OPIÐ BLOGG TIL BORGARSTJÓRANS.

Opið blogg til borgarstjórans

 

Kæra Borgarstýra.

 

Daði Hrafnkelsson heiti ég og er dyggur og duglegur þegn þinn í miðbæ Reykjavíkur.  VIð götuna mína er gott að búa, nema fyrir það eitt að við virðumst lögð í einelti af þínum þjónum Stöðumælavörðum og Lögreglumönnum reyndar líka.  Nú er eitthvað átak í gangi til að fá fólk til að hætta að leggja uppá gangstéttir og er það ágætt.  Það er gott fyrir þá sem eru gangandi.  Nú er svo komið að það eru varla bílastæði í götunni minni fyrir bílinn minn, það má teljast heppni að fá stæði innan hundrað metra frá íbúðarhúsinu mínu, og beint fyrir utan er fáheyrt, það gerðist reyndar tvisvar á síðasta ári hjá mér.  Því er um fáa kosti aðra en að leggja uppá gangstétt.  Verandi miðborgarbúi þarf ég að fara í bankann og pósthús í miðbænum, alltaf þarf ég að borga í stöðumæli, ef ég ætla á kaffihús þarf ég þess líka,  það er til að borga fyrir afnot af stæinu sem borgin er svo fallega búin að útbúa fyrir mig, en ég hef tekið eftir því  á ferð minni í Grafarvog um daginn að þar þarf fólk ekki að borga fyrir að nota stæðin, því velti ég því fyrir mér hvort þau hafi borgað meira fyrir þau en ég.  Værir þú til í að svara mér þvi, eða borgaði ég líka í stæðunum þar?  Er þetta kannski brot á jafnræðisreglunni frægu, kannski einhver löglærður gæti sagt mér það. Væri ekki sanngjarnt að allir þegnar þínir stórir og smáir borgi fyrir þessi stæði, eða enginn.  Ég á heima hérna, hér bý ég og veiti mannlífinu hér þátttöku.  Ef þetta er vandamál kæra Hanna Birna, komið þá með lausnina.  Væri ekki lausn að líta framhjá þessu, svona eins og útivistartíma barna,,ekki eru foreldrar barna sem eru úti eftir að þeim tíma lýkur sektaðir er það?  Það eru asnar sem brjóta ekki asnaleg lög.

Ég hef nú nýlega fengið 5000 króna sekt fyrir að leggja uppá gangstétt fyrir utan heima hjá mér.  HEIMA HJÁ MÉR!!!!!

 

Svar óskast kæra Hanna Birna.

 

Daði Hrafnkelsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flytja bara eitthvað annað.......það á enginn að eiga heima í 101, sorapittur satans

Óskar Ara (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:58

2 identicon

Heyr heyr

Sif (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:51

3 identicon

Já minn kæri þetta er vandamál og ég skil vel að þú sért fúll yfir þessu. En ég get sagt þér það að hér á Höfn eru engir stöðumælar og nóg af bílastæðum

Vonandi færðu svar og bót á þessum vanda, kveðja frá stöðumælalausum bæ úti á landi...Ragga

Ragga frænka... (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:06

4 identicon

kauptu þér hjól ! eða flyttu til Hornafjarðar ! aungvar stöðusektir hér og ég þarf að láta rífa úr mér endajaxlana - geturðu tekið tangirnar með þér næst þegar þú kíkir í heimsókn?

Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Það væri nær að þú kæmir til mín í sláturhúsið í RVK og við slítum þá úr þér þar minn kæri,,, JÆJA

Daði Hrafnkelsson, 6.9.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband