Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Lumby cottage búðin,,,,,,,,,,,,,
30.12.2010 | 16:46
Líf smábóndans er ekki alltaf dans á rósum,, því hef ég komist að,, en í dag er ég sérstaklega glaður, það hefur hrjáð mig eggjaleysið undanfarið og ég kenni um breyttum aðstæðum hænanna, það tekur tíma að verða glaður og hamingjusamur á nýjum stað, auk þess er ég ekki viss um að þær hafi verið að borða bygg áður eins og þær eru að borða núna,, reyndar hafa þær ekkert verið sérstakelga duglegar í bygginu,, þær vilja það ekki sem er með hýði og hef ég því bryddað uppá þeirri nýlundu að setja það í blandarann í smá stund áður en ég býð þeim það,, og í dag í tilefni jólanna sauð ég handa þeim bygg graut, með leyfum af kartöflum og hvítkáli, setti tvö hvítlauksrif útí ,, hver hefur á móti smá hvítlauk,,, Afi minn var bóndi í Holti alla sína ævi,, og hann sauð graut handa sínum hænum og átti sérstaklega miklu eggjaláni að fagna,,, auk þess að stjana við þær í mat og drykk, tók ég mig til að þreif hænsnahúsið og bætti á heyjið,,, þar að auki,, þá kom ég á hreint dagsljósrútínunni þeirra og fjárfesti í forláta timer þannig að klukkan 3 um nóttina byrjar dagurinn þeirra og fá þær því ca 16 tíma af dagsljósi,,, nú hef ég tvo daga í röð hugsað sérsatklega mikið um að maturinn sem ég ber á borð fyrir þær sé frambærilegur og í dag verðlaunuðu þær mig með 4 eggjum,, það þýðir að allar nema ein eru að verpa,,, framleiðslan er komin á það hátt stig að Smábóndinn hefur hafist handa við að smíða fyrsta útsölustaðinn á afurðunum,, það verður svona road side organic sjálfsafgreiðslustaður,,,, að sjálfsögðu er öllu tjaldað til , til að gera hana sem mest aðlaðandi til að íbúar Nr Lyndelse og aðrir standist ekki freistinguna að versla við mig... þessi búð verður á tveimur hæðum, þar sem neðri hæðin verður full af freistingum og á þeirri efri verður afgreiðslukassinn,,,, þakið er hefðbundið herragarðsþak með stráum, og búðin sett á stall svo herra Refur nái ekki í afurðirnar,, nóg hefur hann fengið helv,,,,,ég treysti á hreiðarleika viðskiptavinanna og vona að allir greiði,,, Annars hef ég verið að pæla í því að gerast svínabóndi líka,,, ég hef alltaf haft áhuga á því sérstaklega,, ég hef verið að horfa á Jimmys farm undanfarið og er mjög inspireraður,,, ég þarf að finna rare breed svín hér og búa til hina fullkomnu pulsu,, þannig að þegar ég drepst verði mín minnst sem afbragðs pulsugerðarmanni,,, en það kemur seinna,, fyrst þarf að gera milljón hluti,,
Daði,,,,
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefðbundinn jólastemming
25.12.2010 | 08:21
Smábóndinn tók daginn snemma í gær, þe aðfangadag, með þessi smábörn er aldrei hægt að sofa út. Ég byrjaði daginn á því að fara út á verkstæði og hamfletta rjúpurnar, ég fékk fimm stk hjá Fjalari veiðimanni og eina skaut ég sjálfur í síðustu ferð minni til landsins bláa. Ég gerði rauðkálið í gær og í dag var restin elduð,, ,, það var öðruvísi að þessu sinni að ég notaði kamínuna mikið, mér fannst það vera stemming,, rjúpurnar sauð ég líka mikið lengur en vanalega til að gera þær mýkir og er ekki frá því að það hafi virkað, ég lagði dálítið mikið í soðið og notaði fóörn, hjörtu lifrar og bök auk þess að nota úr einum sarpnum. Nýtni er eitthvað sem ég er með þráhyggju fyrir,,,,, Hænurnar fengu að sjálfsögðu bita af jólastemmingunni, ég fór til þeirra snemma og setti út jólatré og skreytingar í hænsnahúsið svo þær fari ekki varhluta af heilagleik þessarra tíma. Jólatréð var sett efst á íbúðarkomplexinn þar sem þær verpa til að dreifa anda jólanna til þeirra, Ég trúi því að þeim líði betur ef þær hafa fallegt umhverfi, auk þess maukaði ég saman einhverjar leyfar af grænmeti og mandarínum og svona drasli með höfrum og færði þeim. Þær voru mjög ánægðar með það. Öndin er líka afar hamingjusöm því hér í baunalandi tíðkast sá siður að borða endur á aðfangadag, en þessi önd lifir amk til næstu jóla, því ég borða rjúpur og hangikjet, enda Íslendingur Jólagjafirnar endurspegla áhugamál fjölskyldunnar, Tvær yngri fengu IKEA eldhús tli að elda í og undirritaður er einmitt að borða plasthamborgara í morgunmat úr því eldhúsi, og Rebekka mín fékk stóra matreiðslubók 12 ára. Ég fékk hinsvegar ekkert í eldhúsið að þessu sinni, undanfarið ár hefur farið svo mikið í einhvern buisness að ég fékk forláta buisnesstösku frá ektafrúnni, gaman af því ,, árið framundan verður svo helgað meiri bisness og meiri mat, ég hef verið latur þetta ár að elda, en ætla að laga það,
Gleðileg jól allir saman
Daði
Eggjaleysi,,,
21.12.2010 | 18:35
Það má segja að egg, eða eggjaleysi hafi haldið mér uppteknum þetta árið,, í sumar voru það endurnar sem ekki framleiddu,,, fyrr en allt allt of seint, bæði var Jonny steggurinn horfinn á braut í banaslysi í umferðinni, svo eggin gátu varla verið frjó, heldur var komið framá haust þegar sú síðasta lagðist á eggin sín,,, nú eru það hænurnar mínar sem eru með stæla,, ég hef grun um að það sé bara ein þeirra sem er að verpa, það er eitt egg á dag,, you do the math,,, ég hef því lesið mér talsvert til um þetta og komist að þeirri niðurstöðu að ég þarf að bæta við dagsljósið hjá þeim, þær þurfa 16 tíma dagsljós til að dafna,, nú eru þær með hitaperu sem geislar frá sér ljósrauðu ljósi oghita,, þær sitja undir því en það breytir engu,, nú er ég að spá í að fá mér hvíta ljósaperu og timer,,, síðan er reyndar önnur pæling fyrst þetta eiga að vera mest organic hænur ever,,, það er að leyfa bara náttúrunni að ráða þessu,,,, þá eru þær að slappa af í vetur og í sumar kemur uppskeran,,, annars hef ég lika verið að spá í fóðrinu þeirra,, þær fá tvo stóra skammta af byggi á dag, og allan afskurð úr eldhúsinu,, ávexti og grænmeti,,, og því ætti varla að vera hægt að kenna fæðinu um,, ég hef líka áhuga á að láta allan afgangsbjór,, (slefsopann) flakka í dallinn þeirra og búa til kóbíkjúkling,,,, kannski pæling fyrir sumarið,,,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marakkósk tagina,, to prove a potint,,,,,
19.12.2010 | 16:11
Smábóndinn hefur uppi stór plön fyrir framtíðina,, ég þreif fjósið hátt og lágt í dag,, fjarlægði rusl og óþrifnað,, því ég kenni kaótísku umhverfi um eggjaleysið,,, ég tók til á verkstæðinu mínu í leiðinni,, ég hef því lungann úr deginum verið með hænunum og öndinni,, ég fann ný nyt fyrir eplin sem voru frosin í fötu inní fjósi,,, hvað eru mörg eff í því,, nei allavega þá elska hænurnar epli,, og ég er sérstaklega glaður að finna eitthvað nothæft að gera við eplin,,, Nýlega fór ég líka í Góða hirðinn hér í Óðinsvéum og keypti mér ljóðahorn,, þarna sit ég og les ljóð við eldinn,, eða skoða heimasíður um kjúklingarækt,,,,Við Herborg fórum á Marakkóskan veitingastað í Kóngsins Köben á föstudaginn,, eins og ég sagði áður var það frábær matur,, einn sá besti sem ég hef fengið á veitingastað lengi,,, ég hef lengi haft áhuga á þess konar matargerð,, eitthvað í genunum segir Herborg,, í gær var lambalæri,,, frá Herborgu gömlu, við erum búin að vera að spara það,,, en fyrst Jónína og Jónas voru að fara,, fannst okkur tilvalið að elda það,,, ég hægeldaði það í fjóra tíma,, stakk það og setti hvítlauk, rósmarín og salt í hverja stungu,,,, brúnaðar kartöflur,, ora grænar og rauðkál,, en þetta var stórt læri svo í kvöld gerði ég tagínu,,, því ég þarf að sanna að ég er ekki verrri tagínukokkur en kokkurinn á staðunum í köben,,, ég steikti saman hvítlauk, blaðlauk (úr garðinum) og smátt skorna gulrót,,, bætti kjötafgöngum, brúnuðum kartöfluafgöngum,,, einum chili,,, slatta döðlum,,, og þurrkuðum gráfíkjum í pottinn og smá rauðvínsslettu,,, já og smá kjúklingasoði sem ég geymi í potti á eldavélinni,, fer í taugarnar á Herborgu,,, kryddin eru mikilvægust,,´hér nota ég kanil, einn stöngul,, kúmen,, svona eins og teskeið,,, múskat, engifer,, og papriku,,, ,,, með þessu er síðan brauð,, þar sem ég er lélegur bakari steiki ég alltaf brauðin mín,, í hrærivélina fóru slatti hveiti,, smá salt,, slatti bjór,, slatti smjör,, og slatti rósmarín,, steikt á steikarpönnunni minni,,, ég gæti kennt kokkinum á marakkóska veitingastaðnum hitt og þetta finnst mér,,,,, í öðrum fréttum þá dó Bose græjan mín nýlega og hefur verið skipt út fyrir postulínsbolla úr Fríðu frænku,,, ekkert verra,, pæling að sækja um einkaleyfi,,,
daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matur úr fyrstu afurðum Lumby cottage,,,,,
18.12.2010 | 08:50
Matur og drykkur | Breytt 19.12.2010 kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölgar um fimm......
12.12.2010 | 20:04
Það hefur ríkt þráhyggjublandin eftirvænting hjá mér í dag. Ég keypti mér fimm varphænur í kvöld á 40 krónur stk og sæki þær á morgun, það var því um lítið annað hugsað en hvernig væri best að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlimum. Við Jónas vorum sammála um það að hænur væru ólíkar öndum að því leyti að þær þurfa að fá sérherbergi hver í Andabæ, sem jafnréttissjónarmiða vegna verður endurskírður við fórum því eftir kvöldmat og hlóðum upp þriggja hæða sjö herbergja blokk fyrir hænurnar til að búa sér hreiður og færa mér fjölmörg gómsæt egg,,,, þar að auki var bætt í heyjið og þar sem Jónas er nýbúinn að gera jólahreingerningarnar þá létum við þar við sitja,,,,
Matur og drykkur | Breytt 19.12.2010 kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt,,,,Smábóndinn leggur línurnar fyrir næsta sumar í garðinum,
12.12.2010 | 15:23
Það má segja að feisbúkk hafi svolítið drepið bloggið,, þó svo að þetta séu ólíkir hlutir,, ég ætla samt aðeins að halda áfram að skrifa niður það sem ég er að hugsa hér og líka fyrir ættingja mína til að fá að fylgjast með,,, Það er lítill tími til að gera nokkuð annað en vinna og hugsa um börnin,,, við erum að opna aðra tannlæknastofu í Kolding, stefnum að því að opna 3 janúar með 2 tannlæknum og þremur aðstoðarstúlkum,, bæta síðan við tannlækni fljótlega ef vel gengur,, Stofan í Kolding er með átta plássum fyrir tannlækna og verður með öllum nýjustu græjum til að stunda nútíma tannlækningar. Nóg um það,, Smábóndinn hefur legið í dvala líka og hefur þurft að víkja fyrir bisnessmanninum undanfarið og er því kominn tími á að endurvekja hann,, ég hef reyndar haft vinnumann sem hefur séð um að dextra við andasysturnar sem hafa verið settar á hús vegna vertarins sem ríkir hér núna. en það eru komin plön fyrir vorið með garðinn og svo framvegis,, ég hugsa að með nýju ári fari ég að leyta mér að gróðurhúsi til að setja upp í matjurtargarðinum og ná þá á næsta skref í ræktuninni, síðasta sumar var skemmtilegt, ég fékk metuppskeru af baunum, lauk, eplum, plómum og fleiru,,og nú síðast í dag náði ég í restina af púrrulauknum þó það sé búið að vera frost í mánuð þá er hann fínn,, en það er mikið illgresi í garðinum og ég þarf að ná því undir control ef vel á að fara næsta sumar.,,, hvað varðar dýrin á bænum þá stendur til að kaupa hænur í vikunni til að fá egg. næsta sumar ætla ég mér að fá mér rollur og kannski geitur,,,, í matargerðinni hef ég líka verið latur en er að fá áhugan aftur, og gerði hér um daginn killer bolognese sem var sína notað daginn eftir í Musaka sjá neðar,,, ég ætla líka að reyna í þetta skipti sem ég fæ áhuga á blogginu mínu að láta inn myndir af stelpunum mínum fyrir ættingja mína til að fylgjast með,,
Bolognese.
ég hef verið að reyna að lækka matarreikning smábóndans undanfarið og því snúið mér í auknu mæli að svona góðum heimilismat. Bolognese er sjálfsagt eitthvað sem þarf ekki að kenna neinum öðrum en dætrum mínum, það er von mín að þær hafi gaman af því að lesa þessa dagbók um lífið okkar seinna, og partur af því er að þær geti eldað matinn seinna sem ég eldaði fyrir þær.
ég var að horfa á einhvern matreiðsluþátt þegar ég fékk áhuga á þessu, ég byrjaði á að skera niður beikon og steikja,, svo skar ég niður smátt, gulrætur, og lauk ásamt næpum, steikt í smjöri og olíu og mýki það í svona 20 mínútur. þá steiki ég kjötið sem er frekar fitusnautt því steikti ég beikonið meðtilað fá smá fitu og smá reykjarbragð,,,,,, svo set ég 2 dósir organic tómata,, og sveppi,, þetta sauð ég svo í svona klukkutíma,,, hefði mátt vera lengur,, til að allir fengju að kynnast öllum hinum í pottinum,,, svo var það bara spagetti og hvítlauksbrauð,,
Musaka.
Það er svona basar niðri í Odense, þar sem arabarnir selja grænmeti og ávexti, og maður fær margfalt betra hráefni þar en nokkursstaðar annarsstaðar,, þegar ég fór þarna niðureftir skartaði ég fínu yfirvaraskeggi og fékk að mínu mati talsvert betri þjónustu en vanalega,, mottan er ekki aðeins falleg og kynörvandi fyrir hitt kynið, heldur virðist maður fá betri þjónustu,, synd að þurfa að fórna henni fyrir hjónabandið,,,, ég náði mér í eggaldin þar ásamt mörgu öðru svosem, en þessi eggaldin skar ég í ca 0,5mm þykkar sneiðar , olíu, rósmarín svartur pipar og salt yfir og í ofninn í klukkutíma þar til þær eru orðnar brúnar og hálf drullukenndar,,, þá raðaði ég þeim ofaná afgangsbolognesið frá því í gær,, svo komu tómatar niðruskornir,, svo jafningur yfir allt saman,, og í ofninn í klukkutíma í viðbót,, þetta var svo borðað með brauði og salati.
Matur og drykkur | Breytt 1.1.2011 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)