Færsluflokkur: Matur og drykkur
Lambalæri af nýslátruðu kryddað með ansjósum reyktum hvítlauk,majoram og borið fram með kanil rauðkáli, og ofnbökuðum kartöflum.
23.3.2008 | 21:27
Það er Páskadagur. Eins og segir í fyrri bloggfærslu er hann haldinn hátíðlegur vegna páskakanínunnar og sigri hennar yfir Jesú. Ég á tvær dætur sem fengu páskaegg, sú eldri sem er níu ára er reyndar ekki hjá okkur á páskunum en hún heldur uppá Páskana ekki vegna þess að Jesú gekk í gegnum það sem hann á að hafa gengið í gegnum heldur vegna Páskaeggja. Og kirkjan segir ekki neitt frekar en fyrri daginn. Það er svo mikið akkorð í gangi hjá þeim núna að þeim er alveg sama held ég. Hvað veit ég svosem. Fyrir mér er þetta frí sem skapast í kringum Páska velkomið, gott að vera með fjölskyldunni og slaka á. ég get reyndar ekki mikið slakað á þar sem Mía litla öskrar á mig stanslaust,,, held hún sé þreytt,,
Súpa ég gerði súpu í hádeginu, tel það snjallt þegar bíður stór matarveisla um kvöldið,,, nú er ég að hugsa eins og frönsk kona....... Þetta var ekki merkileg súpa en hún var svona
Vatn sett í pott með rjúpnasoði frá því um jólin. Steiki á pönnu, chili, hvítlauk, engifer og set útí vatnið, ásamt einni dós af niðursoðnum tómötum. Síðast set ég úti þegar ég er búinn að smakka allt til slatta af kúfskel sem ég átti í frysti,,,, ljúffengt,, vildi að ég hefði átt gott brauð og kalt hvítvín,,,, jæja það kemur síðar.
Forréttur Blinis með kavíar. Þennan rétt fengum við hjá Sif og Arnari á áramótunum síðustu. Þetta er í rauninni bara samsetningur. maður tekur eitt stk blini, vætir það í hlynsírópi, þarnæst kemur reyktur lax, svo kavíar, þe því fínni því betri, við erum nú bara með grásleppuhrogn hér bæði svört og rauð, svo sýrður rjómi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur forréttur líka fyrir fólk að borða,, skemmtilegir litir og mikið af allskonar bragði.
Páskalambið.
Ég keypti þetta læri fyrir fjórum dögum og hann sagði mér það kjötmeistarinn að þetta væri af nýslátruðuð en ég held að það sé reyndar ekki lamb heldur veturgamalt,, shit hvað ég er mikið utan af landi,,,en það hefur því aldrei verið fryst. Það er búið að liggja í ískápnum hjá mér síðan þá og í dag marineraði ég lambið.
sett saman í mortél.
kóríanderfræ. Salt. Pipar. Hvítlaukur. Majoram (hér má eflaust nota hvaða kryddjurt sem er en þetta átti ég til svo ég nota það bara) allt er þetta marið saman og ég lét það standa í smá stund til að blandast.
ég sker alveg inn að beini litlar holur í kjötið og í hverja holu sting ég geira af reyktum hvítlauk, ansjósuflaki og majoram sem ekki fór í mortélið. svo nudda ég lærið vel að utan með mortélmixinu. geng frá því þar til í kvöld. ÉG skteikti síðan lambið örlítið á pönnu á öllum hliðum og setti í sjóðheitan ofninn undir grillið í svona 3 mínútur og svo niður á 180 gráður í 1,5 klst. Eða þar til kjarnhiti er svon 70 gráður. Vantar samt kjötmæli,, þarf að kaupa hann,,, note to self.
Rauðkálið: Skorið þunnt ásamt sellerí. Í tagínuna set ég olíu, smjör, salt, pipar, engifer, og epli. notaði hálft rautt epli að þessu sinni. þar oná kemur rauðkálið og selleríið og þetta sýð ég saman heillengi, set síðan jafnvel í ofninn ef mér finnst þurfa. sé til,, vanalega bragðbæti ég þetta með sultu í lokin.
Kartöflurnar eru rjómasoðnar,, þe ég sýð þær í blandi af vatni, rjóma og sykri, smám saman gufar vatnið upp og eftir situr rjómakarmella utan um kartöflurnar,, ljúffengt,,,,
Sósan er líka einföld. ég notaði afgangs rjómakarmellu þegar kartöflurnar voru búnar. bætti við hana villisveppum sem við Rebekka tíndum í haust og bragðbætti síðan með kalkúnakrafti í bland við villikraft, Soðið af kjötinu gerir síðan gæfumuninn. smakkaði til með salti og pipar og til að toppa þetta fór örlítið af Púrtvíni útí.
Eftirrétturinn var Herborgar, Panna cotta að hætti hússins (eins og vanalega) Afbragð
Tónlistin í kveld var föður mínum ekki að skapi, frekar en vanalega,, þetta er tónlist dauðans sagði hann,, en hey,, þetta er betra en HLH og Ellen Foley,,, það verður ekki deilt um smekk,,,,
Grilluð purusteik með rjómasoðnum kartöflum og sveppum.
23.3.2008 | 09:13
Ég hef ekki eldað mikið undanfarið, hef meira verið í mat en í tilefni af innreið páskakanínunnar inní súkkulaðiland grillaði ég purusteik í fyrrada. það hef ég ekki gert áður, þe að grilla hana. Sif hafði gefið okkur ljúffenga indverska veislu af grillinu daginn áður og því var ég í grillstuði,,, og ofninn virkaði ekki .
Það er skorið í steikina á hefðbundin hátt en þetta var mjög fínt hryggjarstykki, ég gerði reyndar þau leiðu mistök að skera það í ranga átt miðað við trefjarna í kjötinu en það reddaðist. kryddaði með salti, pipar, kanil og lárviðarlaufum sem stungið er í puruna. Það verður að gæta vel að því að salta puruna mjög vel. Svona var kjötið í svona fjóra fimm tíma eitthvað svoleiðis,,, þá sauð ég puruna í vatni í svona 10 mín og skelti henni svo á grillið. Vatnið notaði ég síðan í sósuna. Á grillið fór síðan allt afgangsrósmarín sem ég átti því mig langaði að athuga hvort ég fengi smá smókí bragð en ég tók nú ekki eftir því svosem. Ég steikti þessa sveppi sem ég man ekki hvað heita og gerði rjómasykurkartöflur sem voru ljúffengar. Sósan var einföld og í raun gerði Herborg
meira af henni en ég. Sveppirnir og soðvatnið fer í pott ásamt smjöri og rjóma, setti í þetta sósugrunn úr búðinni
á Laugarvatni. Salt pipar og Wiskey er síðan notað til að smakka til,, Maturinn var mikið sucsess. Drukkum rauðvín, Montecillo Crianza sem er létt meðalfyllt vín,, og frekar þurrt,, og svo síðar drukkum við Arnar margar fjörur af víni og áfengi í pottinum, stelpurnar gáfust upp og fóru að sofa en ég held að við Arnar höfum jafnvel komist að niðurstöðu um allar ósvaraðar spurningar alheimsins hingað til.
Tónlistin var dýrleg. Minimal teknó frá Arnari, Dusty kid og ég var með Cinematic orcestra sem ég er að elska núna,,, svo á leiðinni heim hlustaði ég á Ágætis Byrjun í 2948402857564738291910102993847 5675757484839392938747 sta skiptið held ég,,,, Stina Nordenstam var síðan í þynnkunni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skáldagnocchi með reyktum hvítlauk,,,,
20.3.2008 | 00:11
Dagurinn var tekinn í að þrífa. Það er eitt það leiðinlegasta sem ég geri held ég , þrífa og fara í fermingarveislur, enda geri ég það ekk, þe fermingarveislurnar. Við þrifum semsagt íbúðina hátt og lágt, og ég lærði í fyrsta sinn að setja utan um sængina mína sjálfur. ég er 31 árs. þannig að nú get ég það. dagurinn fór svo í snatt og snúninga, fékk mér bæjarins bestu og kók í hádeginu. og ég verð að segja að það er besti skyndibiti sem ég fæ.
það stefndi í rólegheit hjá mér og Herborgu í kvöld. Þá var löngu ákveðið að fara í sumarbústað með vinafólki en síðan er svo mikið að gera í skólanum hjá Herborgu að við ákváðum að vera bara heima alla páskana. Rebekka er því miður ekki hjá okkur um páskana en hún er að skíra litilu systur sína fyrir vestan. ,,, við versluðum því í dag og undirbjuggum páskana svo í dag þá hringdi Jón Atli bróðir hennar og við ákváðum að borða saman fjölskyldurnar, ég átti svosem ekki mikið einhvernvegin nema í dag keypti ég tilbúið gnocchi, og reyktan hvítlauk. Það átti að vera grunnurinn. Ég hef ekki notað reyktan hvítlauk áður og mig grunar einhvernvegin að ef hann sé notaður eins og óreyktur hvítlaukur þá muni reykjartónninn fara af honum svo ég setti hann bara í fólíu með salti og góðri ólífuolíu og í ofninn og hef hann á hliðarlínunni.
Skáldamatur:
Steikti sveppi og spínat í smjöri sem meðlæti.
sósan var:
lítill bjór settur á pönnu og suðan látin koma upp. arkueyrar gráðostur settur úti ásamt tveimur hvítlauksrifjum og heilum rauðum chili smátt skorið, smá hvítvín og smá kalkúnakraftur (oscar) soðið þar til þykkt.
Gnocchi soðið þar til flaut upp og borið fram með steinbökuðu brauði. Áður fengum við smá antipasti sem samanstóð af óífum og ætisþistlum og brauði,,,,,, salat var minimal og samanstóð af spínati og fetaosti,, ekkert merkilegt en ógeðslega gott engu að síður..,,, við áttum frábæra kvöldstunda saman með rauðvíni og spjalli,, og sannar aftur að ítölsk stemming og matargerð er einföld og skotheld. fyrir þá sem ekki vita hvað gnocchi er þá er bara að googla það og prófa....frábært frávik frá pasta.
í kvöld var Cinematic orchestra á fóninum og skapaði jazzí stemmingu fyrir okkur,,, það fór reyndar meira fyrir tali og umræðum en tónlistinni,,, en stundum er það það sem maður vill,, svona bakgrunnstónlist,,,,,talandi um tónlist þá eru íslensku tónlistarverðlaunin nýskeð og mér finnst að það þurfi að fara að endurskoða þetta eitthvað. vísa til bloggsins hjá Dr Gunna þar sem hann skrifar frábærlega um þetta, eiginlega alveg það sama og mér finnst, þe fáránlegir tilnefningarflokkar, Felix Bergson ofsalega þreyttur í þessu finnst mér. Tilnefningarnar ekki góðar, vantaði Ólaf Arnalds, Sigurrós, Skakkamanage, ofl ofl ofl jæja, það verður ekki deilt um smekk
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norður afrískt svínakjöt,,,,,
14.3.2008 | 18:40
Það er búið að vera mikið að gera,, bæði í vinnu og fjölskyldu,,, árshátíð hjá Rebekku í gær þar sem hún dansaði cha cha cha við draumaprinsinn hann Magnús,,, á reyndar eftir að hitta piltinn en það er mikið talað um hann,,, þau eru níu ára.... Herborg er í skólanum og er dugleg,, hún er að ala barnið og læra,, og
það er meira en ég gæti,,,, í dag var mikið að gera í vinnu,, aðgerð eftir hádeg,,,, náði í RED áðan og tók til í eldhúsinu og fór að elda. Herborg er sannfærð um að ég sé ættaður frá Norður Afríku þar sem ég hef dökkan húðlit og er austan af fjörðum og er "skapmaður" eins og hún segir,, allavega heillar þessi eldamennska þeirra mig mikið og hér á eftir fylgir tagínuréttur sem ég elska.
í Tagínu set ég.
ólífuolíu. salta hana frekar mikið og set kanilstöng útí sem ég brýt niður. stór biti af engifer smátt skorið og einn chilibelgur skorinn niður og fræ og allt fylgja með vil hafa þetta sterkt. Í þessu steiki ég svínakjötið þar til vel gullið. síðan bæti ég við þremur hvítlauksrifjum stórt skornum,,,, einum rauðlauk stórt skornum, fullt af döðlum,, epli,,, mandarínu,,,, þremur tómötum,, í rauninni valdi ég bara eitthvað sem ég átti í ískápnum,, það er hægt að nota hvað sem er í þetta,, bara eitthvað kjöt og eitthvað grænmeti,,,, ég krydda þetta með paprikukryddi,,,,, túrmerik,,, og afrísku kjúklingakryddi frá pottagöldrum,,, salti og pipar,, og muldum kórianderfræjum,,, já og handfylli af Majoram. í lokin vantaði smá sætu og eld þannig að ég setti sultuna hennar Ástu Bínu eins og vanalega,, þarf að ræða við hana um að sigra kokkaheiminn með þessari sultu,, ótrúlega mikil snilld... meðan þetta sauð í svona 1,5 klst,,, já svo lengi dundaði Mía sér við að rífast við eldvarnarteppið og RED horfði á unglingamynd,, ég læt fylgja myndir úr eldhúsinu hjá mér fyrir Hönnu vinkonu svo hún drepist úr söknuði,,, já og af Míu og Rebekku,,, dætrum mínum.
Tom Waits er í græjunum,,,, eins og undanfarna daga,,, líklega mesti snillingur tónlistarsögunnar....
Kveðja Daði,,,,
Matur og drykkur | Breytt 17.3.2008 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég og Mía tókum göngutúr um Miðbæinn í dag. Fórum í morgunmat á Roma, gengum niður Laugarveginn og komum við í bókabúðum á leiðinni, fórum líka í gluggaverslunarleiðangur. Við fórum svo í Kolaportið þar
sem ég keypti frosnar sardínur, smokkfisk og skelfisk. Því næst lá leiðin á ljósmyndasafnið með stuttri viðkomu á listasafni Reykjavíkur. Á ljósmyndasafninu er nú sýningin Staðir/Places og ljósmyndarinn er Einar Falur Ingólfsson þar sýnir hann myndir af ferðalögum sínum frá 1998 til 2008 og er gaman af. Þarna eru myndir héðan og þaðan og í skemmtilegri kantinum er td mynd af slátrun á svíni og önnur af jarðarför,,, kannski ekki mest upplífgandi tilefnin en þessar vöktu athygli mína að minnsta kosti. Mæli með þessu safni. En þá að sardínunum. Sex sardínur. Það þarf að gera að þeim og afhreistra sem er létt verk en tímafrekt,,, ég skóf hreistrið af með fingrunum undir rennandi vatni. Ég
saltaði þær svo frekar mikið og lét þær vera þannig í um fjóra tíma. Tómatsósan er auðveld. Mýkir hvítlauk og chili á pönnu, ein dós niðursoðnir tómatar og saxað basil, svona handfylli,, já og svo balsamik edik ca 1 msk, salt og pipar. ég lét tómatsósuna kólna í 4 tíma og hitaði svo upp, mér finnst eins og basil og hvítlauksbragðið verði betra þannig. Brauðið er einfaldlega ristað í ólífuolíu á grillpönnu.
Ég steikti sardínurnar á meðal hita á grillpönnu í sérsöltuðu smjöri þar til þær voru orðnar golden og krispí.
borið fram með ruccola og kók. Ágætis matur fyrir sálina svona á sunnudegi......
Ég hlustaði á Lee Perry í allan dag og fékk minn skammt þar til eftir svona mánuð held ég ,,, archology vol 1 er þannig að lagið kemur og svo strax á eftir dub útgáfan af því og það fer alveg með mann ,,, en ég elska engu að síður Lee Perry,,, það er ekki annað hægt.,,,
Daði
París að vori og maturinn þar,,,
4.3.2008 | 18:12
Ég hef ekkert bloggað sökum þess að ég fór með fjölskylduna til Parísar í smá snemmbúna vorferð, til að slaka á,,, mér þykir París ákaflega skemmtileg borg, og jafnvel sú skemmtilegasta, Rebekka eldri dóttir mín hefur hingað til ekkert farið nema á sólarstrendur og jú einu sinni til Tallin svo þetta var mikil upplifun fyrir hana. Hún fór efst í Eiffel turninn, fór í messu í Notre Dame, sá Monu Lisu, tapaði sér í Disney World, blotnaði í fæturnar í Montmatre, fór hundrað ferðir í Metropolitan,,,,, upplifði sína fyrstu súkkulaðibúð, á keypti sér regnhlíf, komst að því að jólasveinninn er ekki til, né hafmeyjur, verlsaði vaxlampa við Pompidu og svo góndi hún á göturnar í
París, annað sem hún sá nóg af voru kaffihúsin, Það er gaman að sjá frakka borða, þeir eru lengi að því og njóta þess vel,, mikið af súkkulaði, Matarlega séð var þetta ágætt, við vorum auðvitað með ungann litla sem er sjö mánaða í dag og hún var siðgæðisvörður og sá til að ekkert var verið að hanga frameftir, hvorki á veitingastöðum né börum,,,, við fundum frábæran Ítalskan stað sem hafði
mesta sjarma og rómans af öllum stöðum sem ég hef komið á, gamall kokkur og vinaleg stemming, myndir af honum sjálfum á veggjunum og heill veggur af dúkkusafninu hans,, hann lék við hvern sinn fingur og þóttist missa kaffi á gesti og hótaði Rebekku með vatnsbyssu kláraði hún ekki matinn sinn,, við fórum líka á ógeðslegasta fondue stað veraldar sem var með gamalt brauð, edikerað vín, vonda skurði af kjöti yfirsoðinn ost í potti og yfir allt saman ógeðslega þjónustu og mat,,,versti matur í parís líklega,,,, við borðuðum endalaust af creme du caramel,,,,, endalaust af víni,,,, endalaust af brauði,, fois gras,,, endur,,, sardínur,,, sinnep,,, pasta,,,,
kjúkling, pizzur,,, kjötsúpu,,,, croissants,,, samlokur,, (þjónninn var skotinn í Herborgu),, grænmetissúpu,,,súkkulaðiís,,,bjór,, kaffi,,,, kakó,,, crepé,,,puslur,,,, og fleira og fleira og fleira,,,, Hótelið var fínt í St Germain hverfinu,,, flugum heim með osta og kæfur og erum ánægð með ferðina,,, Bíð svo bara eftir vísa reikningnum,,,
Já og tónlistarlega séð þá er allt við það sama einhvernvegin,,,, nema það að Birgitta Haukdal er búin að gefa út eitthvað sem Rás 2 telur að eigi heima sem plata vikunnar og ég verð að segja ,,,, afsakið mig meðan að ég æli,,,
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Humar fyrir hús og híbýli.....
20.2.2008 | 22:15
Ég átti góðan dag í dag,,, vaknaði þegar mig langaði (af því að það er miðvikudagur) fékk mér morgunmat með fjölskyldunni, og fór svo uppá LSH í aðgerð, við vorum að grafta bein frá mjaðmakambi framaná efri kjálka sökum lítils beinstuðnings undir tanngerfi,, fylltum líka kinnbeinsholurnar af beini,, en nóg um það,,, Hús og híbýli komu heim í dag að taka myndir af eldhúsinu hjá mér,, þau eru með eldhúsa special,, skilst mér,, ég var ekki með á myndunum því mér svíða svona uppstilltar myndir,, auk þess sem þau fjarlægðu eitthvað af dóti úr eldhúsinu,, og það var frekar sterílt fannst mér,, jæja,,, þegar þau voru farin fór ég að elda,, Herborg hafði ekki tekið neitt út til að elda né keypt neitt svo ég tók út Vestmannaeyja humar frá Gísla vini mínum og hörpuskel úr bónus,,,, fyrst hörpudiskurinn.
Ég steikti gulrætur og sellerí sem ég hafði skorið í mjög litlar ræmur í olíu. Steikti svo hörpudiskinn og setti þetta saman inní ofn í svona 8 mín á 180.
á meðan hellti ég púrtvíni í heitan pott svo það sauð strax,, bætti í það smá soja og chilisultur (enn og aftur sultunni hennar Ástu Bínu) ristaði svo brauð á pönnunni og smurði með gráðosti,, svo grænmetið, svo ruccola, svo hörpudiskinn og sósuna umhverfis,,,
þetta var fínt,, ekkert brjálað en öðruvísi og fínt,,,
Humarinn.
ég tók hann úr skelinni og hélt uppá skeljarnar. hakkaði hann saman við
rósmarín
hvítlauk
hálfan tómat
olíu
salt
pipar
setti svo hakkið aftur í skelina sem var butterflied og inní ofninn í 10 mín á 180 og svo undir grillið í 2 mín
með þessu var spínatkartöflumús með furuhnetum sem er gerð þannig að ég set spínat, furuhnetur bráðið smjör, soðnar kartöflur og mjólk í magic bulletið,, og hræri í drullu,,, skemmtilegur litur og texture og bragðið sömuleiðis,, ég reyndar sykraði hana svo eftirá svona for old times,,,, með þessu var líka ruccola,,,
restina af músinni át ég svo með ristuðu brauði,,,
við hjónaleysin drukkum faustinu sjö sem er enn og aftur uppáhalds ódýra vínið mitt.
ég er búinn að vera að hlusta á In rainbows undanfarið og hún er góð,, sérstaklega við fyrstu hlustun,, en það kemur líklega ekki önnur plata frá Radiohead eins og Kid A
bimmsala bimm
Daði
Matur og drykkur | Breytt 20.3.2008 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11 Febrúar 2008
13.2.2008 | 15:03
Ég er 31 árs þennan dag. Ég hef það fyrir sið að gera ekkert þennan dag. það er á heimilinu, ég ligg bara í sófanum og geri ekki neitt. Rebekka bakaði handa mér súkkulaðitertu sem var skreytt með smartís og lakkrís,,, og ég fékk marga pakka..... svo komu mamma pabbi ragga og tengdó í mat um kvöldið... frábært,,,
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hörpudiskur á rúgbrauði, með sætri kartöflu, sellerí, hvítlauk, fennel og gulrót,,,
8.2.2008 | 18:28
Það er föstudagur,,,, Vikan að baki og ég fór í bónus,,, nýja bónus á grandanum,, verð að segja að engin búð í Reykjavík suckar eins mikið,, engin bílastæði, búðin illa hönnuð,, ekkert pláss,, það fór meiri tími í að afsaka sig fyrir að vera fyrir,, eða biðja fólk að hleypa mér framhjá,, versla aldrei þarna aftur,,,, jæja,, ég keypti hörpudisk í bónus,,, og gerði forrétt,,
skar í mjög litlar ræmur:
fennel
gulrætur
hvítlauk
sellerí
skar út 0,5 cm þykka sneið af sætri kartöflu og rúgbrauði (notaði glas til að skera það)
steikti kartöfluna og svissaði grænmetið, og setti í ofninn.
smurði rúgbrauðið með sérsöltuðu smjöri. þegar grænmetið var orðið mjúkt setti ég það aftur á pönnuna og hellti smá hvítvíni, limesafa og smá (þá meina ég smá) rjóma, og saltaði.
sæta kartaflan fer oná rúgbrauðið, grænmetið þar oná , svo hörpudiskinn sem var steiktur á pönnu og í ofninn í svona 10 mín.
Herborg segir að þetta hafi verið " afar mettandi" en ég verð að segja að þetta sé mjög góð byrjun á rétti,, vantar eitthvað afgerandi bragð samt,,, "gott texture" segir hún,,, he he h ehe
jæja ætla að elda aðalrétt,,
ok aðalréttur,, nennti varla að gera neitt,, fór í bað og svona í millitíðinni,,, en aðalrétturinn er líklega sá lélegasti sem þetta blog hefur séð,,, grísahnakki steiktur í hvítlauk og gráðosti með spínatsalati,,, það var nú ekki merkilegra en svo,,, með þessu var bjór og Jaga Jazzist,, tónlist sem gerir mann geðveikan,, nýtísku jazz og electro ívafið er nákvæmlega eins og ég fíla það best,, skrítinn taktur, og skrítin hljóð,,, ekkert lag eins,,,
kveðja Daði
daði
Matur og drykkur | Breytt 13.2.2008 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gráðostakjúklingabringa frá Akureyri,,,
6.2.2008 | 21:45
Ég held að i kvöld hafi ég lagt grunninn af daðasamlokunni. Mig hefur lengi dreymt um að eiga svona trademark samloku, eitthvað sem vinir mínir fá hjá mér og engum öðrum,, ég hef gert tilraunir með þetta lengi, og þá hefur alltaf málið snúist um beikon og einhverjar útfærslur af því,,, beikon egg, eggaldin, bakaðar baunir, brauðið skorið á ákveðinn hátt og svo framvegis,,,, en í kvöld þá kom grunnurinn... ég ætlaði að vera með kjúklingabringu,, í rauninni eitthvað sem ég geri oft,, ég átti Akureyrar gráðost,,, ferskt basil (sem er alltaf til)og svona og með þessa blöndu er erfitt að klúðra,,, Sif og Arnar vinir okkar komu í mat í kvöld,,, þau eru oft hér,, gott að hafa þau,,, en eldamennskan er sumsé svona.
4 kjúklingabringur.
tek eina í einu og legg hana á borðið, set sellofan yfir og lem bringuna eins og mig langar að lemja W Bush,, allavega flet ég hana vel út í ca 0,5 cm þykkt, og salta.
malla saman í skál. Olíu. Feta, gráðost og niðurskorið basil.
ég legg bringurnar í eldfast mót og sulla blöndunni yfir. Annað geri ég ekki við bringurnar og ekki spara gráðostinn. notaðu ógeðslega mikið af honum.
ég skar niður Sæta kartöflu, kartöflu og rófu. í eldfast mót með ólífuolíu, salti, hvítlauk og arabískar nætur kryddi. Bakað í ofni þar til mjög lint. jafnvel 2 klst.
set svo bringurnar undir 250 grill í 10 mín þannig að gráðosturinn grillist.
borið fram með salati, í þessu dæmi var spínat, ruccola, furuhnetur og ostur.
OK DAÐASAMLOKAN.............
Hugmyndin er semsagt þessi.
taka speltbrauðið sem selt er í krónunni,, þetta brúna hringlaga.
skera það lágrétt í svona cm þykkar sneiðar og steikja í hvítlauksolíu a grillpönnu. smyrja með smá af Dijon
steikja svo kjúklinginn alveg eins og lýst (man aldrei ypsilon í lýst) er að framan og leggja oná.
oná það kemur rótargrænmetið eins og lýst er að ofan sem bakað er í hálfgerða drullu.
oná það kemur svo spínat og ruccola með furuhnetum
ég skal veðja að þetta er killer með ísköldu Kóki..
ég ætla að prófa þetta á morgun ég læt vita.
Kveðja Daði,,,
Matur og drykkur | Breytt 13.2.2008 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)