Færsluflokkur: Matur og drykkur
Icelandic fish and chips
23.3.2009 | 20:40
Í dag, í góða veðrinu þegar ég var búinn að vinna og stelpurnar komu heim þá fórum við í gönguferð sem endaði á Icelandic fish and chips http://www.fishandchips.is/ og fengum okkur að borða, ég hef ekki borðað þarna áður en heyrt vel af staðnum látið og var því frekar spenntur. það er hægt að raða saman sínum eigin dinner þarna sem er aðeins dýrar ég endaði því á tilboði , djúpsteiktur steinbítur með frönskum á mangóbeði rúmur 2000 kall, fékk mér bjór og Herborg fékk sér djúpsteiktan Þorsk á einhverskonarbeðisemégmanekkihvaðvar,,, staðurinn predikar einhverskonar hollustu í þessu öllu saman, ekkert majonese heldur skyronese sem svínvirkar,,,, allt grænmeti er organic, olían líka, útsýnið er skemmtilegt og þau búa til sinn eigin gosdrykk sem er engifer og sítrónubaseraður held ég og er ógeðslega góður,,, og maturinn yfir höfuð góður og nóg af grænmeti með,, andrúmsloftið gæti verið svalara,,, ég væri til í dúka á borðin til að gefa þessu aðeins meira cult og tónlist í græjurnar þá hefði þetta verið fullkomið,, börnin geta leikið sér þarna í einhverjum græjum án þess að þetta sé McDonalds þannig að maður fær frið til að borða,, Mæli með þessu,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tómatbaseraður saltfiskréttur ,,, Er með Saltfisk á heilanum,,,
19.3.2009 | 08:22
Eins og sést hefur hér þá er saltfiskur líf mitt og yndi þessa dagana,,, steikurnar sem fást í Nóatúni eru betri en hvaða kjöt sem er,,,, stórir og mátulega saltir hnakkabitar af stórum þorski,,, hér talar sá sem vann í frystihúsi og salthúsi sem unglingur,,,,, Það var matarboð hjá okkur um daginn ég gerði tómatsósuna daginn á undan því ég er einhvernveginn haldinn þeirri þráhyggju að svoleiðis hlutir bragðist betur daginn eftir þegar hráefnin eru búin að blandast betur.
Tómatsósa.
Tveir laukar skornir niður og mýktir í Ólífuolíu. nokkur hvítlauksrif (eftir behag) fara sömu leið, þrjár dósir niðursoðnir tómatar eru settir útí þegar laukur er orðinn mjúkur og sætur, hellingur af basil og einn þurrkaður chili. Piprað.
Steikurnar velti ég uppúr hveiti og pipar og steikar við mikinn hita í smá stund á hverri hlið og raðað í stórt eldrast form. Soðnar kartöflur eru settar inná milli steikanna og tómatsósan yfir, útí þetta bæti ég svo hellin af ólífum, grænum og svörtum helst þeim sem eru í ólífubar Hagkaupa ætisþystlum og reyktri papriku. Þetta fer svo í ofninn í smá stund, þarf ekki langan tíma á 180. Gott brauð er skylda.
Poully Fusse er nauðsynlegt með þessu. Að mínu mati besta ódýra hvítvínið,, komið samt í 3000 kall flaskan,,, ógeðslegt.
Það hefur gengið á ýmsu á heimilinu, Mía stöðugt veik og ég líka. Annars erum við hamingjusöm og ánægð að reyna að kljúfa kreppuna.
Tékkiði svo á þessu.
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/23474/
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saltfiskur ,,, lífið er saltfiskur
8.3.2009 | 21:15
Helgin hefur verið góð,,, allar dæturnar heima,, og meira til,,, mikið af fólki sem rennur inn og út,, sá Slumdog Millionair sem er ekkert sérstök,, sá Milk sem var frábær,,,, las Konur eftir Steinar Braga og verð að segja að betri íslenska bók hef ég ekki lesið í langan tíma,, ekki það að ég lesi mikið annað en matreiðslubækur,,, já of fræðin öðru hvoru,,, ég hef verið upptekinn við barnauppeldi og tiltekt,, það er eins og það verði aldrei hreint,,, það er alltaf drasl,, it has come to this,, fuck,,, ég var með sjávarréttapasta í gær,, stutt og laggott þá svita ég saman lauk, hvítlauk, niðursoðna tómata, heilan chili, heilt búnt basiliku og mauka,, í drullu,, steiki baby kolkrabba úr kolaportinu og sýð pasta,, í kvöld var ég hins vegar með minn uppáhalds saltfiskrétt á eftir hinum alíslenska soðna saltfiski,, stór hnakkastykki sett í poka með hveiti og pipar og salti,,, hrist, steikt í heitri olíu á öllum hliðum. í ofnskúffu set ég kartöflur í bátum, hvítlauk niðursaxaðann, tómata, eitthvað grænmeti, ólífur, döðlur og svosem bara það sem ég á,, krydda með oregano, rósmarín og basil,,, hent í ofninn og þegar allt er að verða til set ég saltfiskinn og mosarella ost í skúffuna,, borið fram með hvítu brauði er þetta killer,,,
á engar nýjar myndir af Nínu þannig að ég set bara mynd af roadkill við Breiðdalsvík í staðinn,,, ha hahha hah ahhaah aah ahaha h
D
Matur og drykkur | Breytt 19.3.2009 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nína Sif,,,,,
27.2.2009 | 22:08
Ég er búinn að vera heima í feðraorlofi núna í uþb viku,,, ég hafði hlakkað til að standa við eldavélina í viku,, rétt hálfur af rauðvínssötri,, að töfra fram eitthvað,, ég svosem hef verið að gera eitthvað en það hefur verið með svefndrunga og skapillsku,,, vikan síðan Nína fæddist er búin að vera erfið,, fyrir nokkrum árum var hægt að vaka heila helgi og mæta í skólann,, núna brjálast ég ef ég missi úr hálftíma svefn,,, annars er gott hér,, set nokkrar myndir fyrir Kerlurnar í vinnunni,,,
Matur og drykkur | Breytt 26.12.2010 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dóttir mín er fædd,, ég missti af fæðingunni,,,,
18.2.2009 | 14:59
Í dag er stór dagur í mínu lífi,, ég gleymi honum aldrei ekki frekar en þegar hinar dætur mínar fæddust,, nú á ég þrjár stelpur,, ,,þetta er búinn að vera furðulegur dagur á margan hátt,, ég vaknaði kl 6 í Kaupmannahöfn (fimm heima) til að fara á Glostrup spítalann í viðtal og að skoða aðstæður, þegar ég er nýkominn þangað hringir Herborg,, hún er komin með verki,,, shit,, shit shit shit,,, ég hef trú á að aumingja maðurinn sem var að taka við mig viðtalið og sýna mér spítalann hafi þótt ég furðulegur,, ég man satt að segja ekki orð af því sem hann var að segja,,, ég var þar í svona tvo tíma og svo fór ég með honum á Rigshospitalet þar sem ég planið var að fara í aðgerð. Aðgerðin var heldur ekki af minni skalanum heldur var verið að setja gerfikjálkalið í 10 ára barn,, til að slíkt sé hægt þarf að fletta höfuðleðrinu af alveg niður að eyra,,, fimm tíma að gerð sem var reyndar byrjuð þegar ég loks mætti,, ég sagði ekki mikið né spurði,, ég stóð þarna í einhverskonar leiðslu og hugurinn var heima,,,, þegar aðgerðin var búin um hálfþrjú hljóp ég niður til að lesa skilaboð sem mér hafði borist klukkan 12:40 stutt og laggott "faedd var ad koma" það er ótrúlega erfitt að vera hérna,, ég hef aldrei verið jafn einmanna og ég er akkúrat núna,, aldrei verið jafn einn í heiminum,, ég átti fyrir höndum tvö viðtöl til viðbótar, og endaði það svo að ég sagði fólkinu að ég hefði verið að eignast barn rétt í þessu til að mæta skilningi,,, sem ég fékk,, Danir eru fínir,.,,,, það er því svo að meðan eitt barn liggur á skurðarborðinu fyrir framan mig er mitt eigið að koma í heiminn,, Skrítið líf,,, VIðtölin gengu vel og ég held að ég sé ágætlega kynntur hér,, nú er bara að leggja inn umsókn,,,,,,,, ég sit núna á VInstue 90 á gamle kongevej sem Jón Atli sagði mér að koma á,,,, ég er á öðrum bjór,, mellonkollían í mér vakti athygli barþjónsins sem spurði mig hvort ekki væri allt í lagi,,,, ég sagði honum sannleikann og nú stefnir í almennt fyllerí hér meðal mín og localanna,,,,, barþjónninn hefur boðið mér uppá brennivín og fólk hamaðist við að óska mér til hamingju,,, Gamall maður sem situr hér sagði mér að þegar hann eignaðist sín börn hafi verið drukkið fram á nótt,,, en alltaf á kostnað föðursins og svo glitti í vonarglampa í augum hans,,, kannski eftir nokkra bjóra í viðbót,,,,,Þessi dagur er skrítinn,,, Herborg er náttúrulega ótrúleg kona,,, það er gæfa að hafa fengið hana,,,
Daði,,,,,
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kaupmannahöfn og sérnámið eylífa...
17.2.2009 | 07:10
ég er staddur á Leifsstöð á leið til Köben, þar ætla ég að freista þess að fá stöðu við Ríkisspítalann og verða skurðlæknir,, ég held að þetta sé lokatilraun ef þetta gengur ekki held ég að ég nenni ekki meiru, maður er ekki 25 ára barnlaus,, ég hef annað fólk að hugsa um en sjálfan mig,,, ég gleymi því alltaf á milli svona ferðalaga hvað Leifsstöð er leiðinlegur staður, vondur matur og lélegt atmo,, mér fannst sú gamla litla miklu heimilislegri þó svo að sami vondi maturinn hafi verið til staðar, þá var barinn eitthvað svo næs,,,, það verður talsverður erill á mér í köben og lítill tími til að slappa af,, ég ætla mér þó að fara út að borða bæði kvöldin, ég hef ekki enn valið staðina,, hef ekki haft tíma en fengið góða pointera,, takk fyrir það,,,
er floginn
Vona að Herborg eignist ekki barnið mitt á meðan.
Daði
pisitill,,,,,,,,,,,
8.2.2009 | 10:54
ég hef ekki nennt að blogga lengi,,, enda hef ég ekki verið að elda lengi,, er í þessu fuckings átaksnámskeiði og þá er ekkert gaman að borða,,,, það er svosem ekki margt búið að drífa á daga okkar,, við fórum í bústað,, það var næs,, það er búið að vera ælu og kúkastemmning á heimilinu,, í öðru veldi meira að segja,,, og svona,,, lífið gengur sinn vanagang,,, vinnulega séð hefur verið mikið að gera, ég hef ekki fundið mikið fyrir kreppunni þar,, hún er öll í lánum heimilisrekstursins,,,, ég hef verið mikið í skurðaðgerðum í janúar og febrúar byrjar á sama hátt,,, Rebekka stendur sig vel í lífinu,, er alltaf að bæta sig í fótboltanum og er orðinn ágætis píanóleikari,, hún spilar fyrir föður sinn til að létta honum lundina,,,, Mía er orðinn ágætis dansari og hefur "moves" sem heilla hvaða mann sem er,, hvað þá pabba gamla,,, það er gaman að fylgjast með börnunum,,,, það gefur augaleið að þegar veikindi eru á heimilinu þá er fátt annað að gera en að horfa endalaust á vídeó,,,, ég er búinn að horfa á hellinga af heimildarmyndum ss um táninga sem tourette sem fara í sumarbúðir,,, mjög fróðlegt,,, breskan ungan mann með óvenjulega virkan heila,,, kom til íslands og á viku var hann búinn að læra íslensku,,,, síamstvíbura sem eru samvaxnir á hálsinum ,,,, var á RÚV um daginn líka,,, Straw dogs með Dustin Hoffmann,, gömul og góð,,, My Girl með Rebekku,,, og svo Amilie eins og maður gerir reglulega,,, og svo hlusta ég á Víðsjá þegar ég get,,, Rás 1 býður nefnilega uppá hlaðvarp í símann sem er alger snilld,,, ég er á leið til Kaupmannahafnar á næstu dögum í viðtal við Ríkisspítalann í Köben,,, vona að ég komist að þar,, annars hugsa ég að ég láti sérnámsdraumana á hilluna og hugi að einhverju öðru í lífinu,,, það er margt annað að gera en hanga við skurðarborðið alla daga hugsa ég,,,,,
Daði,,,,
Skelfingarsvipur lögreglunnar,,,,
21.1.2009 | 07:53
Ég brá mér á mótmælin í gær, ég er núorðið maður sem engu hefur að tapa. Það var gaman að sjá kraftinn og glampann í augum mótmælendanna, þarna er samankomið fólk með réttlætiskennd og litla þrælslund, akkúrat það sem íslendingar þurfa, þetta fólk er eflaust komið í beinan karllegg frá Jóni Sig og Co. það var kveiktur fínn bálköstur, slagorð hrópuð og mat hent í lögreglu og þing, Lögreglan er að missa tökin á þessu, eins og sást í gær í ótæpilegri notkun á valdi. Kylfur og gas. Greyið löggan, og innan við glerið í hjálminum þeirra mátti sjá geispandi, skelft andlitin þeirra. Af hverju snúa þeir ekki bara baki við réttarríkinu og taka þátt í því að mynda nýtt Ísland með okkur, hverja eru þeira að vernda, þá sem komu okkur í skítinn? Þarna var samankomið allskonar fólk, gamlir ungir feitir grannir fullir edrú og svo framvegis,,,, meira að segja Mamma var þarna!!!!!!!!!!!!!!!!
Daði