Porterhouse steik með bernaise og frönskum,,,,
11.12.2008 | 20:41
Mía mín er veik,, fékk hita í gær og þá verður einhver að vera heima,, Herborg var í morgun og ég skipti í hádeginu,, reyndar nær tvö,, dróst vinnudagurinn eitthvað,,, Það er brjálað að gera í vinnunni,, það er engin kreppa enn hjá okkur það er víst,,, ég er búinn að útskrifa stór keis í vikunni og það hefur allt gengið vonum framar ,, það hafa verið tvær aðgerðir á Borgarspítalanum í vikunni,, bæði acut sýkingar sú seinni kl hálf t
ólf í gærkveldi,,, ég var sjálfur eitthvað hálf slappur í dag svo ég náði mér í steik,,, stundum þarf maður bara að fá steik,, það eina sem var vont við matinn í kvöld var sósan,,, ég kann ekki enn að gera góða bernaise sósu,, EINHVER;,, Ég fékk gullfallegar porterhouse steikur í Nóatúni,, (kostuðu ekki nema fimm þúsund fyrir tvo,, ógeðslegt rán) en Porterhouse er í raun T bone nema tekið aðeins aftar af skepnunni en T beinið,, og þetta kjöt er að mestu laust við Collagen þannig að eldunartími getur verið mjög stuttur en verið meirt og djúsí,,,,, Ég lagði það meira segja á mig að grilla steikina í storminum,,,, ég var með týpiskar franskar,, Bökunarkartöflur skornar í strimla,, settar í ofnskúffu með andafitu og salti,,, og bakað,,, maturinn var frábær,,, safinn úr kjötinu bjargaði sósunni frá því að eyðileggja matinn,,,, ég átti ekki rauðvín og fékk mér bjór með þessu,, vantaði bara hlýrabolinn og heimilsofbeldið í matartímann,,,
Ég er kominn með nokkrar jólagjafir sem mig langar í,,, samt eiginlega bara eina,, heitreykingarofn og dýran og flottan mat,,
Laters,,,
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ég ætlaði að gera Bernaise um dagin því ég hef ekki fundið hana tilbúna neinsstaðar hér í Madrid, en endaði svo aldrei á að gera hana.
Ég á hinsvegar TXT skjal með fullt af útgáfum og ráðum sem ég googlaði ef þú hefur áhuga á að ég sendi þér á email.
Þetta var eitt að því sem ég tók niður:
The secret to bearnaise sauce is adding one liquid to another in a slow, steady stream while whisking vigorously. This method is necessary because its ingredients don't mix easily. The same is true of hollandaise sauce and mayonnaise - all three are known as emulsion sauces.
Soffía Gísladóttir, 12.12.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.