Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Veikindi á heimilinu,,,,
11.9.2008 | 13:22
Það bólar enn ekkert á svari úr ráðhúsinu,,,enda varð ég að senda Hönnu formlegt bréf í dag... jæja,, Mía er veik,,, enn einu sinni,, hún er búin að vera meira heima en á þessum leikskóla síðan hún byrjaði þarna,,,, ógeðsleg pestarbæli þessir leikskólar,,,,
Daði
Stöðumælabyltingin
8.9.2008 | 20:52
Það bólar ekkert á svari frá Borgarstýrunni, ég er farinn að halda að hún vilji ekki svara mér, þetta er nú samt á moggablogginu,, hissa, jæja,,,, ég ætla samt ekki að láta deigan síga og hér hefst það.
Ég á lítið barn sem er á leikskóla, þar greiði ég að mínu viti alltof háan kostnað fyrir framtaksleysi stjórnvalda við að laga málin þrátt fyrir loforð í hverjum kosningum, ég ætti kannski að flytja í Garðabæinn þar sem þetta er á hreinu. en ég velti fyrir mér og hér koma nokkrar spurningar til Hönnu Birnu
Borga ég meira fyrir plássið á leikskólanum, en sambærilegur heimilsfaðir í Grafarvoginum?
Borga ég meira í sund í sundhöllinni en sambærilegur sundmaður í Grafarvogslauginni?
Borga ég meira í strætó í miðbænum en í sambærilegan strætó í Grafarvogi?
Borga ég meira í Borgarbókasafninu í miðbænum en sambærilegu bókasafni í Grafarvogi?
Borga ég meira fyrir sorphirðuna hér en sambærilega sorphirðu í Grafarvogi?
Svör óskast.
Því ef svo er ekki, þe ég og sambæringur minn í Grafarvogi erum að borga það sama þarna, af hverju borga ég þá meira fyrir malbikið, mitt er samt búið að vera hérna lengur og ætti að vera afskrifað hraðar en sambærilegt malbik í Grafarvogi.
Ég hvet nú allt fólk til að commenta sem nenna því.
Daði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
OPIÐ BLOGG TIL BORGARSTÝRU
7.9.2008 | 11:39
Kæra Borgarstýra.
Ekki fyrir löngu þá skrifaði ég þér opið blogg hér á síðunni. Ég læt fylgja afrit af því hér til glöggvunar fyrir þig ef þú hefur misst af því þegar það var birt fyrst.
" Kæra Borgarstýra.
Daði Hrafnkelsson heiti ég og er dyggur og duglegur þegn þinn í miðbæ Reykjavíkur. VIð götuna mína er gott að búa, nema fyrir það eitt að við virðumst lögð í einelti af þínum þjónum Stöðumælavörðum og Lögreglumönnum reyndar líka. Nú er eitthvað átak í gangi til að fá fólk til að hætta að leggja uppá gangstéttir og er það ágætt. Það er gott fyrir þá sem eru gangandi. Nú er svo komið að það eru varla bílastæði í götunni minni fyrir bílinn minn, það má teljast heppni að fá stæði innan hundrað metra frá íbúðarhúsinu mínu, og beint fyrir utan er fáheyrt, það gerðist reyndar tvisvar á síðasta ári hjá mér. Því er um fáa kosti aðra en að leggja uppá gangstétt. Verandi miðborgarbúi þarf ég að fara í bankann og pósthús í miðbænum, alltaf þarf ég að borga í stöðumæli, ef ég ætla á kaffihús þarf ég þess líka, það er til að borga fyrir afnot af stæinu sem borgin er svo fallega búin að útbúa fyrir mig, en ég hef tekið eftir því á ferð minni í Grafarvog um daginn að þar þarf fólk ekki að borga fyrir að nota stæðin, því velti ég því fyrir mér hvort þau hafi borgað meira fyrir þau en ég. Værir þú til í að svara mér þvi, eða borgaði ég líka í stæðunum þar? Er þetta kannski brot á jafnræðisreglunni frægu, kannski einhver löglærður gæti sagt mér það. Væri ekki sanngjarnt að allir þegnar þínir stórir og smáir borgi fyrir þessi stæði, eða enginn. Ég á heima hérna, hér bý ég og veiti mannlífinu hér þátttöku. Ef þetta er vandamál kæra Hanna Birna, komið þá með lausnina. Væri ekki lausn að líta framhjá þessu til að eignast betra samfélag, svona eins og útivistartíma barna,,ekki eru foreldrar barna sem eru úti eftir að þeim tíma lýkur sektaðir er það? Það eru asnar sem brjóta ekki asnaleg lög ,ég krefst þess að settir verða upp stöðumælar við allar opinberar byggingar í Reykjavík, það er óþolandi að ég þurfi að greiða fyrir stæðið fyrir utan pósthúsið niður í bæ, sem er mitt pósthús, en ekki fólk í Grafarvogi, eða Breiðholti,, eða hverrgi annarsstaðar.
Ég hef nú nýlega fengið 5000 króna sekt fyrir að leggja uppá gangstétt fyrir utan heima hjá mér. HEIMA HJÁ MÉR!!!!!
Svar óskast kæra Hanna Birna. "
Svona hljómar nú bréfið mitt.
ég hef svo tvær spurningar handa þér sem gaman væri ef þú gætir svarað
Af hverju kostar ekki að nota stæði við opinberar byggingar annarsstaðar en í 101?
Af hverju kostar að nota stæðin fyrir utan heimili mitt en ekki fyrir utan heimili þitt?
Takk fyrir elsku Hanna Birna, þinn einlægur Daði Hrafnkelsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vestmannaeyjar....
6.9.2008 | 11:21
er staddur í VM , mínu öðru heimili,, hér kem ég einu sinni í mánuði eins og ég hef kannski talað um áður,, að þessu sinni tók ég með mér hjólið mitt í flugið, hjólaði síðan niður í bæ frá flugvellinum, það var sól og steikjandi hiti, svo rigndi eldi og brennisteini,, og nú er komin sól aftur,, er að spá í að ganga á heimaklett áður en ég fer heim aftur,,
Já og viðbætur við opið blogg til borgarstjórans,, ég krefst þess að settir verða upp stöðumælar við allar opinberar byggingar í Reykjavík, það er óþolandi að ég þurfi að greiða fyrir stæðið fyrir utan pósthúsið niður í bæ, sem er mitt pósthús, en ekki fólk í Grafarvogi, eða Breiðholti,, eða hverrgi annarsstaðar.
Lifi stöðumælabyltingin
Daði
OPIÐ BLOGG TIL BORGARSTJÓRANS.
2.9.2008 | 19:33
Opið blogg til borgarstjórans
Kæra Borgarstýra.
Daði Hrafnkelsson heiti ég og er dyggur og duglegur þegn þinn í miðbæ Reykjavíkur. VIð götuna mína er gott að búa, nema fyrir það eitt að við virðumst lögð í einelti af þínum þjónum Stöðumælavörðum og Lögreglumönnum reyndar líka. Nú er eitthvað átak í gangi til að fá fólk til að hætta að leggja uppá gangstéttir og er það ágætt. Það er gott fyrir þá sem eru gangandi. Nú er svo komið að það eru varla bílastæði í götunni minni fyrir bílinn minn, það má teljast heppni að fá stæði innan hundrað metra frá íbúðarhúsinu mínu, og beint fyrir utan er fáheyrt, það gerðist reyndar tvisvar á síðasta ári hjá mér. Því er um fáa kosti aðra en að leggja uppá gangstétt. Verandi miðborgarbúi þarf ég að fara í bankann og pósthús í miðbænum, alltaf þarf ég að borga í stöðumæli, ef ég ætla á kaffihús þarf ég þess líka, það er til að borga fyrir afnot af stæinu sem borgin er svo fallega búin að útbúa fyrir mig, en ég hef tekið eftir því á ferð minni í Grafarvog um daginn að þar þarf fólk ekki að borga fyrir að nota stæðin, því velti ég því fyrir mér hvort þau hafi borgað meira fyrir þau en ég. Værir þú til í að svara mér þvi, eða borgaði ég líka í stæðunum þar? Er þetta kannski brot á jafnræðisreglunni frægu, kannski einhver löglærður gæti sagt mér það. Væri ekki sanngjarnt að allir þegnar þínir stórir og smáir borgi fyrir þessi stæði, eða enginn. Ég á heima hérna, hér bý ég og veiti mannlífinu hér þátttöku. Ef þetta er vandamál kæra Hanna Birna, komið þá með lausnina. Væri ekki lausn að líta framhjá þessu, svona eins og útivistartíma barna,,ekki eru foreldrar barna sem eru úti eftir að þeim tíma lýkur sektaðir er það? Það eru asnar sem brjóta ekki asnaleg lög.
Ég hef nú nýlega fengið 5000 króna sekt fyrir að leggja uppá gangstétt fyrir utan heima hjá mér. HEIMA HJÁ MÉR!!!!!
Svar óskast kæra Hanna Birna.
Daði Hrafnkelsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)