Færsluflokkur: Matur og drykkur

Fóstureyðingarlúða,, með balsamikkartöflum og salsa,,,,

lúðaÁ að vera í fríi á morgun,, en ég ákvað að taka að mér smá aðgerð fyrir konu sem er að fara erlendis, koma fyrir skrúfu í kjálkabeinið hennar,, síðan eru ritararnir búnir að hlaða daginn með sjúklingum og bætast við aðgerð á LSH eftir hádegi,,, þannig að frídagurinn minn er farinn fyrir lítið,, ,,,  Sif og Arnar eru að fara til Morocco á morgun þannig að þau snöpuðu mat í kvöld,, sem er velkomið ,,, gefst mér tækifæri til að elda lúðuna sem Gísli Vestmannaeyjingur gaf mér,, þetta er svona 30 40 cm flak ,, feitt og fallegt,, svona eins og ég,,,, ,,   Eftir vinnu fór ég og keypti mér hvítvín og ég hef ekki verið svona glaður lengi,, megrun fer illa með fólk,, en ég ákvað samt að hafa fiskinn með hollara lagi,,, hann er svona. já og það er ein mynd af lúðu og vini hennar,,,,

1 lúðusteik,, í þessu tilfelli smálúða.  sett í ofnskúffu og krydduð með fiskikryddi úr Hagkaup,, aldrei prófað svoleiðis áður og kominn tími til að prófa ný krydd,,,,

    í skál er sett,, góð ólífuolía,,, safi úr hálfri sítrónu,, sítrónubörkurinn líka,,,   salt ,, dijon sinnep,,, og sletta hvítvín,,,  þessu er hellt yfir og smátt skorið hvítlauksrif sett þar oná,, held reyndar að ég hafi gert mistök þarna því mig grunar að hvítlaukurinn muni brenna í ofninum,, og því verð ég að hafa hitann lægri,, og þar af leiðandi ekki undir grilli sem suckar,, jæja,,, geri bara betur næst,,, 

Kartöflur voru skornar til helminga og skvettar með balsamik og rosmarín,, hver veit hvernig það á eftir að smakkast,, já og salti,,, og smá olíu,, sjáum til,,, 

 

Salsa,,,

 

eg varð eitthvað desperat um að það vantaði aukabragð svo ég steikti saman

lauk

spínat

hvítlauk

ein dós tómatar með chili

salt og pipar,,

 

eins konar salsa,, sem var on the side,,,

 

jæja,, maturinn var góður því hann kláraðist og fólk var að kroppa í hann löngu eftir að það var hætt að borða,, vínið var gott, félagsskapurinn var góður og Mía var góð að fara að sofa án vandræða,,, eitt sem var ekki gott var fuckings verðbólgan,,, hún er vond,,,

 

Tónlist hefur ekki verið mikil lengi,,, mig dreymir reyndar þessa dagana um að flytja inn Boards of Canada eða að minnsta kosti fljúga eitthvað úti heim til að sjá þá,,,, þeir eru the ultimate chill,,,

abortionhorfði á þrjár myndir á Græna ljósinu,, hef talað um king of kong en sá líka myndina um brazil löggurnar sem eru geðveikar,, og myndin frekar góð,, en besta myndin var Lake of fire,, sem er svakaleg,, fjallar um fóstureyðingar og það eru sýndar fóstureyðingar,, ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð og hefur fengið mig til að vera sterklega á móti fóstureyðingum,, ég get samt ekki dæmt fólk sem ákveður að gera þetta,, það hefur enginn rétt fyrir sér þegar kemur að fóstureyðingum,, allavega sjáið myndina og talið við migabortion 2 svo,,,,  Já og ég veit að myndirnar eru ekki þær mest lystaukandi en stundum verð ég að vera pólitískur ,,  Þetta eru ss myndir af fóstrum sem hefur verið eytt,, veit ekki á hvaða viku þessi síðari mynd er ,, líklega eftir 12  viku,, og ég veit alveg um öll hin rökin,, enda ætla ég aldrei að rökræða þetta því eins og ég sagði þá hefur enginn rétt eða rangt fyrir sér hér,, og ég harma að öll umræða þeirra sem eru á móti sé guðstengd sem hún er alls ekki hjá mér,, en þetta eru eins og áður sagði myndir af manneskjum drepnar með harðri hendi laganna áður en þær fæddust,,, og þau koma ekki út í heilu lagi,,,  er í lagi að segja  " svona er þetta bara "

 

laters,,

 

Daði 

 

 


ljúffengt frosið lambalæri með ofnbökuðu grænmeti,,,

breiðdalsvík og kárahnj 283Þegar  ég kom heim í dag hafði mín heittelskaða ekkert ákveðið með mat,, hrfmmmmmm heimavinnandi,,,  en hún tók til og það gleður mitt aldraða hjarta ómælt,,  Eins og Óskar pípari dvelur hugur minn við vorverkin og garðrækt á sumarhúsi tengdamóður minnar,, kartöflur og fleira ,,,, þetta er merki um mikinn þroska og karlmennsku,,, en öngvan aldur til að tala um,,,,, Þannig að ég er með frosið lambalæri,, málið er að ég má detta í það (matarlega séð) um helgar  skv Gauja litla aka Herborgu,,, og frystirinn er fullur af fiski,, þannig að útrunna lambalærið á hálfvirði er komið á matseðilinn,,, ég held að af því að ég fékk það á hálfvirði hafi ég geymt það eins og ormur gullið sitt þar til nú,,, nú verður það eldað,,

 

Gáfur rollunnar í Holtiég setti frosið lærið í ofninn á 70 gráður kl 4. klukkan sex hækkaði ég svo undir því og klukkan átta var það fulleldað,, og gott reyndar,,  Þetta var því miður samt ekki lamb úr Holti Breiðdalsvík þar sem himnafeðgarnir sitja á stóli sínum og yrkja ljóð,, því miður en skepnur þessar sem Afi minn ræktaði og nú Frændi minn eru þær gáfuðustu á byggðu bóli, enda komnar undan Séra Guðmundarkyninu og eru nánast mennskar eins og sést á kossi þessarra tveggja unglamba,, fólkið á myndinni er Haukur frændi minn og dóttir hans Iða,, 

 

Ofnbakað grænmeti er:

 Sæt kartafla

Laukur

döðlur

hvítlauksrif,,,,svona 10 stk

hellingur af balsamik edik og bakað undir grillinu,,, 

 

Það var ekkert með þessu,, megrunin leyfir það ekki,, engin djúsí sósa,, ekki neitt,,, ég hata megrun,,, og strumpa,,,

 

Daði 


Eldeyjar humar,,,

eldeyÉg vaknaði í morgun með bauga niður á hné,, Mía vaknar hress og kát klukkan sex á morgnanna og vaknar auk þess svona á 2 tíma fresti alla nóttina,, ég er að verða geðveikur,,, ekki fleiri börn fyrir mig held ég,,,, það er eins gott að hún er svona skemmtileg og falleg eins og hún er,,,, Þegar ég var í Vestmannaeyjum fékk ég gefins óhemjumikið af fiski,,   ég elska svona viðskipti,, kaupa fiskinn beint af sjómanninum og enginn slorfiskur,, 4 kíló eldeyjarhumar,,, tvær smálúður,, 5 kg skötuselur,,, slatti af ýsu og allt saman ferskt.  Humarinn er heldur ekkert eðlilegur,, Eldeyjarhumar eins og hann gerist bestur,, eins og í lygasögu eins og Róbert segir,,,

 

Arnar er staddur á fylleríi með Pabba sínum í US and A og því gátum við haft skelfisk handa Sif,, hann var svona. 

 ELDEYJARHUMAR,,,,,

Slatti Eldeyjarhumar skorinn eftir endilöngu þegar hann svo svona milliþiðinn,, og görnin fjarlægð, vanalega bræði ég svo saman, 50 gr smjör,  8 hvítlauksrif, heilan hvítlauksrjómaost, kryddjurtir og salt,, já og hálfa sítrónu,, þe safann,,, en þar sem ég er í megrun var þetta svona,, slatti olía ,, slatti hvítlauk,, slatti sítrónusafi,, slatti gráðostur og slatti af andstyggð á þessari fuckings megrun,, hellt yfir og grillaði í slatta stund, passa að gera ekki of mikið,,,  

 SALAT

poki klettasalat

poki spínat

 Salsa sem samanstóð af hálfum lauk ,, smátt skorinn,, ekki samt svo smátt,, meira svona eins og gróft skorinn,,,,, fjórir tómatar og þeir eru skornir smátt,,,, einn bolli ólífur,, smátt skorið,, grænar fylltar,,,, og svo var smá basillauf,,,, paprika,,,rauða papriku og hált epli,,, 

 Karrýsósa Herborgar,,, 

ein dós 5% (fyrir feita) sýrður rjómi,, ein matskeið,, mangóchutney,,, svo dass af salti,, arabísku kjúklingakryddi,, dass líka,,, já ,, og ein til 2 tsk garam masala,, eða tikka man ekki,,,  ogeitt rifið hvítlauksrif,,

 salatið er mixað,, humarinn on the side

brauð var glóðað yfir gasinu,, og með var hvítt vín sérlega gott,, en ég man aldrei nafnið á þessu ,,,, drekk þetta bara,,, 

 

kvöldið var ljómandi,, Sif fór reyndar snemma,,,  og við fórum í háttinn,,, enda uppgefin,,,

 

Daði 


Vestmannaeyjar,,,

vestmannaeyjarEr staddur í Vestmannaeyjum að bíða eftir fyrsta sjúklingi dagsins,,, ég flaug frá Bakka í morgun í stífum vindi og var þess fullviss að það yrði mitt síðasta,, ég hef lítið verið að hugsa um mat undanfarið þar sem ég og mín ektafrú erum komin í átak,, við þykjumst ætla að verða grönn,, og nú er bara borðað salat og súpur,, ég hef ekki fengið kjöt, né fisk né brauð, né bjór, né neitt sem mér finnst gott í fjóra daga,,, og ég er að verða geðveikur,, þetta er sjúklega erfitt,  ég hef þróað með mér matarfíkn sem er erfitt að brjóta,, ég ætla semsagt að koma mér niður um 10 kg og þá get ég byrjað að fitna aftur,,, Um helgar megum við borða eitthvað annað en salat, en það verður að vera hollt svo ég vona að um helgina geti ég talað eitthvað um það,,  af öðru þá sá ég the king of kong sem er á bíódögum græna ljóssins núna og verð að segja að allir verði að sjá þetta,, fyndnari mynd hef ég ekki séð lengi,, fjallar um Donkey kong meistara og þetta er eins og the office...  Þetta eru mestu nördar veraldar,,,

 laters


Árósar,,,,

Ég hef verið í Árósum.  Ég var þar að heimsækja skurðdeildina á háskólaskjúkrahúsinu með það í huga að prófa að sækja þar um stöðu,,, við sjáum til hvað verður,,,,,, þetta var um margt athyglisverð ferð,, bæði matarlega og jafnframt bar á góma margt áhugavert fólk,,, skrítið fólk danir,,,dómkirkjan

lenti í Árósum svona um fimmleytið eftir frekar leiðinlegt ferðalag, ég setta leiðinlegt electró í ipodinn áður en ég fór og eiginlega ekkert annað svo ég hafði næsta ekkert að hlusta á alla leiðina, sætin í vélum Iceland Express sucka ég flýg aldrei með þeim framar það er víst,, annars var þjónustan til fyrirmyndar,,,,,á Kastrup tók við hlaup yfir í terminal 1 og tveggja tíma bið með ekkert til að hugga mig nema Stefán Mána og eina leiðinlegustu bók sem ég hef lesið,,,, það er svona Armageddon fíflahrollur við að lesa þetta,,,, aumar bókmenntir þó svo að ég sé ekki mikill bókamaður,,, ,, ég fékk mér pylsu og bjór á barnum þarna og mátti hlusta á vergjarna lesbíu sem heldur að hún fái samstarfskonu sína til lags við sig með því að tala um píkurakstur og sjálfsfróun, ekki það sem ég nennti að hlusta á með pylsunni, þó gæti verið að Stefán Máni hefði viljað það miðað við skrifin hans,,,  Eftir flugið til Árósa við hlið andfúls manns með flösu tók við ánægjulegast partur ferðalagsins, aksturinn inní borgina,, landslagið hér heillar Íslendinginn því hér er víðsýnt og gróið,, en sjálfsagt engin andgift því hér eru engin fjöll og þar af leiðandi enginn skáldskapur,,,,  Hótelið er ágætt,, Hotel Royal,,, mæli svosem ekki með því,, en ágætt,,   ég gekk örlítið um fyrsta daginn og endaði svo á því að fá mér besta hamborgara sem ég hef fengið,,, í stað þess að hafa hakk voru safaríkar sneiðar af kjöti,, beikon þurrt og krispí,, hvítlauksmæjó,, ruccola,,, og ferskt grænmeti,, og brauðið var bragðmikið líka,,, það er eitthvað sem ég skil ekki hér hvað brauðin í hamborgurum eru alltaf eins og óspennandi,,   ég sofnaði kl 20:00 og svaf til 09:00 ,,  6. apríl,, í dag á Gauti bróðir afmæli,,, hann er 35,,, við erum að eldast,,  ég var svosem ekki mikið að gera í dag allt lokað og einmannalegt,, ég undirbjó mig samt eitthvað fyrir morgundaginn,, hringdi í Sævar og svona,,, ég nennti ekki að leigja mér bíl til að rúnta um eða neitt,,, enda ekki ástæða ferðarinnar,,,,borðaði fínan morgunmat við canalinn,, fjórir litlir réttir,, jógúrt,, eitthvað með reyktum laxi,, omeletta og súkkulaðipannakaka,, kók og kaffi,,,  ég rölti um í dag,,, gerði ekkert,, keypti mér bók um Árósa,, canalkeypti gjafir fyrir stelpurnar,,, horfði á MTV,,,, leiðist,,, 7 Apríl,,, dagurinn á sjúkrahúsinu var skemmtilegur,,, hitti alla nema Jon Jensen sem er víst aðalosturinn þarna,,, hitti hann á morgun er mér sagt,, ég var á stofugangi með Júlíusi sem var mér afar góður,,, hann hugsaði vel um mig allan tímann,,, sýndi mér allt,, og lánaði mér fyrir fiskibollu í hádegismat,, eftir daginn var ég þreyttur,, borðaði vonda pizzu og fór að sofa,,,,  8 Apríl,,, var með Jon Jensen í aðgerð á bilateral klofnum góm á níu ára dreng og Martin Dahl í að fjarlægja liðdiskinn úr TMJ bilateralt,,, þetta var gaman,, Júlíus var með Martin í aðgerðinni.   ég kvaddi síðan með Harðfisk og Ópal að heiman fyrir Júlíus og svo 0.5 kg af súkkulaði fyrir kerlingarnar á deildinni, ég fékk mér svo pylsu og kók við tónlistarhúsið og talaði við kerlinguna á meðan,, pylsur eru svo miklu betri hér en heima,,,, Mér fer fram í dönskunni,,, verslaði meira á stelpurnar  keypti mér linguaphone á dönsku,, og tónlist,,, um kvöldið borðaði ég á víetnömskum stað, KJ MINH fyrir þá sem eiga ferð um Árósa,, hann er við lestarstöðina á veginum sem liggur niður að höfn,, frá ráðhúsinu,, þe í hina áttina,,, þetta er besti asíski matur sem ég hef fengið,,, eins konar víetnamskt tapas,,,á diskun var lamb,, sveppir,, sushi,, vorrúllur,,, sardína,,, kræklingur,, grænmeti,,, og reyktur ávöxtur sem ég kann ekki skil á,,, geggjaður matur,, og gott létt kaliforníu vín með þessu,, man ekki nafnið,,, 9 Apríl,,, ferðin heim var ágæt,, klámkjaftur sem skutlaði mér á flugvöllinn,,, talaði um hvað íslenskar konur hafi verið auðveldar þegar hann var í danska flotanum í denntid,,, hafði bara klst á milli innanlandsflugsins og heim,, smá stress en var síðan í lagi því Iceland Express var með seinkun eins og vanalega,,, aldrei með þeim aftur aldrei,,,

 Það er gott að koma heim,,,, þrátt fyrir ljótar fréttir af dauðaslysum og gjaldþrota bönkum,,

 

Spleen united er málið þessa dagana ,,

 

Daði

 


Ítalskur saltfiskréttur,,,,

saltarinn

Miðvikudagur í feðraorlofi,,,,  gott,,, þetta var eitthvað furðulegur dagur,,, var latur,,, og smá þunnur því það var matarboð í gær,,,, þetta fer að hljóma eins og blogg alkahólistans,,,  alltaf afsökun fyrir að drekka,,, matarboð,,,,  Herborg keypti sér afmælisgjöf frá mér í dag,,, það er eins og vanhæfni mín til að kaupa fallega hluti fyrir aðra en sjálfan mig hafi komið mér til góða,, ég þarf ekki að gera það lengur,, þeir sem eiga að fá hlutina eru búnir að gefast upp á mér og gera það sjálfir,,, en ég þarf samt sem áður að borga,, kannski ég finni leið til að fá þá til að gera það líka,,,,, jæja,,  Saltfiskur í matinn,,, hnakki velt í hveiti,, salti,, pipar í plastpoka,,, steiktur í heitu olíusmjöri þar til gullinn,,, laukur, hvítlaukur, chili, capers látið svitna,, svo tómatar úr dós og eitt glas hvítvín úti,,, soðnar kartöflur með þessu,,,

 

 fínt,,   það er ennþá Tom Waits í gangi,, þarf að fara að fá nýja tónlist,,,

 

já og fuckings einkaþotan er eitthvað að fara í taugarnar á mér,,,, það hlýtur að svíða að vera á örorkubótum og heyra að framkvæmdastjórnin sé að fljúga fyrir sömu peninga og maður fær fimm árum í bætur,,,,  jæja,,, mér finnst þau vera raunveruleikafirrt,,,, einkaþota hjálpar verðtryggingunni minni ekkert,,,,

 

Daði 

 


ekkert í dag....

ég eldaði ekkert í dag,,, ógeðslega langur dagur í vinnu,,,, svo fórum við í grillaðan kjúkling og með því til okkar nánustu vina,, Sifjar og Arnars,, alltaf gott að heimsækja þau,,, ég missti því miður af leikjum Rebekku við FH í dag,,, þær töpuðu en Rebekka skoraði tvö mörk sem voru einu mörk liðsins held ég,,, Herborg fór þannig að einhver mætti,,,,  Árhúsaferðin er eitthvað að trufla mig,, ég er eitthvað kvíðinn,, þarf að tala dönsku,, það er einvern veginn langur vegur frá Breiðdalsvík til Árhúsa fyrir mig,, þarf að komast yfir það,,,,  Jæja ég er farinn að sofa,,, 

 Go Rebekka,,

 

Daði 


Marakóskt gúmelaði fyrir Sif,,,,,,

gúmelaðiðÞað er enn ein tannpínuvaktin.,,, það má segja að í dag hafi hún verið með erfiðasta móti.  Svona vakt á að vera tveir tímar, ég var í 6.  Það komu 19 manns í dag og allir með frekar erfið verkefni fyrir mig,, meðal annars þurfti ég að sauma saman neðri vör, draga vonlausar tennur og hjúkra brotnum sálum,,,, erfitt.  Það var þó huggun harmi gegn að í kvöld komu Sif og Arnar í mat.  þau eru búin að vera að biðja um að smakka svona Tagínumat.  Þannig að í kveld lagði ég allt í sölurnar.  Herborg bakaði brauð. 

 Rebekka er hjá okkur loksins en hún er veik greyið.  Eitthvað í hálsinum. Daníella er líka hjá okkur og það er langt síðan hún hefur komið.  Þannig að það er nóg um að vera þessa helgina.

Ég er mikill trúmaður á comfort í mat og neyslu hans.  Comfort skilgreini ég þannig að það sé hægtveislan að borða þetta með höndunum,  eða nota brauð sem skeiðar þegar matar er neytt, ég finn það alltaf betur og betur að maður er lengur að borða hann með þessu móti og bragðið kemur einhvernvegin betur fram,  þar fyrir utan er gaman að vera skítugur  um hendurnar og dálítið subbulegur. Matur fyrir sálina og í kvöld veitir mér ekki af.

  

Heill kjúklingu niðurskorinn í óreglulega bita fyrir comfortið.

 

í botn tagínunnar set ég olíu, Kanilstöng, salt og pipar, chili, hvítlauk og engifer.  (same old same old)

steiki kjúklinginn í smá stund í þessu, bæti svo við kartöflum ósöðnum, epli, appelsínu, furuhnetum, döðlum hvítlauksgeirum og smá niðurskornum lauk.  Hellti svo hálfum litlum bjór yfir allt saman ásamt ríkulegu af arabísku kjúklingakryddi.  saffran af hnífsoddi.  Þetta er soðið lengi þar til allt saman maukast að einhverju leyti.  Þetta er síðan borðað með höndunum og brauði.

unglingarnirVið drukkum ástralsk vín með þessu "leap of faith" sem var gott og milt, bara keypt út af nafninu.  Sem og bjór, mér finnst bjór vera bestur með svona mat. 

 

Maturinn var fínn. Félagskapurinn góður, og tónlistin fín, meira að segja unglingarnir borðuðu, svo kvöldið var hið  ágætasta.  Sif og Arnar eru svo að fara til Marocco eftir tæpan mánuð, vonandi fæ ég eitthvað í búið þaðan, hlakka til að komast þangað sjálfur.

 

Daði 

 

 


Fyrir fiskunnendur sem aldrei fá fisk lengur,,,,

vantar Míu

Ég verlsaði með stelpunum í dag,, ég var með alla hersinguna á eftir mér,, Herborg, Rebekka (veik) og Mía.  Hvað er í matinn? ég er svöng? má ég fá þetta og má ég fá hitt,,,, við komum að kjöt og fiskborðinu og þarna var óspennandi kjöt í kílóavís og svo girnilegar stórlúðusteikur, steinbítur, lax, silungur, saltfiskur, kinnar og karfi,,, allt matur sem mig langaði í ,, en stúlkurnar voru ekki á sama máli þannig að ég endaði með Entrecote í poka.

 

Sauð kartöflur í vatni í 10 mín.  flysjaðar.  settar á pönnu með rjóma, vatni, og sykri.  Gert þetta áður og talað um það hlýtur að vera.   sauð líka aspas í svipaðri blöndu.  steikurnar voru saltaðar, steiktar í eina mínútu á hvorri hlið og flamberaðar í púrtvíni.  settar í ofninn í smá stund.  Sósan var kjötsoð ca 1 dl settur á pönnuna ásamt svona 50 ml púrtvín og soðið niður með hvítlauk.  ég nennti ekki að hafa neitt meira enda í erfiðu skapi vegna yfirvofandi neyðarvaktar um helgina og fiskleysis,,,,

 

Tom waits er sammála mér,,,, 


Marókóskt lamb fyrir Langa,,,,,

Það er miðvikudagur.  Ég fór í dag og keypti hlaupagrind fyrir Míu þar sem hún er orðin svo sterk ogÞnglynd Tara mobil,,,vona að hún fái þráhyggju fyrir þessu.  Við versluðum í dag stórt, enda varla annað hægt þegar heimilin eru á leið í gjaldþrot á íslandi, væri Ingibjörgu ekki nær að vera frekar hérna heima og redda þessu en að vera í Afganistan og reyna að koma okkur í öryggisráðið,,ég held að það að vera í öryggisráðinu hjálpi mér ekkert með vextina,,,,,,, Las bloggið hjá Pétri Tyrfings enn og aftur, er gríðarlega ánægður með að hann sé farinn að blogga aftur, mikill penni og skemmtilegur.  Þar fer hann frábærlega með það af hverju Solla sé með höfuðklút á ferðalagi sínu, skora á þá fáu sem lesa þetta blogg að kíkjá Pétur á eyjan.is.   Læt fylgja mynd af miðjubarninu henni Töru.  Hennar er sárt saknað.

 

Síðan á páskadag hefur lambið legið í ofninum hjá mér og ég orðinn frekar órólegur.  Það var svosem ekki mikið eftir en nóg til að bjóða í mat,  Langi og hans fagra frú ætla að koma í kveld og borða með okkur.  Langi aka Torfi er kollegi og vinur, aukreitis er hann íslendingur að sanni.  Hann les ljóð og ævisögur og gengur á fjöll,  menn verða ekki myndarlegri en svo.  Hans ektafrú Elva læknanemi af Danmörku kom með.  Hún er góð.Hjónaleysi með Míu

Lambið var úrbeinað og af því fékk ég kannski 700 gr af kjöti.  Olía sett í Tagínu, söltuð, kanilstöng sett útí, arabískt kjúklingakrydd, paprikukrydd, heill hvítlaukur, stór biti engifer, heill chili niðursneiddur (fyrir þá sem ekki þora þá má minnka þetta auðvitað)  Kjötið er steikt í smá stund, svo bætti ég við afgangskartöflum frá því um daginn og eitthvað af soðinu sem var hlaupið,  appesínu, epli, slatta döðlum, já og engu fleiru held ég.  Soðið lengi og vel eins og fólk í marókó gera,, að ég held,,,  

Við bökuðum brauð í dag sem var borðað með þessu,  

allt blandað saman í skál.

 

7,5 dl hveiti

tsk salt

eitt egg

2,5 tsk ger

tsk sykur

3 dl volg mjólk

dl matarolía

hnoðað og látið hefast í 30 mín og svo hnoðað aftur og afur látið hefast,, skipt í bollur og bakað,,,

ljúffengt,,,

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband