Rjúpnaveislan,,,,

Rjúpur

Við byrjuðum daginn á beikoni og eggjum fjölskyldan,,, fórum síðan í kirkjugarðinn þar sem tengdafaðir minn ber beinin og reyndum að kveikja á kerti en það var of mikið rok,,,, ég gerði rauðkálið í gær,, það er á hefðbundinn máta,,

 Rauðkál.

Tveir hausar frekar litlir skornir í þunnar ræmur,, tveir stilkar sellerí skorið í þunnar ræmur líka,,, steikt saman í smjöri og olíu með kanilstöng, ég brá útaf vananum og skar niður chili og hvítlauk og steikti með,, og setti skvettu af hvítvínsediki ,,,,, ég steiki þetta í svona 10 mínútur á pönnu og set svo í ofninn undir álpappír í svona einn og hálfan tíma,, ég enda svo alltaf á því að setja sultu í þetta til að sæta þetta aðeins,,

Hvítkál.

Tveir hausar skornir í þunnar ræmur og steiktir í smjöri og sykraðir smá,,,, Ekki flókið.

Rjúpurnar.

Að þessu sinni er ég með bæði skoskar og íslenskar rjúpur því eins og Rjúpurþeir sem lesa þetta blogg þá fékk ég ekki nema tvær í ár,, Gauti bróðir reddaði mér og Skotland líka,,,, ég hirði að sjálfsögðu lifur, fóarn hálsinn og hjarta úr kvikindunum,,, ég steikti þær með salti og pipar,, ekkert nýtt þar,, en í ár ákvað ég að sjóða þær á gamla mátann í svona einn klukkutíma eins og mamma því hún og pabbi og Ragga eru að koma í mat,,, ,

Sósan,

Ég steikti hálsana, hreinsuð fóörnin, lifrar og hjörtu í smjöri og salti, skar smátt einn lauk og tvo stóra hvítlauksgeira og steikti með,,, ég tók síðan lifrarnar frá úr sarpinumog laukinn, hitt fór í pottinn með rjúpunum. Lifrar og laukur var maukað í matvinnsluvél og verður grunnurinn að sósunni.  Fyrir extra kraft þá hirti ég  kornið úr sarpinum á tveimur rjúpum og lét renna í gegnum kaffivélina hjá mér sjá mynd,, það kom vel út,, mæli með því eflaust líka hægt að nota tesíu   Mamma kom svo og sa um restina,, 

Kartöflur.

Hefðbundnar brúnaðar kartöflur,, ég sýð þær reyndar alltaf í blöndu af sykri, vatni og rjóma , þar til þær karamelliserast,,,

Laufabrauðið kom síðan úr búðinni.....

 

KokkurinnMaturinn var frábær,, geysilega vel heppnaður í alla staði,, fannst mér,,, félagsskapurinn var góður og gjafirnar líka,,, ég fékk haug af gjöfum og var ánægður með þær allar ,,,ég fékk ansi mikið í eldhúsið eins og gefur að skilja,,, fábærar matreiðslubækur og áhöld,, mest spennandi var þó heitreykingar græjan,,, hlakka til að prófa hana,,

 

Gleðileg jól allir saman,, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband