Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Við erum svartir við erum hvítir....
29.7.2008 | 23:01
Það var alveg fáránlegt veður í dag, 20 stiga hiti í Reykjavíkinni og mígandi blíða.... jæja,,
ég skrapp á völlinn í fyrsta skipti í langan tíma og það er alltaf jafn gaman að sjá stórveldið KR spila. já standiði upp fyrir stórveldinu,,, Við tókum á Fjölnismönnum eins og deigi í lúkunum á okkur. Við unnum stórsigur 2 núll og segja má að aldregi hafi fótbolti verið á hærra plani en þegar Knattspyrnufélagið spilar.
Áfram KR.
Hrútafjarðaráin
27.7.2008 | 16:19
Ég er búinn að vera í hrútafjarðaránni í þrjá daga núna með Sævari og fleirum, við vorum alls sex manns með þrjár stangir, Við Sævar veiddum einn en misstum þrjá,, á íslensku þýðir það að við veiddum fjóra en slepptum þremur. Það var reyndar Sævar sem veiddi þá alla en ég var mikil andleg hjálp á bakkanum og stóð mig ágætlega með háfinn þó svo að tveir hafi sloppið við háfun,, það er komið nýtt nick á mig sem er Daði hávaði,, ha ha h ah aha ha ..................... það bætist við klassíkera eins og Daði graði er í baði úti á hlaði með súkkulaði,, eða daði spaði,, eða Daði hraði,,, la la la, jæja,,,, maturinn var fínn, fimmtudagskvöldið byrjaði með Sushi og grilluðum túnfiski og fiskispjótum ásamt 2000 módeli af Pouilly Fuissé. Í hádeginu var alltaf hamborgari og á föstudagskvöldinu var stórsteik. Naut og bernaise,,, man ekki hvað var að drekka með þessu öllu saman því ég var svo þreyttur,, það er erfið vinna að vera að veiða svona. Veiðihúsið þarna státar af forláta arni sem á engan sinn líkan á íslandi held ég,, þetta var frábær ferð, ég á Sævar mikið að þakka og þetta er enn eitt sem bætist í sarpinn.
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiði í Hrútafjarðará...
24.7.2008 | 13:07
Það er komið sumarfrí,, þe formlegt frí,, ég er búinn að taka mér nokkra daga svona í sumar,,, Aldrei spurði ég mömmu er frábær plata sem allir verða að eiga,, já það er komið sumar,,, ég er að fara í Hrútafjarðará í laxveiði með Sævari og fleiri tannlæknum, ég vona að ég veiði loksins eitthvað,,,, já og maturinn verður ekki af verri endanum,, humar og nautalund,,, eðalvín og ostar,,,, lal la l la la a gæti verið byrjunin á lagi,, jæja,, mér leiðist ,, ég er farinn að veiða,,
ciao
Vikunámskeið og maturinn,,,
22.7.2008 | 21:37
Það er búið að vera strembin en skemmtileg síðasta vikan,, svo strembin var hún að ég er rétt svo að geta talað um hana núna, ég var staddur á Straumann tannplantaþingi sem Dr. Bjarni Pjetursson sá um og komu þar afar merkir fyrirlesara saman og kenndu okkur aulunum fagið, ég tel mig hafa lært mikið af þessu og er þessu fólki þakklátur, Það sem var merkilegra við þetta allt saman var matarveislan sem svona þing eru, öll hádegi var borðað á VOX, þar flippaði maður út á valkostunum eins og Megas segir,, ég borðaði sushi, hráskinku, steinbít og saltfist í hvert mál, um kvöldin var yfirleitt eitthvað að gera líka, við fórum á Eyrabakka á Rauða Húsið í humarveislu, humarinn var of látlaus, ég vil hafa mikið bragð af svona fiski og hafa hann lítið eldaðan, það var samt hin mesta veisla og hvítvínsdrykkjan tók toll daginn eftir. Við fórum líka í Bláa lónið og borðuðum þar hádegismat einn daginn, fengum alltof salta súpu, hreinlega gerð úr bláa lóninu held ég, og svo saltfisk, ég var þunnur þennan dag líka eftir Brúðkaup Sifjar og Arnars. Súpunni fylgdi svo saltfiskur eins og hann verður bestur, stór stykki og seig. Við borðuðum líka á Hótel Geysi en það hlaðborð var mikil vonbrigði og verð ég að segja að verri mat hef ég sjaldan fengið. En toppurinn var bleikjan á Nesjavöllum, held þetta hafi verið þingvalla bleikja af einhverri tegund og hún var algerlega geðveik. Ég hef verið að hlusta á Sigurrós undanfarið og þessi plata er góð, ég finn mig samt meira vera að hlusta á Ólaf Arnalds enn og aftur.
Það er að koma sumarfrí og þá ætlum við Vestur með vinum okkar frá Bretlandi. Læt í mér heyra.
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það borgar sig að vera góður,,,
21.7.2008 | 19:05
Um daginn fékk ég hringingu frá hóteli hér í borg þar sem var staddur franskur ferðamaður með sára verki, ég sótti hann á hótelið ,,, fór með hann uppá stofu,, lagaði verkina,, skilaði honum heim,, þegar kom að því að borga var nennið mitt búið þett var seint um kvöld ég sagði honum bara að senda mér eitthvað fínt frá Frakklandi þegar hann kæmi heim aftur,,, í dag kom sending frá honum,, í henni eru fjórar tegundir af sinnepi,,, confit de canard, foie gras,, Rilettes de canard,, Sausiesse flageolets og svo framvegis,, ásamt frönsku nammi,,,, heiðarlegustu viðskipti sem ég hef átt um ævina,,,
ég skal svo segja frá því þegar þetta verður borðað,,,,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt 22.7.2008 kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kóbíbíf borgari með trufflu og fois gras á ORANGE...
13.7.2008 | 21:43
Jæja,, ég er að reyna að tala meira hér eftir mögur ár undanfarið,,, Arnar vinur minn var steggjaður um daginn en ég komst ekki þar sem ég var staddur á Breiðdalsvík í rigningunni,, ég bauð honum því til sárabóta á ORANGE þar sem við fengum okkur hinn fræga og dýra Kobe beef hamborgara með trufflu og fois gras,, já og kampavíni,,, Staðurinn sjálfur er ógeðslega gay,,, innréttingarnar tilgerðarlegar og þreyttar,, en þjónustan var fín,,,