Sniglaveisla,,ásamt Breiðdælskum urriða og Trufflurisotto,,,
27.10.2008 | 21:27
Það er sunnudagur,,, mér hefur aldrei liðið meira eins og á sunnudegi held ég,,búinn að vera inni alla helgina með Míu til að reyna að ná úr henni kvefinu,, held að það hafi lukkast,,, í gær var ég með kjúkling og í kvöld langaði mig að gera eitthvað fínna.
Sniglaveisla.
Sniglar úr dós,, það góða við þessa snigla er að það þarf bara að hita þá í ofni,,, þannig að ég bræddi saman hvítlauk, ferskt basil, sérsaltað smjör ásamt smá chili, og maldonsalti og blandaði þessu saman við sniglana, steikti þá síðan í ofninum í 10 mínútur á 200 gráðum.
Urriðan veiddum við Rebekka í Breiðdalsánni í sumar. þeir voru ekkert sérstaklega stórir en góðir. ég flakaði tvo en sá svo eftir því því mér finnst fallegra að borða þá heila,,, þannig fæ ég líka soð úr beinunum og hausnum, ég saxaði saman, ferska salvíu, rósmarín, hvítlauk, chili, sítrónusafa og smjög í eldfast mót, kryddaði flökin með salt og pipar, tróð heilum greinum af rósmarín og salvíu inní holið á þeim sem er heill og eldaði í 15 mínútur í ofni við 200 gráður.
Risottoið að þessu sinni er frekar auðvelt,, maður kaupir bara hrísgrjónin í Hagkaup (partur af ítölsku línunni þeirra) og í svona 70 gr af smjöri brúnar maður þau í svona 3 mín, svo bætt hálfum líter af soði saman við hægt og bítandi eins og allir risottoaðdáendur vita,,,,
Með þessu var svo salat úr því sem var til,, ég átti engin vín með þessu svo bjór var látinn duga,,
Jón Atli var í mat hjá okkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 2.11.2008 kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.