Færsluflokkur: Matur og drykkur
Ógeðslega vondur matur í dag,,,,
8.12.2008 | 21:15
Það er búið að vera skemmtilegt matarlega séð undanfarið,, fór í Konfektgerð til Sævars og Hrannar,, við Sævar vorum reynar mest í að slaka á og vera með börnin meðan konurnar konfekteruðu,,, þeim var að vísu stjórnað með styrkri hönd E Bridde konfektgerðarmeistara,, og það má sjá að þar fer fagmaður,,,, ég lærði talsvert af honum sem ég hlakka til að nota síðar í mína eigin konfektgerð,,,, síðan komu vinir okkar Óskar og Írís Hornfirðingar í mat,, þar sem ég var með Steiktar aliandabringur með Kanilrauðkáli og kartöflum,, hef verið með þá uppskrift áður hér svo nú ætla ég bara að setja sósuna inn því hún var algerlega geðveik,
Mýkt í andafitu, hvítlaukur, skarlottlaukur, og ferkst chili,,, þegar það er orðið mjúkt setti ég feitan rjóma útí og andalifrarpaté,, sem ég keypti á spáni fyrir löngu en fæst hér allsstaðar held ég,,,,, bætti svo engiferi og gráðosti plús oscar villibráðarkrafti, þessum fljótandi samanvið og setti í blandara til að frauða hana dáldið,, algerlega fáránlega góð sósa,,,,
Á laugardaginn fór ég svo að sjá frumburðinn hana Rebekku mína spila á jólatónleikum í Grindavik,, hún sveik mig ekki frekar en fyrri daginn,, hún var fín og spilaði vel,, hún er efnileg,, ég elska hana,,,
Í dag var erfiður dagur í vinnu,,, ég var með mína stærstu aðgerð so far á stofunni og ég var vel undirbúinn,,, en það voru erfiðleikar,, minna bein en ég bjóst við,, og kinnbeinsholan stærri og svona,, endaði í næstum fimmtíma aðgerð,, en heppnaðist vonum framar,, það er það sem skiptir máli,,, ég var því þreyttur þegar ég kom heim,, og maturinn í kvöld var viðbjóður,, ég gerði mitt eigið satai,, sem var fínt,, en fiskurinn var of saltur,,, hrísgrjónin of lítið soðin,,, og svona,,,ég fór bara í bað og er að fara að sofa,, Mogwai er enn að drepa mig ,, þetta er æðisleg plata,, mæli með henni stöðugt,,,
Daði
Breiðdælskar kjötbollur,,, Endalok rjúpnaveiða ,,,Já og MOGWAI
3.12.2008 | 17:16
Herborg er í prófum,,, við höfum enga pössun fyrir litla barnið þannig að ég hef þann munað að hætta kl 2 í vinnunni hvern dag og sækja á leikskólann,, þessir klukkutímar eru ákaflega dýrmætir,, við borðum og eldum að mestu leyti,, hlustum reyndar mikið á tónlist og grenjum svolítið,,, frekjan er alltaf að ná hærri hæðum, það er eins og hún þekkji ekki enn skapið sitt,,, Það er brjálað að gera í vinnu og ég má víst þakka fyrir það eins og tíðarfarið er.,,, Um daginn fékk ég í hendurnar nýja Mogwai diskinn og þarna er komin platan sem ég er búinn að vera að leyta að lengi,, alveg frá því að Third með Portishead kom út,,, hefur ekki verið gefin út góð plata,,, þeir eru rokkaðari en mig minnti en hægbítandi lögin einhvernvegin gera það algerlega fyrir mig,,, Ég er búinn að vera í rjúpnaveiðinni,, fór fimm sinnum og fékk tvær,, sorglegt,, en eins og ég hef kannski sagt hér áður þa liggur við að bráðin sé aukaatriði,, í gamla daga var það ónýtur tími á fjalli ef maður fékk ekki nokkrar rjúpur,, mér leið þá eins og ég hefði bara getað verið að gera eitthvað annað,, en nú þakka ég fyrir þennan tíma,, ég hef gengið á Bröttubrekku,, Hítarvatn,, Kerlingaskarð og Vatnaleiðinni,,, og Heklu,,, á einum mánuði,,, geri aðrir betur,,,
Í dag elduðum við Mía kjötbollur, reyndar var það ég sem eldaði meðan Mía klístraði hnetusjöri í hárið á sér,,,,
Ég byrjði á því að steikja lauk á vægum hita í svona tíu mín kortér,,,, þá gerði ég sósuna á sömu pönnu til að fá kraftinn úr lauknum,,, rjómi og sulta sett á pönnuna ásamt lauknum,,, salt pipar og dijon sinnep,,, já og smá gráðostur,,,,
skar niður ferskt timjan,,,, hvítlauk ,, chili,,, engifer, og steikti smá svona tvær þrjár mín til að liðka það aðeins,,, hrærði saman við nautahakk ásamt einu eggi,, helling af parmasean,, salti og pipar,, mótaði í bollur og steikti,,, með þessu er síðan tómatur skorinn í tvennt og saltað í sárin,, soðnar kartöflur og ferskt sellerí,, smátt skorið,,,
alger miðvikudags bomba,,, já og á meðan er ég að gera enn eina kjúklingasúpuna,, en Mogwai er málið,,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt 13.12.2008 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fullveldisdagurinn,,,,
1.12.2008 | 16:40
1918 - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur gekk í gildi og varð Ísland þá frjálst og fullvalda ríki. Um leið féllu stöðulögin frá 1871 úr gildi. Íslenski fáninn var dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni. Lítið var um hátíðahöld, og olli spánska veikin þar mestu um. "wikipedea"
Ég velti því fyrir mér hvort þeir Hannes og Jón Sig,,hjónin Skúli og Theodóra Thoroddsen og fleiri hetjur hafi ekki nú þegar snúið sér við í gröfum sínum,, allt þetta fólk og svo miklu fleira fólk sem fékk handa okkur sjálfstæði,,, nú velti ég því fyrir mér hvort við séum í raun sjálfráða fólk,,,,
Ég er heima með barnið annan daginn í röð,, veikindi..... lítið borðað nema beikon og egg og brauð,,,, og Cheerios,,,, og ávextir,, en mér er boðið í mat í kvöld og ég hlakka til,,,
Allavega til hamingju Íslendingar með 90 árin,,, vonandi verðum við enn íslendingar á 100 ára afmælinu,,,,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjálkafærsla og smálúða,,,,,,
27.11.2008 | 20:25
Það er ótrúlegt hvað skurðstofuvinna er þreytandi bransi,, ég er aldrei þreyttari en eftir þessa daga á spítalanum, Það gladdi mig því að konan mín væri búin að elda þegar ég kom heim... kann ekki uppskriftina og því fylgir hún ekki hér,,, annars eru það Rjúpnaveiðar á morgun,,
laters Daði
Djúpsteiktar skötuselskinnar með Sataysósu,,,
25.11.2008 | 18:22
Það fór ekki á milli mála í vinnunni í dag að það er Mánudagur,, Undirritaður sofnaði kl 8 í gærkveldi uppgefinn eftir heilan dag á fjöllum, enda ryðgaður í morgun,, Það þarf að klæða Míu og koma henni á leikskólann, koma Herborgu frammúr og sjálfum sér. Ég á svakalega bágt. Gærdagurinn með Arnari var frábær, hann tók uppá því að hafa hægðir uppá fjalli sem gladdi mig,, ég er á fertugsaldri og hægðir eru enn fyndnar ,, hélt ég hefði fengið nóg af þeim á Grund.,,, Í vinnunni var talsverð Kreppa og krepputal,, þetta er að gegnumsýra þjóðfélagið,, ég vona að fasteignaskuldir landans verði núllaðar,,, það er það eina sem myndi bjarga heimilunum..... Það er búið að vera mikið pælt í mat undanfarið,, ég hef augastað á heitreykingarofni,, pulsugerðarvél,,, villibráð er ofarlega í huga og í hönd fer hátíð matar og víns,,
Batter: Egg, hveiti, mjólk, salt. hrært saman í þykkan velling, kinnarnar djúpsteiktar uppúr þessu þar til vel brúnar. Hrísgrjón og sataysósa úr dós með ,,
Týpískur mánudagur..
D
Matur og drykkur | Breytt 13.12.2008 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjúklingasúpa, (kreppusúpa)
25.11.2008 | 18:03
Það var erfiður dagur í vinnu í dag. Ég var með stóra tannplantaaðgerð eftir hádegi og var þreyttur eftir daginn, það var því góð tilhugsun að í kvöld væri kreppusúpa... það eru búin að vera rosaleg þrjú ár síðna ég útskrifaðist,, allir mínir hættir og vanar voru horfnir og við tók einhver geðveiki, alltof há laun, alltof hár lifistandard, allt allt of mikið af öllu,,,, í dag er búið að kippa í mig og ég er að færast nær upphafinu, nær því sem ég þekki,,, naumhyggju og látleysi,, þar líður mér líka betur,,, ég fagna kreppunni,,, megi hún verða fólki til gæfu eins og mér....
ég var með ítalskan kjúkling um daginn og ég er búinn að geyma likið af honum í ísskápnum þar til í gær að ég sauð kraft og bætti honum í restarnar af annarri súpu sem ég var með um helgina í hádegismat. Í kvöld er því Kjúklingasúpa. Hún er svosem ekki flókin nema það er mikilvægt að steikja allt grænmetið og beikonið vel áður en það er soðið.
Sellerí, laukur, hvítlaukur, kartöflur, sæt kartafla,chili og engifer allt saman í einhverju magni (sem hentar hverjum og einum) er steikt og soðið í soðinu. líkið af kjúklingnum er soðið með um stund og svo restinni af kjötinu bætt útí. saltað og piprað að smekk.
með þessu er ristað brauð með ólífuolíu og hvítlauksrispi (rispa hvítlauk sem er skorinn í tvennt á brauðinu,,, það kunna nú allir)
Matur og drykkur | Breytt 13.12.2008 kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rjúpnaveiðar við Hítarvatn.
23.11.2008 | 17:37
Enn einn dagurinn til einskis, ég held að ég sé vonlaus skytta, ég geng og geng en ekkert gerist, erfitt landsvæði að ganga í líka, Ég og Arnar fórum snemma morguns þangað og hvorugur sá neitt, Rjúpan er gáfaðari en ég. Gauti bróðir minn ætlar að láta mig hafa rjúpur, hann er búinn að veiða fullt,,
jæja
D
Matur og drykkur | Breytt 13.12.2008 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heiðargæsa confit,, Arnar á afmæli og Vikan skrópar,,,
18.11.2008 | 21:37
Ég sit einn við borðstofuborðið núna,, Mía er sofnuð,, það er rigning úti,, og Mozart er í eyrunum,, ég er nýbyrjaður að hlusta á klassík,,,, ég velti því fyrir mér af hverju rigning sé rómantískari í útlöndum,,, Það er vesen í stórfjölskyldunni og þá hugsa allir innávið,, maður gleymir því annars,, Arnar er 28 ára,, hann er bráðungur drengurinn,, ég var með Heiðargæsaconfit honum til heiðurs,,, ég tók eitthvað vídeó af því sem ég ætla að setja hér inn seinna,,,Vikan,,já konublaðið vikan bað mig um að vera matgæðing vikunnar sem ég var svosem til í,, ég sækist ekki eftir þessu en þau hringdu,, það hittist skemmtilega á því ég er búinn að vera að gera þetta conft í tvær vikur núna,, lesiði vikuna og sjáið uppskriftina,, ég set vídeóið hér inn síðar,,,en ég get sagt hér og nú að bragðið var algerlega vangefið,, þetta er einn besti matur sem ég hef fengið og nú hætti ég sjálfsagt ekki í þessu confit dóti,, kjúklingur,, gæsir, endur, svín allur fjandinn það má confitera allt,,,
Seinna Daði
Porcini / Lerkisveppa pasta. Talsverður Mánudagur.
17.11.2008 | 19:00
Dagurinn í dag var grár og gugginn,, harla lítið sem gladdi mann nema tilhugsunin við að komast heim,,, hitta Míu og Herborgu. Rebekka ætlar að koma til okkar um næstu helgi þannig að ég get byrjað að láta mig hlakka til helgarinnar. Það er dökkur tóninn í landanum, allir hafa áhyggjur, fáum líður vel í peningunum, þetta er vondur vetur. Ég horfði á mótmælin og fannst gaman að sjá mælzka menn tala til þjóðarinnar, menn sem virðast ekki hafa gleymt sér í peningunum og uppsveiflunni, ég hef alltaf tekið mikið mark á Andra Snæ eftir að hann talaði um kraftinn í myrkrinu,,, mér fannst hann mæla vel á mótmælunum. Mín skoðun er sú að við eigum að borga skuldir okkar, fólk sem stofnaði til viðskipta við bankana í góðri trú á ekki að gjalda fyrir forheimsku embættis og stjórnmála manna sem hafa dregið yfir ísland versta ósaóma og valdið þessarri þjóð meiri hörmungum en pestir og aflabrestir, ásamt frosti og funa í gegnum aldirnar.
Ég var ekki í neinu sérstöku skapi til að elda svo ég hafði einfalt pasta
tvö rif hvítlaukur, smá chili, slatti basil mýkt í olíu, gráðostur og rjómi sett útí og saltað að smekk, ég týndi síðan lerkisveppi í Heiðmörku í haust sem ég mýkti í heitu vatni ásamt Porcini sveppum sem ég keypti í Flórens í September þar sem ég sat ráðstefnu lýtatannlækna í Evrópu, skar þá niður í litla bita og bætti í sósuna, það er mikilvægt að henda ekki vatninu af sveppunum heldur bæta í sósuna líka.
Þetta var afbragð var með Tagliatelle pasta í þessu.
Já og til hamingju með afmælið Arnar,,, 28 ára ,,, ég man þegar ég var 28 ára,,,, eða nei ég er búinn að gleyma því,,
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rjúpnaveiðar í Heklu,,,
16.11.2008 | 19:32
Ég fór á Rjúpnaveiðar í dag,, minn annar dagur á veiðum,, að þessu sinni fór ég með Torfa vini mínum og kollega,,, það er auðvelt að segja frá veiðtölum,, það var ekki einn fugl á svæðinu,, svekkjandi og þarfnast athugunar þessi stofn hér sunnanlands. Þangað fer ég aldrei aftur,, dagurinn var samt ekki algerlega ónýtur því Björn Ingi kunningi minn á flúðum sendi mér Endur sem hann hefur skotið, hann gerðist svo flottur að senda ekki bara úrbeinaðar og fínar endur, heldur beinin og fóörn ásamt lifrum og hjörtum. Nú á ég helling af andabringum, andalærum, grágæsarlærum, og innmat. Ég gæti varla verið hamingjusamari....
Daði