,,,
21.7.2008 | 19:05
Um daginn fékk ég hringingu frá hóteli hér í borg þar sem var staddur franskur ferðamaður með sára verki, ég sótti hann á hótelið ,,, fór með hann uppá stofu,, lagaði verkina,, skilaði honum heim,, þegar kom að því að borga var nennið mitt búið þett var seint um kvöld ég sagði honum bara að senda mér eitthvað fínt frá Frakklandi þegar hann kæmi heim aftur,,, í dag kom sending frá honum,, í henni eru fjórar tegundir af sinnepi,,, confit de canard, foie gras,, Rilettes de canard,, Sausiesse flageolets og svo framvegis,, ásamt frönsku nammi,,,, heiðarlegustu viðskipti sem ég hef átt um ævina,,,
ég skal svo segja frá því þegar þetta verður borðað,,,,,
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 22.7.2008 kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Kæri frændi... Ef ég hringi í þig næst þegar ég er í bænum, nennir þú þá að skoða tennurnar mínar??? Ég skal senda þér eitthvað hornfirskt í staðinn eins og t.d. humarsúpu, lúru, smá bút af Vatnajökli, birki úr Lóninu(frábært að krydda lambakjöt með því), eða bara eitthvað annað því af nógu er að taka!!!! Kær kveðja til ykkar fjölskyldunnar. Sjáumst Ragga
Ragga frænka á Höfn... (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:51
Ég veit nákvæmlega hvenær þetta verður borðað...nefnilega á föstudaginn, því þá erum við Óskar í bænum. Veit reyndar ekki hvað helmingurinn af þessu er, en það verður bara enn meira spennandi
Frú Íris (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:45
Elsku frænka,, ég er til í það,,, hvað sem er. hafðu samband þegar þú kemur,,,,,
og Frú Arason,,, því miður verð ég staddur í Hrútafjarðará á föstudaginn,, en hvenær farið þið aftur heim?
Daði (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:19
sakna ykkar røusøinurnar møinar....oh eg er i færøjar!!!
Hanna (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.