Færsluflokkur: Matur og drykkur
Heiðargæsa Confit,,, og góður dagur á sjúkrahúsinu,,,
12.11.2008 | 16:54
Það eru dagar eins og dagurinn í dag sem gera lífið frábært,,, enginn af mínum sjúklingum minntist á kreppuna,, eftir hádegi var ég svo á spítalanum með aðgerð á einum af mínum uppáhaldssjúklingum sem er með Downs syndrome,,, þegar ég kem inná skurðdeildina er hann í viðtali hjá Svæfingarhjúkkunni og spurningarnar klárast varla fyrir faðmlögum, þegar hann sá mig faðmaði hann mig að sér innilega og bauð mér í heimsókn heim til sín, í nýja herbergið,,, þegar hann var sofnaður og aðgerðin hófst fóru hjúkkurnar að tala um hve innilegur hann væri og frábær manneskja,, (lætur mann hugsa til allra þeirra downs krakka sem ekki verða til) hann heillaði þær algerlega enda frægur kvennamaður,, mætir alltaf nýgreiddur með rakspira til mín,,,, aðgerðin gekk eins og í sögu og á vöknuninni þegar ég mætti til að kveðja hann faðmaði hann mig að sér eina ferðina enn,,, engin kreppa hjá honum,,,, ég var búinn snemma og fór heim, við Mía tókum okkur gönguferð í Ostabúðina á Skólavörðustíg til að kaupa andafitu í dós,,, við erum að gera confit. Meira um það síðar. Það eru lífsgæði að búa hér,,, kreppa eða engin kreppa.
Daði
Sigurvegararnir í Chile mótinu í Keflavík,,,,
11.11.2008 | 19:48
Andaconfit með bökuðum kartöflubátum og salati,,,,
10.11.2008 | 22:14
Ég hef sagt frá því áður hér á þessum stað að ég fékk sent frá Frakklandi af honum Gery vini mínum allskyns góðgæti úr andaríkinu,,,, eitt af því sem ég hef verið að spara fyrir rétta mómentið er confiteraðir andaskankar,,, Ég er nefnilega í smá tilraun sjálfur með Grágæsarleggi sem ég ætla að vera með í matinn um næstu helgi og leggja í dóm tilraunaeldhússins þar sem Sif og Arnar eru helstu dómarar,,,, fyrir þau hef ég lagt allskonar ógeð í gegnum tíðina og þau eru þess góða eðlis að þau segja satt um matinn,, ólíkt flestum þeim sem ég býð í mat.,,,, takið eftir að ég segi flestum,,, Andaskankana var ég með í matinn í dag því mig vantar fituna af þeim til að confitera gæsaleggina,,, ég segi frá tilrauninni síðar en þessi matur var engin vonbrigði frekar en allt franskt. Þetta er einn besti matur sem ég hef á borð borið fyrir sjálfan mig,, Herborg var hrifin en lystarlítil,, Mía tók frekjukast svo engu var komið ofaní hana,,, Leggirnir koma tilbúnir í krukku svo það var bara að steikja þá,, þe krispa upp húðina,,, svo ég er ekki með hástemmdar matarlýsingar hér að þessu sinni,,, Kartöflurnar voru sósaðar í andafitu og salti,, salatið var eftir behag,,,bara segja fólki að prófa,,,, ég sá annars sorglegt myndband á Youtube um daginn,, þar eru íslenskir gæsaveiðimenn að handera bráðina og mér sýnist að þetta séu tugir gæsa sem þeir hafa veitt,,, vel gert,, en þeir kunna greinilega ekki mikið fyrir sér í eldhúsinu því þeir hirða bara bringurnar sem er synd,,, alger synd og heimska,, taka ekki leggi og læri,, ekki lifur,, nota ekki beinin í soð,,, það er hægt að gera svo ótrúlega mikla hluti með skrokkinn af einni gæs,,td fylltan háls og fleira,, ég þarf að fara að nenna að skjóta gæs og handera sjálfur,,, það kemur einn daginn,,
Annars er allt gott,, kreppan er að gera útaf við mig,, lánin eru að nálgast suðumark,,,
Daði
Rjúpnaveiðar í Bröttubrekku,,,,,
9.11.2008 | 15:11
Mín fyrsta rjúpnaferð þetta árið er afstaðin,, í roki og smá rigningu ásamt yfirhangandi þoku náði ég einni rjúpu,, sem var sú eina sem ég sá í dag,, þannig að það er ágætis nýting,, ég er ekki að kvarta ég gekk endalaust og með aukinni náttúruvitund tel ég daginn fullkominn,, Friðrik ljósmyndari var með mér. Það er ljóst að það þarf fleiri rjúpur til að ná í soðið á aðfangadag,, ef ég fæ ekki fleiri geri ég bara rjúpusúpu sem forrétt og hef Hreindýr í aðalrétt en vonandi næ ég fleirum svo ég geti haft almennilegan mat á aðfangadag.
Daði
Matur og drykkur | Breytt 10.11.2008 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fann þetta á blogginu,, snilldin ein
8.11.2008 | 21:52
Þegar gleymist að sjóða kartöflur,,,,,,,,,
Kartaflan í örbylgjuofninum
- 1 kartafla
- 1 blað af blautum eldhúspappír
- álpappír
Stingið göt á kartöfluna. Vefjið blauta eldhúspappírnum utan um kartöfluna og setjið í örbylgjuofn á HIGH í 3 mínótur, takið eldhúspappírinn af kartöflunni og vefjið henni inn í álpappír og geymið hana þannig í ca 5 mínútur.
Þá er hún tilbúin, þetta er hægt að gera við eins margar kartöflur og þarf. Ef þið setjið fleiri kartöflur í ofninn í einu þá hækkar eldunartíminn, t.d 5 ekki svo stórar kartöflur eru ca 8 mín.
P.S Og passa sig að setja ekki álpappír í örbylgjuofn :)Allt guðdómlegar veigar,,, nema skjálfti,, hann er ógeð,,
8.11.2008 | 21:41
Ég fagna því innilega að við séum að eignast nokkur smá brugghús,, þetta þekkja allir sem ferðast hafa eitthvað um evrópu,, og ég verð að segja að Kaldi er einn af mínum uppáhaldsbjórum,, svo á maður líka að styrkja íslenskan iðnað,,, en ég held að við ættum að fara að hafa bjórfestivöl til að hefja okkar nýtilkomnu bjórmenningu upp til skýjanna,,,
Daði
![]() |
Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvítlauksmarineraðar steinbítskinnar með fersku basil ,,,namm,,,
2.11.2008 | 14:36
Ég vaknaði klukkan átta í dag með mat á heilanum,,,, Pabbi gaf mér nefnilega í gær nokkur kíló af steinbítskinnum sem er einn besti biti af fiski sem til er að mínu mati,,, Steinbítur kostaði svona 50 kall kílóið þegar ég var að vinna í frystihúsinu á Breiðdalsvík í gamla daga,,, þótti ekki matur,, síðar hef ég lært að þessi ófríði fiskur er einn besti matfiskurinn,,, kannski íslendingar ættu að fara að borða meiri fisk í kreppunni,, hann er amk innlend framleiðsla, og óvíst hvort bretar vilji kaupa meira af okkur,,, Við erum síðan búin að eiga frábæran dag,, ég ætlaði reyndar á rjúpnaveiðar en það er rigning á öllu landinu,, rjúpunni til heilla..... við fórum í kolaportið og gerðum bæði góð og slæm kaup,, til dæmis fékk ég 9 serviettur úr líni á 300 sem eru kaup aldarinnar fyrir mig,,, önnur góð kaup eru kartöflur, flatbrauð og ástarpungar,, vond kaup voru hins vegar geisladiskur með "classic classics" sem er viðbjóðs klassísk tónlist með bíti,,, viðbjóður,,, en svona er þetta bara,,,
allavega,,,,,fiskurinn,,,
Marinering.
Saxaður hvítlaukur svona tvö rif,, saxað ferskt basil og ferskt timjan,,, salt og pipar,, ólífuolía og svo nota ég alltaf fiskikryddið úr ítölsku línunni í Hagkaup,, ég læt fiskinn marinerast í þessu í allan daginn,,,, fiskurinn er síðan steiktur í smá stund á öllum hliðum eins og steik og settur síðan í ofninn á 180 í svona 20 mín.... með þessu eru karrýkartöflur,, (kartöflur sem eru soðnar í karrývatni (Vatn plús karrý)),, langaði að hafa með þessu salat en á ekkert,, svo döðlur verða að duga,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópumót næsta sumar og kjötsúpa dauðarins,,,,,
31.10.2008 | 22:17
Í gær var ég staddur á gamla Borgarspítalanum í aðgerð,, aðgerðin sú átti að taka ca 4 tíma en endaði í næstum sjö,,, það er ótrúlega erfitt að standa uppá endann í sjö tíma og operera,,,, í gamla daga í frystihúsinu fékk maður amk mat og kaffi yfir heilan vinnudag en því er ekki að skipta í kjálkafærslum,,, í stuttu máli eru báðir kjálkar skornir í sundur og færðir til. fer ekki útí smáatriðin því þetta er ekki fyrir viðkvæma. það vonda við þessa löngu aðgerð er það að ég hafði lofað Rebekku elsku dóttur minni að fara með hana á leikinn,, en ég varð að svíkja hana sem kramdi í mér hjartað,,, Herborg bjargaði deginum eins og alltaf og fór með hana en ég fylgdist með í útvarpinu á skurðstofunni. Ég er ákaflega stoltur af íslenska kvennalandsliðinu og er þeirra mesti stuðningsmaður,,, næsta sumar reisi ég með alla fjölskylduna til Finnlands og rækta þjóðarstoltið,, Rebekka er frekar góð í fótbolta og ég vil sýna henni að ég styðji hana alla leið og því ætlum við að fara til Finnlands. af öðru, þá var fyrsti dagur vetrar um síðustu helgi og ætla ég að fagna vetri með kollegum mínum um þessa helgi með Kjötsúpuveislu eins og síðasta ár. ég byrjaði fyrir viku . SOÐIÐ. ég átti tvo hryggi og eitt lambalæri í frysti,,,, þe beinin,, eitthvað sem hafði verið í matinn fyirr löngu.,, ég brúnaði þetta vel í ofni, setti svo í pott, með chili, hvítlauk, sellerí, fersku rósmarín,, lauk , sítrónu helmingum frá því að ég var með kjúklinginn um daginn,, beinagrindin af kjúklingnum og gulrótum. soðið uppá þessu á hverjum degi,, og úr þessu fékk ég um 5 lítra af sterku soði,, eg vildi ekki kraft heldur soð. Ef maður sýður uppá þessu losnar maður við bakteríur og vitleysu,, held ég amk og með því að leyfa þessu að kólna yfir nóttina fæ ég einhvernvegin betra bragð...... Súpan Í dag byrjaði ég svo á súpunni,,, ég fór í Hagkaup að kaupa kjötið en þar var bara til framhryggur en pilturinn í kjötborðinu lét mig hafa framhrygg á sama verði og súpukjöt,, segið þið svo að kreppan sé ekki æðisleg,,, ég elska þessa kreppu,, ég hef tapað öllum mínum peningum og mér hefur aldrei liðið betur,,, allir peningar farnir en endurheimt frelsis er enn betra,, héðan í frá eyði ég mínum peningum
(veit ekki hvaða fólk er á myndinni,,, )
í vitleysu og spara aldregi framar,,,,,,,,, allavega,,,,,,,,,, úrbeinaði kjötið og steikti beinin í mikilli olíu og pipar,, lengi,,, sauð síðan í bjór og henti síðan beinunum,, steikti síðan kjötið og sellerí,, alveg heilan helling,, ásamt heilum hvítlauk, einum lauk,, og helling af gulrótum,,,, hellti síðan þegar þetta var brúnað þessum fimm lítrum af soði yfir og öðrum þremur lítrum af vatni og hálfum af bjór,,,, útí þetta fór kíló lífrænt ræktaðar smákartöflur skornar í tvennt,, tvær stórar rófur skornar í teninga,,, heilt bréf beikon,, þetta lét ég sjóða í klukkutíma,,, svo bragðbætti ég með salti,, pipar,, dijon,,,, einiberjum krömdum,,, og chilisultu,,, ,,, mér finnst hún frekar fitug eins og er,, veit ekki hvernig ég næ því úr nema leyfa henni að kólna í nótt og veiða fituna af í fyrramálið,, rétt áður en ég ber hana fram,,,, hver sagði síðan að efnafræði borgi sig ekki fyrir tannlækna,,,, allir vita er kjötsúpa betri daginn eftir,,, rétt eins og lasagne og ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, allavega,, á morgun legg ég kjötsúpun í dóm samstarfsfólksins sem ég á svo mikð að þakka. já og af framvindu stöðumælabyltingarinnar er það að frétta að ég hef verið boðaður á fund. Daði
Matur og drykkur | Breytt 10.11.2008 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sniglaveisla,,ásamt Breiðdælskum urriða og Trufflurisotto,,,
27.10.2008 | 21:27
Það er sunnudagur,,, mér hefur aldrei liðið meira eins og á sunnudegi held ég,,búinn að vera inni alla helgina með Míu til að reyna að ná úr henni kvefinu,, held að það hafi lukkast,,, í gær var ég með kjúkling og í kvöld langaði mig að gera eitthvað fínna.
Sniglaveisla.
Sniglar úr dós,, það góða við þessa snigla er að það þarf bara að hita þá í ofni,,, þannig að ég bræddi saman hvítlauk, ferskt basil, sérsaltað smjör ásamt smá chili, og maldonsalti og blandaði þessu saman við sniglana, steikti þá síðan í ofninum í 10 mínútur á 200 gráðum.
Urriðan veiddum við Rebekka í Breiðdalsánni í sumar. þeir voru ekkert sérstaklega stórir en góðir. ég flakaði tvo en sá svo eftir því því mér finnst fallegra að borða þá heila,,, þannig fæ ég líka soð úr beinunum og hausnum, ég saxaði saman, ferska salvíu, rósmarín, hvítlauk, chili, sítrónusafa og smjög í eldfast mót, kryddaði flökin með salt og pipar, tróð heilum greinum af rósmarín og salvíu inní holið á þeim sem er heill og eldaði í 15 mínútur í ofni við 200 gráður.
Risottoið að þessu sinni er frekar auðvelt,, maður kaupir bara hrísgrjónin í Hagkaup (partur af ítölsku línunni þeirra) og í svona 70 gr af smjöri brúnar maður þau í svona 3 mín, svo bætt hálfum líter af soði saman við hægt og bítandi eins og allir risottoaðdáendur vita,,,,
Með þessu var svo salat úr því sem var til,, ég átti engin vín með þessu svo bjór var látinn duga,,
Jón Atli var í mat hjá okkur.
Matur og drykkur | Breytt 2.11.2008 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjúklingur italíano,,,
25.10.2008 | 19:55
Ég hef ákveðið að hætta að vera neikvæður. Ég er hættur að nenna að hafa áhyggjur af þjóðmálunum, ég ætla ekki að hafa meiri áhyggjur af peningum,,, né stöðumælum,, né borgarstjórum,, né stjórnmálum,, ég ætla ekki að láta Gísla Martein fara í taugarnar á mér þó hann líti út eins og lítill runkapi,,, alveg eins og Björn Bjarna,, hvernig er hægt að vera með þetta feis,,, jæja,, ég ætla að hætt að kenna Davíð Oddsyni um allt sem miður fer í mínu lífi,, ég hef aldrei hitt manninn,, ég hlýt að vera ábyrgur fyrir mínu lífi,,,, Ég ætla að elska alla menn sem bræður mína,,, þannig er nú það,, héðan í frá lesið þið ekkert neikvætt hér,,, og ég mun aldrei vera neikvæður framar.
Ég hef haft það gott í dag. Mía er búin að vera veik undanfarið svo ég var inni,,,,, við tókum til,, horfðum á matreiðsluþætti,,, elduðum hádegismat og kvöldmat,, var með kjúkling,, hann var svona.
Lyfti skinninu af bringunni og tróð blandi af söxuðum hvítlauk, söxyðu rósmarín, sítrónubörkur, olía og andafitu,,, inná milli kjöts og bringu. nuddaði svo allan fuglinn í salti og leyfunum af þessarri bringu,, holið á honum var fyllt af sítrónu og rósmarín, ég skar í lærin svo þau yrðu ofelduð og krispí,,,,byrjaði á að steikja fuglinn í ofni með bringuna niður í 20 mínútur á 180, snéri honum svo við og steikti í klst. með þessu voru kartöflubátar saltaðir og velt uppúr andafitu. salat. Daníella er í heimsókn hjá Rebekku og við borðuðm öll saman, það er langt síðan það hefur verið hlegið svona mikið við matarborðið. Daníella er svo fyndin.
Takk fyir mig.
já og til hamingju Gísli Marteinn með BS gráðuna loksins,, well done,, og þið hin,,,,, Gleðilegan vetur
Daði