Ógeðslega vondur matur í dag,,,,

ass 213Það er búið að vera skemmtilegt matarlega séð undanfarið,, fór í Konfektgerð til Sævars og Hrannar,, við Sævar vorum reynar mest í að slaka á og vera með börnin meðan konurnar konfekteruðu,,,  þeim var að vísu stjórnað með styrkri hönd E Bridde konfektgerðarmeistara,, og það má sjá að þar fer fagmaður,,,, ég lærði talsvert af honum sem ég hlakka til að nota síðar í mína eigin konfektgerð,,,, síðan komu vinir okkar Óskar og Írís Hornfirðingar í mat,, þar sem ég var með Steiktar aliandabringur með Kanilrauðkáli og kartöflum,, hef verið með þá uppskrift áður hér svo nú ætla ég bara að setja sósuna inn því hún var algerlega geðveik,

 

Mýkt í andafitu, hvítlaukur, skarlottlaukur, og ferkst chili,,, þegar það er orðið mjúkt setti ég feitan rjóma útí og andalifrarpaté,, sem ég keypti á spáni fyrir löngu en fæst hér allsstaðar held ég,,,,, bætti svo engiferi og gráðosti plús oscar villibráðarkrafti, þessum fljótandi samanvið  og setti í blandara til að frauða hana dáldið,, algerlega fáránlega góð sósa,,,,

Á laugardaginn fór ég svo að sjá frumburðinn hana Rebekku mína spila á jólatónleikum í Grindavik,, hún sveik mig ekki frekar en fyrri daginn,, hún var fín og spilaði vel,, hún er efnileg,, ég elska hana,,,

ass 234

Í dag var erfiður dagur í vinnu,,, ég var með mína stærstu aðgerð so far á stofunni og ég var vel undirbúinn,,, en það voru erfiðleikar,, minna bein en ég bjóst við,, og kinnbeinsholan stærri og svona,, endaði í næstum fimmtíma aðgerð,, en heppnaðist vonum framar,, það er það sem skiptir máli,,, ég var því þreyttur þegar ég kom heim,, og maturinn í kvöld var viðbjóður,, ég gerði mitt eigið satai,, sem var fínt,, en fiskurinn var of saltur,,, hrísgrjónin of lítið soðin,,, og svona,,,ég fór bara í bað og er að fara að sofa,, Mogwai er enn að drepa mig ,, þetta er æðisleg plata,, mæli með henni stöðugt,,,

 

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála með matinn á föstudaginn...rosalega góður...þvílík stemmning...en því miður var þetta óætt í gær...ekki við öðru að búast svo sem en við reyndum í kreppunni og því miður of  salt..enginn kreppufimma fyrir því hahaha

Herborg Drífa Jónasdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Vá, þessi sósa hljómar óheyrilega vel!

En fyndið, maturinn minn misheppnaðis líka í gær eða eins og kærastinn minn orðaði það, "maður getur ekki eldað winner í hvert skipti"

Verð að prófa þessa sósu!

Soffía Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 11:59

3 identicon

Hey ertu búinn að heyra Ólaf Arnalds diskinn?

Stefan frændi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:07

4 identicon

Nei ,,, ég vissi ekki að hann væri kominn með nýja plötu,,, ég er búinn að spila hina endalaust,,, ,,

Daði (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband