Stöðumælabyltingin

Það bólar ekkert á svari frá Borgarstýrunni, ég er farinn að halda að hún vilji ekki svara mér, þetta er nú samt á moggablogginu,,  hissa, jæja,,,, ég ætla samt ekki að láta deigan síga og hér hefst það.

 

Ég á lítið barn sem er á leikskóla, þar greiði ég að mínu viti alltof háan kostnað fyrir framtaksleysi stjórnvalda við að laga málin þrátt fyrir loforð í hverjum kosningum, ég ætti kannski að flytja í Garðabæinn þar sem þetta er á hreinu.  en ég velti fyrir mér og hér koma nokkrar spurningar til Hönnu Birnu

 

Borga ég meira fyrir plássið á leikskólanum, en sambærilegur heimilsfaðir í Grafarvoginum?

Borga ég meira í sund í sundhöllinni en sambærilegur sundmaður í Grafarvogslauginni?

Borga ég meira í strætó í miðbænum en í sambærilegan strætó í Grafarvogi? 

Borga ég meira í Borgarbókasafninu í miðbænum en sambærilegu bókasafni í Grafarvogi?

Borga ég meira fyrir sorphirðuna hér en sambærilega sorphirðu í Grafarvogi?

 

Svör óskast.

 

Því ef svo er ekki, þe ég og sambæringur minn í Grafarvogi erum að borga það sama þarna, af hverju borga ég þá meira fyrir malbikið, mitt er samt búið að vera hérna lengur og ætti að vera afskrifað hraðar en sambærilegt malbik í Grafarvogi.

 Ég hvet nú allt fólk til að commenta sem nenna því.

Daði 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband