nýja lífið,,,
21.2.2010 | 09:46


Daði.
meira update síðar,,,
daði
Matur og drykkur | Breytt 25.4.2010 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nytt lif i Lumby,,,,
16.2.2010 | 07:09
Eg ætla ad fara ad skrifa meira her nuna,,, nota tetta sem nokkurskonar frettaveitu,,, eg er ad vonast til ad med vorinu verdi eg ordinn bondi her ytra og langar til ad skrifa um tad her,, auk tess sem eg ætla ad endurvekja matarahugann minn,,tad er ad verda kominn manudur sidan vid fluttum til DK, buum nuna i LUMBY sem er smapleis rett fyrir utan Odense,, tad sem meira er ad vid buum a sveitabæ,, meira um tad sidar,,, okkur lidur vel herna,, her er gott ad vera madur finnur tad strax, og otruleg lausn ad komast fra neikvædninni heima,, eg vona ad island jafni sig fljott,, en vid erum ekki a leid heim ,, tad er vist,,, vinnan er fin,, nog ad gera,, meira um tad sidar,,
bradum fæ eg internetid heim til min og ta get eg farid ad skrifa a islenskur,,
tangad til
bless....
Miðfellstindur 1441 m, 41 km,,,, 19 klst,,,
28.6.2009 | 19:39
Ég hef lítið annað hugsað um síðan ég fór á Hvannadalshnjúk í vor en fjallamennsku og því hafði ég beðið þessa dags lengi,sumarsólstöður og Miðfellstindur í Öræfajökli. Það er ekki að furða að þessi dagsetning hafi verið valin því lengri verða dagleiðirnar varla og því brýnt að nota sólarljósið, ég fór á Föstudaginn eftir vinnu og svaf bara í bílnum, hitti samferðafólk mitt á stuttum fundi í Skaftafelli um kvöldið og við byrjðum að ganga um 4 um nóttina, inn Morsárdal um 13 km inn að fjalli. inn í svonefndri kjós var stoppað stutt og hituð
súpa og egg áður en lagt var á fjallið, það er gengið upp sk meingil inní hnútudal og uppúr honum á brattri fönn, ég við komum uppúr hnútudal tók við ansi ógnvekjandi þverun fjallsins uppað þumli og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að taka upp myndavélina til að taka myndir þarna, ég fékk því myndir frá samferðarfélaga mínum þarna. Þegar þessi þverun er búin erum við komin uppá vatnajökul og styttist í að við komumst á
toppinn, það eru fáar sprungur á þessu svæði en við fórum samt í línu
og gengum þannig restina, það var drjúgur spotti á toppinn en þegar þangaðvar komið var örlítið haft á milli fjalla sem þurfti að fara yfir ca hálfsmeters breitt og hengiflug sitt hvoru megin, það var stoppað í tíu mínútur til að taka myndir og svo haldið sömu leið niður, við fórum síðan Skaftafellsheiðina til baka sem er skemmtilegri leið út úr morsárdalnum og það var gott að komast í sturtu og að sofa eftir langan dag.
Daði
Matur og drykkur | Breytt 30.4.2010 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvítlauks og rósmarín Humar frá Gísla,,,
15.6.2009 | 09:48
Við fjölskyldan erum búin að hafa það ótrúlega gott í Vestmannaeyjum undanfarna 5 daga,, komum hér til að styðja elstu dóttur okkar í Pæjumótinu sem hefði mátt ganga betur, 12 sæti af 14 verður að teljast frekar slakur árangur,,, en kannski eru úrslitin aukaatriði,,,, aðalmálið er reynslan sem af þessu fæst, samveran og góða veðrið. Hér erum við búin að vera í sundi, borða góðan mat, gekk á Heimaklett og ætlaði út í Ystaklett en vildi ekki fara í reypin án aðstoðar, komst því bara út í skarðið, leiðin til baka var ótrúlega erfið, austurhliðin á Heimakletti er ekkert grín,,, í gær var ég með humar frá Gísla sem er sá besti í heimi,,, Veiddur við Eldey og stór og safaríkur.
ég hef kannski bloggað um þetta hér áður en læt þetta flakka,
Humarinn er skorinn í tvennt eftir endilöngu og garnhreinsaður, ég legg hann síðan í ofnskúffu með kjöthliðina upp, salta og pipra. Sker síðan smátt slatta hvítlauk, slatta rósmarín, hvítlauksrjómaost ca hálfa dollu, og ca 100 gr ísl smjör og maka á humarinn. Sett undir grillið í ofninum í svona 10 mín á 200 eða þar til hann er orðinn gullinn að ofan, með þessu er síðan hvítlauksbrauð og gott salat, já og gott hvítvín,
adios,,,
Ég hef komist að því,,,,
29.5.2009 | 18:53
Já ég hef komist að því af hverju ég er áhugalaus í lífinu,, ég nenni ekki lengur að blogga, ég nenni varla lengur að elda mat og það sem er ótrúlegast er að ég nenni varla lengur að drekka,, eitthvað sem ég bjóst aldrei við,, Ég hef alla tíð verið áhugasamur um flesta hluti og duglegur að rækta þá en nú er það ekki svo,,, það er vegna þess að ég er rúinn trausti, ég er rúinn gleði hér á landi, ég er í áfalli. Allt sem ég hef gert til að byggja mig upp efnislega er í klessu, allt traust til fólks er farið ég finn það sterkt í öllu samfélaginu,, ég er viss um að allir ljúga og pretta og svíkja,, ég vil ekki vera hér lengur,,,
ég verð að fara og finna stað þar sem mér finnst aftur gaman að drekka,,,
Daði
Vakna snemma,,,,,
23.5.2009 | 07:36
Mía er orðin eitt af þessum börnum sem vakna fyrir allar aldir. Ég er ný yfirleitt frekar fyrir að vakna snemma og svona en þetta rugl er komið út úr hófi,, hún er bara hress kl 6 á morgnana og með hennar skap er ómögulegt að fá hana aftur til að sofna.
Við erum búin að gera margt frá síðustu færslu,, sumarbústaður,, veðrið er búið að vera geggjað, málverkasýning á Eyrabakka, góður matur og svona. Ég er búinn að klára umsóknir í Köben og Árósum og nú er bara að bíða og sjá, eg er merkilega rólegur yfir þessu, í fyrra var ég að vonast efitr að komast inn á næstu árum, en núna er mér alveg sama, það er hægt að gera margt annað í lífinu en að vera í skóla og blankur.
Daði
Reykjaborg 286 Metrar
13.5.2009 | 08:27
Helgafell 215 metrar og Miðfellstindur í Júní.
11.5.2009 | 17:55
Nú geri ég ekki annað en að láta mig dreyma um fjöll, gekk á Helgafell í vangefnu veðri um daginn,, og hef skráð mig í ferð á Miðfellstind 20 júní. Hlakka mikið til. Ekki meira að segja í bili.
Daði
Úlfarsfell... 295 metrar.
7.5.2009 | 18:14
Einhverskonar fjallbaktería hefur heltekið mig. ég hef svosem ekki úr miklu að moða hér á kvöldin svo ég brá mér á Úlfarsfellið á þriðjudagskvöldið. Lítið fell ekki alveg fjall og vegur alla leið á toppinn,, ekki merkileg fjallamennska það,, en ég fékk smá svita og náttúru út úr þessu,, í kvöld er það Helgafell..... ég er strax farinn að plana næsta stóra fjall til að fara á en það er miðfellstindur í Öræfajökli, ekki langt frá Hvannadalshnjúki. þetta verður um 20 tíma ganga eða svo og mun erfiðari en hnjúkurinn býst ég við ,, svona af myndunum að dæma amk. auk þess á ég mér þann draum núna að ganga á alla tindana í Breiðdal, helst alla í einni ferð og gista þá á fjalli því það er ekki hægt að gera þetta á einum degi svo mikið er víst. Ég þarf bara að sannfæra Herborgu.
Annars hefur lífið verið gott, það er brjálað að gera í vinnu, ég hef aldrei sett jafn mikið af implöntum og er búinn að ná markmiðinu sem ég setti mér fyrir þetta ár og aðeins Mai kominn. Auk þess er mikið að gera að öðru leyti.
Börnin dafna, og konan mín er góð við mig,, svona yfirleitt. Mía er byrjuð á nýjum leikskóla sem ég er afar sáttur við, hún sýnir miklar framfarir í máli og hreyfingu, auk þess sem við erum komin með þráhyggju fyrir að púsla.
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvannadalshnjúkur. 2110 metrar Ferðasaga.
28.4.2009 | 06:39
Það er lengra og lengra á milli þess sem ég skrifa eitthvað hér, kannski er það ágætt. En það sem nýlega hefur drifið á daga mína fer sennilega í minningarhöllina sem einn af stóru dögum ævi minnar og þvi ætla ég að reyna að vanda mig að skrifa vel um þennan dag.
Ferðinni er heitið á svæði sem hefur verið grábölvað í mínum minningum hingað til á ferðalögum frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur, aldrei neitt að sjá nema sandur og grámi, engin sjoppa sýnileg. Yfir þessu ljóta svæði öllu saman gnæfir hins vegar Öræfajökull, hæsta fjall Íslands, en hæsti tindur hans er hinn 2119 m hái Hvannadalshnúkur. Fjall sem hefur fenið mig til að endurmeta þetta svæði og gera það að einu fallegast svæði landsins til að ferðast um. Öræfajökull Þessi þriðja stærsta eldkeila Evrópu hefur frá örófi ríkt yfir héraðinu og tvisvar spúið yfir það eldi og brennisteini síðan land var numið. Gosið 1362 er talið með mestu eldgosum sem orðið hafa á sögulegum tíma og gróf það fjölda bæja í ösku og lagði sveitina í eyði um margra áratuga skeið. Samkvæmt Oddaverjaannál "lifði engin kvik kind utan ein öldruð kona og kapall" af gosið í kirkjusóknum Hofs og Rauðalækjar og í kjölfar hamfaranna hlaut héraðið nafnið Öræfi. Á Bæ, skammt sunnan við Fagurhólsmýri, er nú verið að grafa upp fornminjar úr þessu goslagi og hefur uppgröfturinn stundum verið nefndur Pompeii Íslands. Aftur gaus í jöklinum árið 1727 og lýsa samtímaheimildir því að ekki hafi sést munur dags og nætur í marga sólarhringa vegna öskufallsins . Vatnsmagnið í jökulhlaupinu sem fylgdi gosinu er talið hafa náð um 100.000 m3/sek og hefur hlaupið því orðið álíka stórt og Amazon, vatnsmesta fljót heims. Til samanburðar má nefna að Skeiðarárhlaupið 1996 varð mest um 45.000 m3/sek að vatnsmagni.
Ferðafélagar mínir er góðra vina hópur, þarna er ég með þeim vinum mínum sem þekkja mig hvað best. Óskar sem skipulagði þetta allt saman, Bæjarstjórahjónin á Hornafirði og Torfi kollegi minn og vinur. Við Torfi erum þeir einu sem koma úr Reykjavík aðrir koma frá Hornafirði utan vinir vina vina minna, ef það skilst sem ég held að komi líka frá Reykjavík, jú og svo er Sir Edward Hillary frá Chicago sem fékk að slæðast með en átti svosem ekki eftir að gera miklar rósir frekar en landar hans yfirleitt. Jæja. Við Torfi lögðum af stað á Föstudegi eftir að hafa kosið rétt báðir tveir og hittum hópinn í Svínafelli þar sem var gist, Gistinging í Svínafelli eru þrír litilr kofar með kojum í, ákaflega rómantískt. þar var haldinn lítill fundur með leiðsögumönnunum okkar og svo eiginlega bara farið í bælið, stór dagur framundan. Við hittumst klukkan fimm á bílastæði við enda Virkisjökuls en Virkisjökull er jökultunga milli Svínafells og Sandfells
þessi leið er yfirleitt aðeins fær snemma á vorin og mikið skemmtilegri en hin sem meira er notuð, hún er brattari og erfiðari en fallegri. Við byrjuðum á jökulruðningum neðst og færum okkur uppá jökulinn þar sem broddarnir eru settir á og veðrið leikur við mannskapinn, ferðin yfir Virkisjökul sóttist vel, þar sá ég Jökulmús í fyrsta sinn en Jökulmús er steinn sem skriðjökullinn rúllar áfram og myndast því mosi á honum allan hringinn "moss does grow on a rolling stone" og kynntist því hve erfitt það getur verið að ganga á alvöru mannbroddum, í lokin þurfum við að klöngrast yfir sprungusvæði, sem mér fannst mjög gaman, hef áhuga á að færa mig frekar útí svona klifur. við tók frekar auðveld ganga upp að fönninni sem gerir þessa leið mögulega svona snemma sumars, þegar hún er bráðnuð er hlíðin undir ein drulla og illfær. Ég er ánægður með að hafa komist þetta svona því útsýnið og náttúran þarna megin er hiklaust mun fallegri en Sandfellsleiðin sem við fórum niður. Það var mikil hækkun þarna í brekkunni og tók á,Sir Edward Hillary
hinn skemmtilegi Chicago búi byrjaði um þetta leiti að gefast upp og stakk uppá því að hann myndi snúa við, en það er ekki hægt, hann kvartaði um eymsli í hné en vildi ekki verkjalyf og svona, hann var þó góður að halda áfram. Þegar við vorum komin upp í ca 1000 metra fórum við i línu og gengum í henni það sem eftir yfir mikil sprungusvæði og í vondu veðri með engu skyggni, þegar þarna var komið við sögu var mér farið að líða eins og alvöru fjallamanni, orðinn kappklæddur með skíðagleraugu og frosthröngl í augabrúnunum, verst var að hafa skorið páskaskeggið. Í 1900 metrum var Sir Edward skilinn eftir og látinn grafa sig í fönn meðan við fórum restina í 2110 metra í foki og erfiðu færi en það hafðist og klukkan þrjú vorum við á toppinum. Tilfinningin er mögnuð og eflaust magnaðari hefði verið útsýni en það verður vonandi
í næstu ferð. Niðurleiðin var auðveld við fórum til móts við útlendinginn og gengum Sandfellið til baka. ferðin upp var 9,5 klst og niður 4,5 samtals um 15 tímar. Það voru síðan þreyttir fjallagarpar sem héldu heim til Hafnar en við Torfi færðum okkur í Hótel Skaftafell og horfðum á kosninganóttin í smá stund áður en við sofnuðum.
Daði
Matur og drykkur | Breytt 7.5.2009 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)