Grasekkill,,,,

Rebbý skebbí skí,,,,, lebbí,,,Þar sem allar stelpurnar mínar eru á Íslandi, erum við Miles D Daðason einir í kotinu,, ég hef notað tímann vel,, ég þreif allt andahúsið hátt og lágt, skipti um hey undir þær og þreif matardallinn vel,, það ætti því að fara vel um Johnny og hans ektafrúr endurnar,, ég hef farið reglulega til að tékka á eggjunum mínum í útungaranum og snúið þeim þrisvar á sólarhring, ég er með áhyggjur af því að það sé of heitt hjá þeim,, of rakt, og svo framvegis, en það á allt að vera eftir kúnsatinnar reglum þarna.  Ég hélt að ég mætti búast við uþb 8 til 12 eggjum frá hverri önd en það eru aðeins 12 egg í kassanum, svo mig fór að gruna hið versta, það gæti verið eitt af þrennu, Johnny hefur ekki verið að standa sig í rómantíkinni, Endurnar séu latar að verpa og í rauninni aðeins ein þeirra að því,, eða að þær séu með hreiður út í garði, ég fór því í ítarlegan rannsóknarleiðangur um garðinn, og fann mér Nína litla,, lítiltil mikillar gremju hreiður með eggjaskurn,, Herra Refur hefur verið á ferli og étið eggin sem þangað hafa farið,, ég var því reglulegur gestur við hreiðrið í dag og fann þar að lokum eitt egg sem kom í dag,,  Ég er því miður mín yfir lélegum móðureiginleikum andanna, og sérstaklega beinist reiði mín að Johnny sem ekki er að halda þeim við efnið.  Við Miles höfum haft það gott í kvenmannsleysinu, við borðum bara og drekkum og sofum, það hefur verið dagskráin í dag,, auk einstaka bóndastörfum eins og að þrífa Andahúsið, bera inn eldivið og reita arfa,,   Það tók athyglina mína frá lélegu fjölskyldulífi Andanna að fyrstu baunirnar eru farnar að teygja sig móti sólinni (sem hefur reyndar verið lítið af undanfarið) ég hef aldrei ræktað baunir áður og er því spenntur, Rauðlaukurinn er líka farinn að koma upp en það verður einhver mið eftir hinu.

 

Á morgun koma vinir mínir í heimsókn, þá ætla ég að vera með veislu og reyna mig við að baka súkkulaðitertu,, meira um það síðar.

Ég sakna stelpnanna mikið og hlakka til að fá þær heim,,, glatað að vera svona einn,,,

 

Kveð með smá sumartónum,,,

 

Mía mín


Útungunarkassi 101,,,

Miles Davies Daðasonég las það á netinu að best sé að láta endurnar bíða í viku áður en eggin eru tekin undan þeim og sett í útungunarkassa,,, ég viðkenni að það var mér ofviða og eftir fjóra daga tók ég eggin, og þau sem hafa komið þaðan í frá,, ég vil ekki eiga það á hættu að ekki aðeins fá enga unga ,, heldur engin egg að borða,, ég ákvað þó að borða þau ekki heldur smíða útúngunarkassa fyrir þau,, það er auðveldara en ég hélt,,LÆRÐI TAÐ HJÁ GAURNUM Í VÍDEÓINU,,,ég átti gamlan frauðkassa  í lokið á honum geri ég stórt ferhyrnt gat sem passa gler sem ég stal úr myndaramma sem Herborg átti,,, gerði gat á hliðina fyrir lampa,, hænsnanet sett í botninn ásamt steinum til að draga í sig hita og vatnsfat til að viðhalda raka á eggjunum,, ég er svo sofinn og vakinn í því að skoða þetta og sjá hvort ekki sé allt í lagi.. sný eggjunum þrisvar sinnum á dag og merki við hvað eru komnir margir dagar síðan eggin fóru í kassann,,

 Daði


Endurnar mínar vilja ekki sitja á eggjunum,,

Ég hef undanfarna daga farið mörgumsinnum á dag til að athuga með endurnar, ég hef verið að bíða eftir því að fá egg,, í morgun var því sérstaklega ánægjulegur dagur þegar ég komst að því að þrjú egg voru komin í tvö hreiður í andahúsinu,,, það var því erfitt að fara í vinnuna og vita að ég kæmist ekki heim til að sinna ljósmóðurhlutverkinu fyrr en um kvöldið,, ég lagði því línurnar fyrir Herborgu,, sjá til þess að það sé nóg fæði, nóg að drekka og kíkja á þær reglulega til að athuga hvort þær væru ekki að sitja á eggjunum,,, Þegar ég svo komst að því að mæðurnar hafi meiri áhuga á að baða sig niðri í tjörn en að hita eggjunum varð ég fyrir miklum vonbrigðum,,, fann jafnvel fyrir smá reiði í þeirra garð,,  ég stormaði því snemma út í kvöld og læsti þær inni,, Johnny var með kjaft út af því en ég er jafnvel enn reiðari við hann fyrir að standa sig ekki í föðurhlutverkinu,,,, ég verð að segja að ég þarf sérfræðihjálp,,  það versta er að ég er að fara heim til Íslands á morgun,, ég get ekki haft stjórn á þessu fyrr en á Sunnudaginn,, Kamilla ætlar að vera andahirðir á meðan,,,   Ég lagaði eggin til í hreiðrunum til að gera þau kræsilegri til að liggja á og færði matinn nær,, allt til að fá mæðurnar til að sinna eggjunum,,, en ég veit líklega ekki fyrr en á morgun hvað gerist,, get bara krossað fingurna og vonað,,,,

 kveðjur frá kvíðafullum andapabba,,,,

Daði,,,,


Risahörpudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,,

Costa del Lumby,,,

 

Það má segja að það hafi verið miðjarðarhafsblíða hér alla síðustu viku,,, hver dagur heitasti dagur ársins segja þeir í dönsku pressunn,, það hefur því verið erfitt að sitja við aðgerðarstólinn og komast ekki út til að njóta blíðunnar,, það var því  dæmigert að þegar ég kemst í frí þá komi rigning og kuldi yfir Fjón,,, það breytir hins vegar ekki ætlun minni að halda áfram með eldhúsgarðinn,,, Það var því með ákveðnum semingi sem ég fór í regngallann í morgun til þess að halda áfram með verkefnið,, það þýðir þrjú beð í viðbót,, smíðuð,, hellulagt í kringum þau og sáð, í eitt setti ég rauðlauk í helminginn og súkkíni í hinn,, og svo baunir,, ,, ég setti auk þess gulrætur í beð sem ég er með til hliðar,,

að öðru,,,,

Danir hafa verið að fara í taugarnar á mér undanfarið,, ég hef komist að því að það er erfitt að vera dani,,, þeir eru alltaf hræddir,, þeir eru alltaf taugaveiklaðir,, það gæti verið að einhver hafi það betra en þeir,, það gæti verið að einhver sé að græða nokkrar aukakrónur sem þeir vita ekki af,, kannski,, já kannski ,, jafnvel gæti einhver átt dýrari bíl en þeir,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,   það hlýtur að vera erfitt að vera alltaf svona hræddur eins og danir,, það er rétt sem maðurinn sagði ,, danir eru ekki ligeglad,, þeir eru óþolandi fýlupúkar ,, en ég er hér til að breyta því ,,,

 

 í gær var ég með Hörpudisk sem ég keypti hjá Fisksalanum,,,

Risahörðudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,

Rick Stein er nýja hetja mín,, ég hef vitað um hann lengi,, ég sá hann fyrst á French Odessey sem var sýnt á RÚV fyrir mörgum árum og mig hefur alltaf langað að vera eins og hann,,, nú er ég búinn að vera að horfa á þættina hans hvern á fætur öðrum og langar bara í fisk,, endalaust af fisk,, hann er Úlfar á þrem frökkum þeirra Breta,, og hann er svo ótrúlega vingjarnlegur maður að því virðist í þessum þáttum hans,, hann kann að meta allt fólk,,

já og Ormurinn sem borðar bara mold,, er ímyndarfórnarlamb sem á stóran þátt í því að koma einhverju niður í Míu mína,,, sem veit ekkert leiðinlegra en að borða,,,,, 

Ég skar niður þrjá tómata í óreglulega bita og set í botninn á eldföstu móti,, þerra síðan hörpudiskinn og steiki í mínútu á hvorri hlið,, salta og pipra,, ekkert meira,,  á sömu pönnu þá svita ég lauk, hvítlauk,  .,,,,,,,,,,,,,mmm já og  chili,, og þegar þetta er orðið milt set ég hálft glas af hvítvíni í mig og hálft á pönnuna,, leyfi áfenginu að hverfa og bæti þá í rjóma,, að lokum set ég ferskt timjan og ferskt rósmarín smátt saxað útí og hræri smá,,,,,, þessu helli ég yfir fiskinn og tómatana,,,, ég sauð smá spagetti til að hafa on the side ,, og heimalagað franskbrauð,,,

svo kemur hér að lokum lag sem hefur verið með mér frá Klapparstíg 17,, stend alltaf í þökk við Sigga fyrir svo margt,, en fyrst og fremst að hafa kynnt mig fyrir Tom Waits,,,

þetta vídeó er jafn gamalt og ég,,,

 

Daði


Kræklingur í hvítlauk,,, og Lax,,,

blogg myndir 001Það er erfitt að fá góðan fisk hér á Fjóni,, sem er afar skrítið þar sem þetta er eyja,,, Ég hef meira að segja verið að fljúga með frosinn fisk milli Íslands og Danmerkur þegar ég hef verið að fara heim að vinna,,, allavega,,,við höfum verið að leyta að fiskbúð hér sem virkar og fundum eina,, sem allavega dugar í bili,, hún er niðri í Odense,,, er á leiðinni heim úr vinnunni,,, og hefur einhvern rómantískan sjarma,, þarna er bara einn maður að vinna,, eigandinn býst ég við,, það er frekar einfalt úrval í boði og spennandi fyrir mig,, hef ekki mikla reynslu af álum og fiski úr Viktoríuvatni enn sem komið er,, svo er hægt að fá reyktan Lax,,, reykt hrogn,, og allar tegundir af Síld,, svo selur hann Hvítvín og bara eina tegund,, Það hefur þó verið erfitt að fá Herborgu til að vera ævintýragjörn í fiskivali og því er Kræklingur og Lax ekkert rosalega nýmóðins,, en þetta kemur,,   ég hef verið að horfa mikið á Rick Stein undanfarið og er voðalega innblásinn fiskielskandi þessa dagana,, er nýbúinn með innblástið danskt svínakjötstímabil svo ég held að blóðrásarkerfið mitt sé ánægt með nýju þráhyggjuna,, lifrin er fuckt eatherway,,,

 

 

 

Kræklingur í Hvítvíni....

 ég man einhverntíma fórum við Herborg uppí Hvalfjörð að tína krækling þegar við vorum nýbyrjuð kræklingursaman,, ég veit ekki alveg hvað hún var að hugsa að vera kominn með þennan nörda kærasta en afrakstuinn var botnfylli af kræklingi í skúringarfötu,, kannski ca kíló,,, þessi maturvar síðan eldaður samdægurs og gat því ekki verið ferskari,,né eftirminnilegri,, við tölum um þennan dag ca þrisvar á ári og gerum eflaust alltaf,, ég saxa niður slatta af hvítlauk,, slatta af engiferi,, slatta af ferskum rauðum chili,, og slatta af fersku rósmaríni ( átti ekki basil í þetta skiptið)  allt eftir smekk,, á háum hita svita ég kryddið í svona mínutu og set svo kræklinginn útí,, velti honum um í svona hálfa mín og set svo hvítvín yfir allt saman og sýð þar til kræklingurinn er búinn að opna sig,,,, borðað með góðu brauði,, parmasean osti,, og meira hvítvíni,,,,

 

laxinnLaxinn,,,,

 mig langaði í Viktoríufiskinn fyrir þennan rétt en lenti undir og lax er málið,, Ég reyndar elska lax,, hann er alltaf góður,, þó hann sé bara soðinn með smjöri og kartöflum er hann ógeðslega góður,, en ég lagði aðeins meira í þetta í kvöld,,, þetta er einhver blanda af asískum og ítölskum áhrifum,, í eldfast mót set ég olíu og smjör og sojasósu,, niðurskorið sellerí,,, grænar og svartar olífur,,, laxinn sem er kryddaður með kóríanderfræjum sem hafa verið mulin í mortelinu,,,, svo er sett á hann Pestó,, og soðnar kartöflur og soðnar gulrætur,,   sama brauðið,, sami parmasean osturinn og sama hvítvínið,,,

kærar kveðjur,,,

 Daði,,,


Eldhúsgarðurinn,,,,

eldhusgardurHúsinu okkar fylgir risastór garður, og í einu horninu er ég að útbúa eldhúsgarð fjölskyldunnar,,,,það hefur lengi verið draumur hjá mér að eignast stóran fallegan eldhúsgarð,, ég hef verið með þessa garðyrkjuþráhyggju síðan ég var barn,,, og nú virðist þetta loksins ætla að rætast,, Lars Gram vinur minn hér í Lumby kom á dráttarvélinni og snéri við moldinni fyrir mig þar sem garðurinn hefur ekki verið notaður í mörg ár og ég er byrjaður að byggja hækkuð beð og helluleggja,,, ég er búinn að planta í hann kartöflum og parnips,, sykurbaunum og blaðlauk, og tvennskonar káli,,, hef talsverðar áhyggjur af gæðunum á moldinni,, finnst hún vera frekar leirkennd og hef því verið að reyna að blanda hana með rotnandi garðúrgangi, allavega í botninn á beðunum, ég er með Compost í gangi sem kemur í garðinn næsta sumar og veit þannig að það verður góð uppskera þá en óvíst með þetta sumar,,,það er þó mikil vinna eftir,, það er ótrúlega mikið af rótum í moldinni sem þarf að fjarlægja og það komast örugglega um fimmtán beð í viðbót í hann og í kringum þau þarf mikið af hellum til að eldhusgardur 2þetta looki nú örugglega eins og ég vil hafa þetta,, svo er ég byrjaður að leggja grunninn að Polytunneli (eins konar gróðurhús), annars var stórkostlegur dagur í gær,, steikjandi hiti og það má sjá á gróðrinum að sumarið er komið,, blómin eru sprungin út og það eru komin blóm á eplatrén,, Það er hins vegar frústrerandi að vera andapabbi eins og áður hefur komið fram, og er ég stórlega farinn að efast um getu Steggsins Johnny í hjónalífinu, ég hef þó tekið eftir breytingum á hegðun andanna minna,, þær eru hættar að vera vinkonur og farnar að slást um allt mögulegt, í gær skar ein þeirra sig frá hópnum og eyddi deginum nánast ein við þvott og svefn,, vona bara að hún sé að búa sig undir að verpa,,,  ég verð að segja að ég hlakka til að takast á við ljósmóðurhlutverkið og þarf að þrífa andahúsið og bæta á hálminn svo það fari vel um ungana þegar þeir loksins koma,, Af fjölskyldunni minni er gott að frétta,, við erum í postprófasjokki eftir að Herborg lauk prófinu og liður vel,,, Mía er farin að gera tilraunir við að hætta á bleyjunni,, ætti að vera löngu hætt en foreldrarnir eru of latir,, Nína Sif er feit og pattaraleg,, og okkur liður vel,, það er þó pínu sorglegt að Kamilla hefur ákveðið að fara heim í næsta mánuði og eyða sumrinu á Íslandi, hennar verður saknað,,,

sma snilld ad lokum

Kv Daði


Drottningin hundraðogsextíuára,,,Herborg búin í prófi,, Johnny og ég,,,

Það er farið að fara í taugarnar á mér að það séu ekki komin nein egg,, það tekur á taugarnar að vera bóndi,,, Endurnar eru farnar að venjast mér,, þegar þær sjá mig koma held ég reyndar að þær sjái risastóran hamborgara,, þær tengja mig bara við mat,, þeim þykir ekkert vænt um mig held ég,, ég hef þó reynt mikið til að öðlast ást þeirra,, sérstaklega er Johnny illa við mig,, hann hvæsir á mig í hvert skipti sem ég kem ,,, er að spá í að ná í dýrasálfræðing til að settla málin milli manns og andar,,, Drottningin átti afmæli um daginn,, viðraði það við nokkra dani hvað það er fáránlegt að hafa drottningu,, það dýrmætteina sem ég fékk til baka var að maðurinn hennar hefur áhuga á litlum strákum og að hún sé í rauninni lesbía,, ég græddi samt á þessu afmæli,, Constantin collegi minn færði mér vín sem var lagað sérstaklega í tilefni afmælisins,, sérgert úr prívatplantekur prins Henriks,, hlakka til að smakka það,,,  Herborg kláraði prófið sitt í dag,, við tókum því daginn snemma og keyrðum til CPH,, við Kamilla og börnin tókum hring í Kristjaníu meðan Herb kláraði prófið í sendiráðinu,,, það væri viðskiptahugmynd að opna kaffihús á Kristjánshöfn,,, erfitt að fá gott kaffi,,,  jæja þá er ég búinn að rasa út, já eldhúsgarðurinn er allur að koma til,, Lars vinur minn kom á dráttarvélinni og tæklaði hann og nú er ég að fara að byggja gróðurhús og leggja hellur,, er búinn að setja niður Kartöflur og Parsnip,,

 

Dadi,,,

 

og ad lokum,,,,


Endurnar, Rebekka og Kristjanía

Nína litla,,,Það er komin vika síðan að það fjölgaði um fimm hérna,,  ég hef varla talað um annað í vinnunni og á fimmtudaginn kom Constantin sem er þýskur tannlæknir sem ég vinn með svona um tvö leitið inná aðgerðarstofuna hjá mér og spurði hvað væri í gangi, það hefði ekki heyrst neinar " duck related storys today"  Ég set þær út á morgna áður en ég ver að vinna og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að fara niður að tjörn og verja með þeim smá tíma, má segja að konan mín og börn setji dálítið á hakanum.  Ég stend líka bjargfastur í þeirri trú að ef ég tala við þær nógu mikið eigi þær eftir að sætta sig við mig sem nýja leiðtogann þeirra, ég reyni því að tala við þær eins mikið og ég get, og alltaf á íslensku.   Johnny og kerlingarnar hans fjórar eru búnar að koma sér vel fyrir á tjörninni,,, þær hafa ekki valdið mér miklum vonbrigðum,, ég hafði bundið vonir við það að þær yrðu eins og hugur minn, það er partur af því að hafa þetta free range að setja ekki neinar girðingar fyrir þær, þær eiga bara að hafa vit á að fara ekki neitt,, en þær hafa ekki enn náð að sanna sig sem heiðursendur því þær hafa stungið af tvisvar, ég hef því sótt þær annarsvegar útá tún nágranna míns og í morgun yfir veginn.  Það var þó bara Johnny og freka öndin Herborg sem fóru yfir vegin, og það mátti augljóslega sjá að þær skömmuðust sín þegar ég sótti þau.  Annars eru þær duglegar þær borða snigla og skordýr í garðinum og niðri við tjörn og á nóttunni koma þær inn í húsið sitt og borða korn, ég held að þær eigi frábært líf.  Nú bíð ég hinsvegar spenntur eftir fyrsta egginu því það vantar ekki uppá MDrómantíkina hjá Johnny, hann eltist við þær um alla tjörn og sér til þess að engin verði útundan í hjónalífinu.  Það eru líka villtar stokkendur hér á tjörninni sem ekki eru hrifnar af samvistunum við Johnny og frillurnar, en ég vona að með tímanum sjái þær að nýju nágrannarnir eru ekki svo slæmir,,

Í gær sóttum við Rebekku á Kastrup, Við ætluðum að taka daginn snemma og vera allan daginn í Köben en ég þurfti síðan að fara og vinna í Horsens með eina aðgerð svo við komumst ekki af stað fyrr en eftir hádegi, við Kamilla og Mía fórum en restin var eftir heima.  við fórum beina leið í Kristjaníu, því þangað hafði Kamilla aldrei komið, það var gaman að sjá að Kristjanía er svolítið að ná sínu gamla formi, Pusher street var fullt af hass og gras sölum og skakkir unglingar og aldraðir útum allt, og fullt fullt af fólki,  lélegir tónlistarmenn og skransalar kórónuðu svo góðan göngutúr í fríríkinu. hlakka til að koma þangað aftur þegar er hlýrra,, annars er sumarið komið,  búið að vera 15 stiga hiti dag eftir dag,

 


Loksins orðinn smábóndi,,,

Íbúðarhúsið séð úr portinuLífið í Lumby er að taka breytingum, ekki aðeins er sumarið að koma, en í dag hefur verið 11 stiga hiti og sól, gul og hvít blóm farin að spretta og það eru komnar villiendur á tjörnina, sem er óðum að þiðna,, heldur fengum við í dag okkar fyrstu húsdýr,,  ,, við keyptum okkur nefnilega fimm moskusendur, fjórar kerlingar og einn stegg, ég hef verið iðinn um helgina að byggja fyrir þær fallegt framtíðarheimili,  ég lagði allt í málið og ég tel að andaheimilið hjá okkur sé það besta í Danmörku, með inréttingum og tvískiptu eldhúsi,,ég sópaði allt hátt og lágt, setti trékubba á gólfin innan um gamalt hey til að búa til smá umhverfi,, ekki vil ég að þær verði andlega snauðar,  og stillti mikið í hóf öllu timburverki því ég vil að þær hafi útsýni,,,, þarna hafa þær mikið pláss og ætti ekki að leiðast,,, né verða mjög feitar,,, þær hafa svo litla hurð út í garð og niður að tjörn þar sem þær ætla að skemmta sér í sumar,, endurnarMér er það mikið kappsmál að þessum öndum líði vel hérna og eigi gott líf hjá okkur, ég ætla að láta þær allar eignast unga í sumar og í haust ættum við því aðEndurnar eiga um 40 endur sem geta farið í sláturhúsið, fólkið í vinnunni er þegar búið að leggja inn pantanir fyrir jól,,,,,  Það var því með barnslegri eftirvæntingu sem við keyrðum til Tarnsby að sækja endurnar, ég hef haft áhyggjur af því hvernig það eigi eftir að fara um þær, hvernig þær eigi eftir að aðlagast og hvernig ég fái þær til að koma inn á kvöldin og svo framvegis,  Þegar ég bar þessar áhyggjur mínar undir Hans frá Tarnsby mátti greina hæðnisglott á honum þegar hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur,, svo bætti hann við,, eruð þið frá Íslandi . Við fengum fóður hjá Hans líka, en ég þarf að koma mér í samband við einhvern kornbóndann hér í Lumby með framtíðar gæðafóður í huga,, Annars eru þetta þannig endur að þær borða mikið úti, snigla og pöddur, þar af leiðandi geta þær varið matjurtagarðinn fyrir árásum í sumar.   Ég er semsagt líka farinn að huga að matjurtagarðinun, ein þráhyggjan tekur við af þeirri annarri og vona að eftir um mánuð eða svo verði ég kominn með gróðurhús og stóran eldhúsgarð.  Það er erfitt að finna gróðurhús hér sem eru á sanngjörnu verði, en það kemur,, auk þess þarf ég að leigja einhverjar stærri vélar til að snúa honum,, það hefur ekki verið ræktað neitt hér í mörg ár og því þarf að vinna garðinn alveg, sem suckar, en jæja,,

anyways,, það hefur verið nóg að gera hjá okkur, Herborg er að læra alla daga fyrir prófið, börnin blómstra hjá Kamillu og Tengdó og ég er busy í vinnunni,, það er mikill munur á því að vinna heima og vinna hjá Godt Smil, hér er ég nánast einungis í skurðlækningum og er laus við grenjandi börn og önnur leiðindi.  Bílskúarar og brugghúsið séð úr porti Nú er ég kominn með fastan dag í Horsens við implönt og endajaxla og er einungis í því, með sumrinu ætlum við að opna stærstu stofu í skandinavíu í Köben og ég kem til með að sjá um öll Implönt þar líka, svo það er nóg að gera,,, Stelpurnar okkar tvær, það er að segja þær yngri hafa það gott, við erum mikið úti og hreyfum okkur meira en við gerðum heima, Okkur vantar bara Rebekku  okkar sárlega, hún kemur þó á föstudaginn og ég get ekki beðið,,,,  hundurinn er líka hamingjusamur þó nýju fjölskyldumeðlimirnar fari í taugarnar á honum, hann er eflaust hræddur við að missa prinstignina sína á heimilinu,,,

 

Annars biðjum við að heilsa öllum sem vilja þekkja okkur og ég held áfram að senda smá fréttir af okkur til þeirra sem vilja fylgjast með,, kv Daði og co,,,,

 

 

 

 

 

 

hús villiandanna á tjörninni


busy,,

lífið hér í Lumby er búið að vera æði,,, það er brjálað að gera í vinnu og einkalífi,, ég bjóst ekki við að það yrði svona mikið að gera í skurðaðgerðum eins og hefur verið,, en ég kvarta ekki,, nú er ég að skera í tveimur bæjum hér í DK og vonandi bætist kóngsins köben við með vorinu,, það gengur semsagt vel hjá mér í starfi...... í einkalífinu gengur líka vel, við gerðum snjókarl í gær og höfum haft það frábært, ég vinn ekki á föstudögum og því fáum við langar helgar saman,, fullt af antikmarköðum og loppemarked,,,  jæja meira síðar,,, D

 

Ps mér finnst þetta svo sorglegt videó,,,

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband