Stöðumæla í úthverfin!!!!

Ég er algerlega að fá ógeð á Reykjavík.  Fólk í miðbænum fær ekki stæði fyrir utan heimilin sín.  Og löggan hefur ekkert betra að gera en að sekta þetta, bílarnir standa þarna yfir blánóttina.  Ég krefst þess að settir verði upp stöðumælar í úthverfin.  Er þetta ekki brot  á jafnræðisreglunni að miðbæjarbúar þurfi að búa við skattheimtu fyrir bílastæði en ekki aðrir?
mbl.is 40 bílar á gangstéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er fullkomlega sammála þér.  Það að búa í miðbænum á ekki að vera neitt öðruvísi en að búa í úthverfum

Helga Dís (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Ísdrottningin

Vissi fólk þetta ekki fyrir þegar það flutti í miðbæinn?

Ísdrottningin, 30.9.2008 kl. 10:58

3 identicon

Það má auðvitað segja að þetta sé ósamgjarnt, og að vissu leiti er þetta það, en það er samt ekki hægt að bera saman úthverfi og miðbæinn þegar það kemur að bílastæðum.

ég bý sjálfur í miðbænum og ég veit að ef öll bílastæði þar væri ókeipis væru þau í raun alltaf full því að meðan miðbærinn ef yfirfullur af verslunum, skemmtistöðum og öðru slíku er ekkert í úthverfunum nema heimili, og þetta er eitt af því sem það kostar okkur að vera í göngufæri frá flest allri þjónustu.

og helga: hvernig það "á" að vera að búa í miðbænum er spurning um skoðun, en það er á allann hátt óraunhæft að halda að það geti verið eins og að búa í úthverfi, því að eina leiðin til að það yrði þannig væri að fjarlæga allt sem gerir miðbæinn miðbæinn :P

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:35

4 identicon

Ég verð að segja að fólk sem býr í miðbænum ætti nú að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki sami staður og úthverfin. Þarna er minna um bílastæði og það er margt í miðbænum fyrir fólk að sækja (veitingastaðir, verslanir, skemmtistaðir o.s.frv.) ef fólk vill búa í miðbænum þá verður það bara að gera sér grein fyrir því að það gæti þurft að leggja aðeins frá heimili sínu.

Mér finnst verst letin í fólki í dag að það nennir enginn að labba lengur og leggur upp á gangstétt því þá þarf að ganga 10 skrefum lengra heldur en það hefði lagt í bílastæðið sem var laust. Þetta á ekki bara við miðbæinn heldur allsstaðar. Þetta gerir það að verkum að fólk getur ekki gengið á gangstéttum.

Gísli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Morten Lange

Já af hverju ekki stöðmælar alssstaðar.  Bílastæðin eru alls ekki ókeypis. 

Sá sem notar þetta landrými ætti að borga. Mætti svo sem gera með ýmis konar nýstárleg tækni, eða blöndu af miða-sjálfsölum  og áskriftarkortum.

Ef við verðleggjum ekki bílastæðin þá erum við í raun allir og þar með talið komandi kynslóðar að greiða niður eyðslu fyrir þá sem nota bilastæðin í dag.

Til er hópur sem hugsar á þessum nótum , þe jafnræði í samgöngum : www.billaus.is 

Morten Lange, 30.9.2008 kl. 13:19

6 identicon

Ég veit að það er ekki saman að líkja miðbæ og úthverfi, en þeir sem eru með íbúakort ættu að fá að vera í friði, við búum til samfélagið og mannlífið þarna.  Ég á lítil börn og það er óþolandi að þurfa að leggja langt í burtu, en kannski vill borgarstjóri bara barnlausan miðbæ og alla út í úthverfin.

Daði (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:18

7 identicon

Ég fékk stöðumælasekt af því ég lagði bílnum upp á gangstétt. En því miður var ekki annað í boði fyrir mig þar sem engin bílskúr, bílskúrsréttur né bílastæði fylgir minni íbúð. Það er greinilega verið að refsa mér vegna búsetu og efnahags. Má það? Í nýrri hverfum er þetta ekki vandamál þar fylgir íbúðum bílastæði. En ekki í Hlíðunum því þær voru byggðar á þeim tíma þegar bílaflotinn var ekki svona mikill. Engin bílastæði er að fá í götunni ef maður er að vinna eitthvað frameftir. Þetta er alltaf vandamál eftir kl. 18:00 á daginn í götunni minni. Það er bara öll stæði upptekin. Hvað á ég að gera svona  rétt yfir blá nóttina. Skrýtið að flokkurinn sem ég kaus og er ákkurat við stjórnartaumana er ekki með neinar lausnir fyrir mig.  Skamm, skamm þú  framdir lögbrot Hulda lagðir upp á gangstétt. En við höfum enga leið fyrir þig af því þú keyptir íbúð í Hlíðunum án bílastæðis. Humm, humm til hvers var ég að kjósa hélt að þetta fólk myndi hugsa um þetta fyrir mig. Koma með lausnir áður en mér er refsað og tékka síðan hvað ég hef einbeittan brotavilja.  En nei greinilega ekki. Þetta þætti svakalega léleg uppeldisaðferð. Það er t.d. skynsamlegt að  setja bleyjuna á krakkann áður en hann pissar á gólfið. Getur það ver að gatna og skipulagsmál séu í lamasessi í borginni?  En skrýtnasta við þetta allt saman er svo þetta. Ég fékk sektina mína kl. 03:17 í nótt þá fattaði lögreglan að ég hafði lagt upp á gangstétt. Ég var semsagt að fremja mitt lögbrot í fasta svefni. Vá, og svo segir í frétt Mbl. að lögreglan hafi verið að sekta fólk að kvöldlagi og þessir bílar á gangstéttinni væru að hefta ferðir gangandi fólks. HA eru svona margir í Hlíðunum að ganga í svefni? Ég ætti kannski að finna til meira öryggis vitandi af löggu á vegum Bílastæðasjóðs vappandi í mínu hverfi að næturlagi sektandi gangstéttarfantana sem hafa ekki einu sinni rétt til þess að leggja nálægt heimili sínu. Svona fólk á bara að selja bílana í kreppunni og taka strætó. Og þá loksins þegar búið er að fækka bílum landsmanna niður í ekki neitt þá er hægt að leggja niður Bílastæðasjóð og hinir efnameiri geta haldið áfram að leggja í bílskúrunum sínum og einkastæðum.  Síðan þegar Bílastæðasjóður er búin að tortíma sjálfum sér með sínum eigin aðgerðum þá getur Lögreglan loksins fengið frið til að eiga við alvöru glæpamenn.

Hulda Gestsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:19

8 identicon

Frábær pistill Hulda.  Svona líður mér nákvæmlega

Daði (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Morten Lange

Hulda : Lausn sjálfstæðisflokss ætti sennilega að vera að verðleggja bílastæðin meira í samræmi við eftirspurn ? Ef skortur er á einhverjum gæðum þá hækkar verðið vanalega í markaðshagkerfi.  Ég legg til að þú spyrjir fulltþrúa  þína hvort þetta sé ekki fær leið. Og spyrja þá og Bílastæðasjóð um hvar þú getur lagt.  Við  Krigluna ?  

Morten Lange, 30.9.2008 kl. 16:41

10 identicon

Sem íbúi í Hlíðunum sem gjarnan er á ferð gangandi eða  hjólandi seint á kvöldin, þá eru bílarnir á gangstéttunum miklu hættulegri yfir nóttina, þegar erfiðara er að sjá þá. Rök fyrir því að það sé þess vegna allt í lagi að leggja stein í götu annarra vegfaranda yfir nótt eru því bara prump og bera merki um takmarkaðan félagsþroska og tillitssemi.

Haukur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband