Færsluflokkur: Matur og drykkur

Trölladyngja í þokunni,,,

Ég vaknaði snemma og fór á Trölladyngju,,, fyrir þá sem ekki vita hvar hún er, er hún við hliðina á Keili á Reykjanesinu,,, það eru nokkrar trölladyngjur til veit ég og þessi er ss á Reykjanesinu,,,,maður ekur þá sem leið liggur vestur eftir Reykjanesbrautinni rétt framhjá Kúagerði og beigir þar til suðurs inná Reykjanesið,,,, þar er vel fólksbílafær vegur alla leið að bílastæði ca 8 km og þaðan gengur maður á Keili en ég ákvað sökum veðurs að fara að Trölladyngju og skoða mig um þar, eins og sést á myndunum þá var ekki neitt sérstakt veður til að ganga mikið. En þetta markar vonandi upphafið að frekari útivist á þessu svæði,, auðvelt að nálgast það og fallegt þarna,,, Keilir, Grænavatn, Grænadyngja, Eldborg , lambafell og lambafellsgjá og svo Trölladyngja 005framvegis,,,, Ég gekk kannski í svona hálftíma,, hvass vindur og þoka á svæði sem ég þekki ekki neitt,,, ég er alvangur á rjúpnaveiður og þá einhvernvegin drífur maður sig útí hvaða veður sem er,, en í dag þá ákvað ég að þetta svæði á það skilið að ég skoði það í góðu veðri,, ég ætla að reyna að fara eitthvað alla sunnudaga,, sjáum svo til hvað það gerir,,, þetta er merkilegt svæði,, mikil saga,,,, þarna voru smalar heilu sumrin,,, enn leyfar af því,,, þarna er mikill jarðhiti þó ekki hafi gosið þarna í 10 000 ár ekki úr Trölladyngju amk,,,  það er samt ljótt að sjá hvernig borað hefur verið þarna,, Skipulagsstofnun sagði að þetta yrðu minniháttar umhverfisspjöll,,, ég get ekki alveg tekið undir það,, vegurinn er lagður nánast oní lítinn læk sem þarna er og mér skilst að þeir séu ekki svo margir á Reykjanesinu,,, og borholan nánast á eina grasbalanum sem þarna er,, ég er viss um að smalinn hefur snúíð sér við í gröfinni við þetta rask,, en á einhverju verðum við að lifa,,,,, ekki hafa peningamennirnir reynst okkur svo vel.   Við horfðum á þrjár myndir í gær,, Veðramót er ein sú lélegasta ísl mynd sem ég hef séð,, sérstaklega leikstjórnin þá,,,, allt of mikil sviðsleikur,,, annað var svosem í lagi þessar 10 mín sem ég meikaði að horfa,, The future of food var ok,,, ekkert sérstök og Mors Erling,, var ekkert á við fyrri myndina,,, lélegt videokvöld að baki,, í kvöld ætla ég svo að sannreyna heitreykingargræjuna mína,, blogga um það síðar vonandi,, nema þetta verði vont,, þá segi ég ekki neitt,,,,Daði

 

Nördið í þokunni

 


FAIR TRADE,,, BLACK GOLD,,,

Tengdó kom í hangikjöt með öllu í hádeginu,, sem og Jón Atli,, við eyddum svo deginum í vídéógláp og nammi,,,, ekki vanþörf á,,, ég horfði á mynd sem heitir Black Gold og fjallar um kaffiverslun í Ethiopiu,,, þar er fylgst með manni sem sér um yfir 70 000 kaffibændur og baráttu hans við vestræn ríki,, hann td ber saman verð á kaffibolla í vestrænu riki og verð á kílói af kaffi til bændanna og munurinn er átakanlegur,,, Fátækt þessa fólks er svakaleg líka,, það er sýnd myndbrot þar sem hungruðum börnum er vísað frá matargjöfum þar sem þau eru ekki nógu vannærð til að falla undir kríteríuna sem Rauði Krossinn setur,,, hlýtur að vera erfitt.   Hinar myndirnar voru bara einhver drulla.  Læt fylgja hér smá myndbrot,, og minnir mann á að versla skynsamlega,,, FAIR TRADE það er malið á nyju ári,,, batnandi þjóðum er best að lifa

 

 

 

Cheers Daði 


Jóladagurinn,,,,

Rebekka bakarVið byrjuðum daginn á því að fylgja RED til Grindavíkur,, þar dvelst hún næstu daga hjá mömmu sinni og þeirra fjölskyldu Björgvin stjúpa hennar og litlu Elísabetu systur hennar,, að ógleymdri Nölu taugasjúklingi sem er hundurinn á heimilinu,,,,  það er alltaf erfitt að skila henni eftir langa samveru,, ég man þegar hún bjó fyrir vestan og ég sá hana ekki svo mánuðum skipti (þá töluðum við reyndar saman á hverjum degi í símann) og hún kom suður til að vera með mér í fríum þá grét ég sáran þegar hún fór,, það gekk einu sinni svo langt að ég var að taka strætó frá flugvellinum (var bílprófslaus) og ég var einn í strætó, settisat aftast og grét af söknuði að strætóstjórinn sem var kona kom og settist hjá mér til að hugga mig,,, en það þurfti ekki í dag,, en ég sakna hennar ávallt,,, hún er búin að var æðisleg,,, hjálpa mér og styðja við innkaup og þrif,, draumadóttir hvers föðurs,,, (þrátt fyrir svikult atferli hvað varðar fótboltann)  ég fyrirgef það aldrei,,,,,,  þegar við vorum búin í GRV þá leið í fjósiðá fórum við til Sifjar og Arnars í kakó,,,, heim í fínufötin í boð til frænda Herborgar sem á afmæli í dag,,,, svo til múttu og pabba í Humarsúpu og Hamborgarahrygg (skil ekki það nafn reyndar)  frábær matur,, Alla og Stefán frændi voru með og þau eru æði,, alltaf hlegið þar sem þau koma,,,

kvöldinu var svo eytt í nafnapælingar ungfrú nýju Daðadóttur,,, og gott rauðvín og Eric Satie,,, já og nýju matreiðslubækurnar,, ég hef ákveðið að árið 2009 verði ár fisksins á Ránargötunni.....

 

Kærar kveðjur til allra,,,

 

Daði


Rjúpnaveislan,,,,

Rjúpur

Við byrjuðum daginn á beikoni og eggjum fjölskyldan,,, fórum síðan í kirkjugarðinn þar sem tengdafaðir minn ber beinin og reyndum að kveikja á kerti en það var of mikið rok,,,, ég gerði rauðkálið í gær,, það er á hefðbundinn máta,,

 Rauðkál.

Tveir hausar frekar litlir skornir í þunnar ræmur,, tveir stilkar sellerí skorið í þunnar ræmur líka,,, steikt saman í smjöri og olíu með kanilstöng, ég brá útaf vananum og skar niður chili og hvítlauk og steikti með,, og setti skvettu af hvítvínsediki ,,,,, ég steiki þetta í svona 10 mínútur á pönnu og set svo í ofninn undir álpappír í svona einn og hálfan tíma,, ég enda svo alltaf á því að setja sultu í þetta til að sæta þetta aðeins,,

Hvítkál.

Tveir hausar skornir í þunnar ræmur og steiktir í smjöri og sykraðir smá,,,, Ekki flókið.

Rjúpurnar.

Að þessu sinni er ég með bæði skoskar og íslenskar rjúpur því eins og Rjúpurþeir sem lesa þetta blogg þá fékk ég ekki nema tvær í ár,, Gauti bróðir reddaði mér og Skotland líka,,,, ég hirði að sjálfsögðu lifur, fóarn hálsinn og hjarta úr kvikindunum,,, ég steikti þær með salti og pipar,, ekkert nýtt þar,, en í ár ákvað ég að sjóða þær á gamla mátann í svona einn klukkutíma eins og mamma því hún og pabbi og Ragga eru að koma í mat,,, ,

Sósan,

Ég steikti hálsana, hreinsuð fóörnin, lifrar og hjörtu í smjöri og salti, skar smátt einn lauk og tvo stóra hvítlauksgeira og steikti með,,, ég tók síðan lifrarnar frá úr sarpinumog laukinn, hitt fór í pottinn með rjúpunum. Lifrar og laukur var maukað í matvinnsluvél og verður grunnurinn að sósunni.  Fyrir extra kraft þá hirti ég  kornið úr sarpinum á tveimur rjúpum og lét renna í gegnum kaffivélina hjá mér sjá mynd,, það kom vel út,, mæli með því eflaust líka hægt að nota tesíu   Mamma kom svo og sa um restina,, 

Kartöflur.

Hefðbundnar brúnaðar kartöflur,, ég sýð þær reyndar alltaf í blöndu af sykri, vatni og rjóma , þar til þær karamelliserast,,,

Laufabrauðið kom síðan úr búðinni.....

 

KokkurinnMaturinn var frábær,, geysilega vel heppnaður í alla staði,, fannst mér,,, félagsskapurinn var góður og gjafirnar líka,,, ég fékk haug af gjöfum og var ánægður með þær allar ,,,ég fékk ansi mikið í eldhúsið eins og gefur að skilja,,, fábærar matreiðslubækur og áhöld,, mest spennandi var þó heitreykingar græjan,,, hlakka til að prófa hana,,

 

Gleðileg jól allir saman,, 


Það er Júdas í fjölskyldunni


Eg er ekki einn af þessum fótbolta rétttrúnaðarsinnum,, en frá því ég var sex ára hef ég stutt Arsenal í enska fótboltanum, ég hef reyndar,,ekki séð leik með þeim í svona tvö ár en það er önnur saga,, ég hef alið Rebekku Ellen í þeirri staðföstu trú að Arsenal sé upphaf og endir alls í fótbolta fyrir utan KR sem eru stórveldið,,,, hún hefur fylgt föður sínum staðfastlega í þessu hingað til,, þar til í dag,,,, í dag tjáði hún mér að hún væri hætt að fylgja Arsenal og væri farin að styðja Man Utd,,, liðið með skammstöfunina,, frá ógeðslegustu iðnaðar skítaborg í heiminum,, algerlega laust við stíl og klassa,, barnið mitt hefur ákveðið að fylgja smekkleysinu,, gefa frá sér heimsmenninguna,, af hverju spyr ég ,, og fátt er um svör ,,, hún segir bara að það sé af því að þeir séu betri,,,   ég hef reyndar grun um að það sé annar og betri karlmaður sem er hún telur betri en ég og heldur með MAN UTD,, og er mannsefnið,,, ég hef alltaf sagt að það sé skylda hverrar kynslóðar að storka þeirri sem fór á undan,, hingað til hef ég verið kynslóðin á eftir,, enn eitt merkið um að árin ná manni að lokum,,
 
með kurt og pí,,,
 
Daði 

Af hverju borðum við skötu,,,,

Ég minni mig rækilega á það á Þorláksmessu hve mikið ég er utan af landi,,,, sveitamaðurinn í mér belgir sig út á þessu góðmeti sem hreinsar ekki einungis í manni sinusana heldur sálina eins og gott brennivín eða ljóð,,,

 

Þorláksmessa, þann 23. desember, er messudagur sem tekinn var upp til heiðurs Þorláki hinum helga Þórhallssyni biskupi í Skálholti. Þorlákur var tekinn í dýrlingatölu á Íslandi og útnefndi Jóhannes Páll II Páfi hann sem verndardýrling Íslands árið 1985. Í raun á hann tvo messudaga á ári; Þorláksmessu á vetri, 23. desember, og Þorláksmessu að sumri, 20. júlí. Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Þó var fólki stundum leyft að bragða aðeins á jólahangikjötinu ef það var soðið á Þorláksmessu.Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi, en misjafnt var hvað hentaði best á hverjum stað. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið:

Á Þorláksdag í matinn minn

morkinn fékk ég hákarlinn

harðan fiskinn hálfbarinn

og hákarlsgrútarbræðinginn.

Um þetta leyti árs veiddist skata einkum á Vestfjarðamiðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótilhöfð og var því algengur Þorláksmessumatur á þeim slóðum. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum á hinn bóginn að tilreiða úr skötunni mikið ljúfmeti eins og skötustöppuna, og mörgum þótti það óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd þegar lykt tók að berast af skötustöppu.Eftir því sem leið á 20. öld flykktist fólk úr öllum byggðarlögum á suðvesturhorn landsins, Vestfirðingar ekki síður en aðrir. Þeir söknuðu Þorláksmessuskötunnar og margir reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Smám saman smitaði þessi venja þeirra út frá sér og eftir miðja öldina fóru margar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu að hafa skötu á boðstólum í desember. Fyrir um aldarfjórðungi fóru svo nokkur veitingahús að bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu og þar með varð þetta tíska.Þorláksmessuskata er með öðrum orðum ævagömul á Vestfjörðum en ekki nema nokkurra áratuga gömul á Reykjavíkursvæðinu.Alþekkt er í heiminum að matréttir sem upphaflega urðu til vegna fátæktar eða skorts á framboði þykja seinna lostæti. Ástæðan er oft það nostur sem hafa þurfti við matreiðsluna til að gera hráefnið gómsætt. Þetta á til dæmis við um ýmsa franska skelfisks- og sniglarétti. Fyrir utan skötuna má á Íslandi nefna laufabrauðið sem þurfti að vera örþunnt vegna mjölskorts á 17. og 18. öld, og rjúpuna sem upphaflega var jólamatur þeirra sem ekki höfðu efni á að slátra kind.Nú á seinni tímum hefur Þorláksmessa orðið hluti af jólaundirbúningnum og hafa margir þann sið að skreyta jólatréð á þessum degi, sem og borða kæsta skötu. 

 

Þessi fróðleikur er tekinn af vísindavefnum

 ég vona að þau drepi mig ekki fyrir að hafa stolið þessu,,, Allavega þá var skatan hjá Mömmu afbragð,, hún var hrikalega kæst og sterk,, jafnvel svo sterk að mamma gat varla borðað hana,, Mía þreytti frumraun sína í skötumennskunni og borðaði magafylli,,, hún verður skáld held ég,,,,

 

En þetta um Heilagan Þorlák er náttúrulega bull og vitleysa,, enda frá kirkjunni komið,, kannski gaurinn hafi verið til en ég er ekki viss um að hann hafi verið sá dýrlingur sem katholikkar vilja af láta,,,

 Á morgun er aðfangadagur,, heitasta hátið kristinna,, hefur enn ekki neitt gildi fyrir mér, nema samveran með ástvinum eins og ég sagði í fyrra,, ég vona að á árinu sem er að líða hafi fleiri hætt að láta mata sig á úreltri trú á guð á skýjunum sem fyrirgefur allt og gerir allt gott,,, það er meira í okkar valdi að gera það en þess sem hinir kalla Guð,,,,,, 


Jólin framundan

Það er búið að vera frekar mikið að gera hér á þessu heimili,,,, en það er að mestu búið og ég ætla ekki að þreyta mannskapinn á leiðindarblaðri um þvott og tiltekt eða verslunarferðir,, en framundan er veisla og ég hlakka mikið til,,, jólin hafa fengið nýja merkingu eftir að börnin komu og svona,, og maturinn er einhvernveginn orðinn aðalatriðið,, mér finnst samt gaman að fá pakka og helst ógeðslega marga.... ég veit að ég fæ líklega flesta pakkana ,,,, he heheh he en framundan er mikil eldamennska,,, skata í gær með Torfa á Sjávarbarnum,, fannst hún ekki jafn góð og á múlakaffi í fyrra,, en frábært kvöld með Torfa,, í kvöld ætla ég að bjóða mömmu og Rebekku uppá skötu held ég,,, mamma verður að fá skötu,, annað er ekki hægt,,,, á morgun eru það svo Rjúpur,,, Jóladagur hjá mömmu í hamborgarahrygg,,, annar í jólum er Hangikjet fyrir tengdó í hádeginu svo fiskur fiskur fiskur,, gamlárs er síðan aðalveislan,,, andaconfit í forrétt,, ég er búinn að gera það fyrir uþb mánuði , heitreyktar stokkandabringur í aðalrétt,, semifreddo í eftirrétt eðalvín og bjór,, er að byrja að reyna að drekka Koníak, og byrjar vel, keypti Merkow VSOP frábært vín,, létt fyrir amatöra eins og mig,,, allavega ég verð með meiri díteila um matargerðina síðar,,,

Ég óska öllum sem þekkja mig gleðilegra jóla,, og farsældar og allt það,,, og munið,,,,

Passiði ykkur á jólakettinum,,, hann bítur,,

Daði


Við höfum misst sjálfstæðið,, við erum þjófar,, og höfum aldrei skuldað meira,,,

Ég var nú bara 14 ára fyrir 17 árum,, eina sem ég hugsaði um var hvað ég fengi í fermingargjöf,, ég fékk síðan pioneer græjurnar sem mig langaði í og á enn þá ,, ekkert sándar betur,,, en það var um ca þetta leiti sem Davíð Oddson komst til valda á Íslandi og ofurfrjálshyggjan sem hann og vinir hans boðuðu tók yfir allt,, síðan þá hefur allt farið til fjandans,,,,  Íslendingar hafa aldrei verið vel liðnir ef við horfum á söguna í löngu samhengi,, við erum komin af landflóttamönnum,, við höfum ekki verið sjálfum okkur nógir,,Danir litu á okkur sem vesæla aumingja sem bæri að vorkenna,, við drukknuðum í Kóngsins nýhöfn við að leyta að stígvélinu okkar sem við seldum fyrir áfengi,, við átum maðkað mjöl,, sifjaspelli viðgengst og svo framvegis,, en við höfum líklega aldrei verið lægri og minni manneskjur,, í dag erum við misnotaðir þrælar,, okkur líður eins og fólki sem hefur verið misnotað,,við gerðum ekkert,,, við sitjum uppi með sársaukann,, þeir sem gerðu okkur þetta virðast ætla að sleppa,,, og það er okkar að greiða úr þessu,, án hjálpar,,,,, við erum misnotaðir þrælar eins og staðan er.....   annað sem gerðist síðastliðin sautján ár er að við misstum grundvallarmannréttindi sem er að veiða okkur til matar,, það fá bara vinir aðal,,, DO gaf matinn minn öðru fólki,,, pabbi minn er sjómaður,, ég er sjómannssonur sem þótti frekar flott einu sinni,,, en í dag er ég snauður,,,,   niðurstaða ofurfrjálshyggjunnar er þessi

Íslendingar er þjófahyski.

Íslendingar hafa aldrei skuldað meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður hver skattprósentan er á landinu.... hvar er sjálfstæðið,, hvar er Jón Sigurðsson...

 Það er þjófur að vinna í Landsbankanum,, nú reynir á Björgvin,, ætlar hann að leyfa þjófahyski að starfa í ríkisbankanum,, maðurinn er með dóm á bakinu fyrir fjárdrátt,,,, BJÖRGVIN,,,,, Bjargaðu æru þinni.,,,,, REKTU MANNINN STRAX,,,

 

Ég spái ofbeldi,, ég spái því að Engeyjarættin verði slegin af,, ég spái Thorsurunum falli,, ég spái ofbeldi,, því miður,,,

 

Þetta stríð verður ekki unnið friðsamlega nema stjórnvöld gefi eftir,,,, Það er nú einu sinni lýðræði hér er það ekki,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

 

FUCK THIS 


Smálúðuplokkfiskur með rúgbrauði.,,,

ass 001Það er laugardagur,,, í gær var ég í jólahlaðborði á Lækjarbrekku með samstarfsfólki mínu,, við kvöddum góðan vin hana Huldu sem var að hætta að vinna með okkur því miður.  Maturinn var skítsæmilegur,, mér fannst forréttirnir góðir, heitreykt gæsabringa, grafið lamb og svo framvegis, en aðalrétturinn var léleg afsökun, það er ótrúlegt hvað veitingastaðir halda að þeir komist langt með því að hafa góða purusteik, hræódýrt en gott,, ég hefði gjarnan viljað eitthvað aðeins erfiðara, kalkúnn eða önd hefði bjargað deginum fyrir þá, því góð sósa og brúnaðar kartöflur klikka aldrei,,, meira að segja rauðkálið var úr dós.  Þeir fá algera falleinkunn hjá mér og get engan veginn mælt með þeim því miður,,,   Í dag er Rebekka hjá mér og við erum að baka, ég er reyndar ekki mikill bakari, það er Herborg hins vegar og hún er að leikstýra þessu, við Mía bíðum eftir að smakka, Þar sem þessar smákökur eiga uppruna sinn til Austurríkis hefur Rebekka ákveðið að þær heiti Hitlersstjörnur,,,, fallegt,,,,  Við tókum daginn snemma og versluðum nokkrar jólagjafir,, ég geri mín jólagjafakaup öll í 12 tónum að vanda.  Keypti slatta af íslenskri tónlist sem ég ætla að gefa vinum mínum og vandamönnum.

 

Smálúða.  

Ég ætlaði að hafa þennan mat í gær, ég kryddaði smálúðuflök með rósmarín, hvítlauk, fennel, sítrónuberki salti, pipar og olíu og setti í böggul af álpappír með smátt skornum rauðlauk oná, sítrónusafa sellerí og paprika smátt skorið líka oná fiskinn.  bögglinum lokað og bakað í hálftíma við 180 gráður.  Málið var að þetta var síðan ekki borðað,, allir voru eitthvað saddir þrátt fyrir að maturinn væri góður.  ég ætla því að gera plokkfisk úr þessu í kvöld.

 

kökurPlokkari.

 

Stór laukur skorinn smátt og mýktur í 100 gr af smjöri.  þrjár matskeiðar af hveiti stráð samanvið og hrært stöðugt, mjólk eftir þörfum bætt hægt útí þar til kominn er fínn jafningur.  Fisk og velsoðnum kartöflum blandað saman við og hrært í mjúka fiskidrullu.  Saltað og piprað að smekk.

 

Þessi plokkari var sá besti sem ég hef fengið hingað til.  

 

 

 

Ég vil nota þetta tækifæri til að kveðja mesta töffara íslands. 

Rúni Júl

Það væri gaman að hafa þó ekki nema nokkur prósent af karlmennsku hans og töffaraskap,, svons svoldið eins og Johnny Cash okkar íslendinga.    Megi hann hvíla í rokki og róli.

 PS verð að mæla enn einu sinni með nýju Mogwai plötunni, the hawk is howling,,,

Daði 


Porterhouse steik með bernaise og frönskum,,,,

300px-BeefCutShortLoinTenderloin.svgMía mín er veik,, fékk hita í gær og þá verður einhver að vera heima,, Herborg var í morgun og ég skipti í hádeginu,, reyndar nær tvö,, dróst vinnudagurinn eitthvað,,, Það er brjálað að gera í vinnunni,, það er engin kreppa enn hjá okkur það er víst,,, ég er búinn að útskrifa stór keis í vikunni og það hefur allt gengið vonum framar ,, það hafa verið tvær aðgerðir á Borgarspítalanum í vikunni,, bæði acut sýkingar sú seinni kl hálf tass 177ólf í gærkveldi,,,   ég var sjálfur eitthvað hálf slappur í dag svo ég náði mér í steik,,, stundum þarf maður bara að fá steik,, það eina sem var vont við matinn í kvöld var sósan,,, ég kann ekki enn að gera góða bernaise sósu,, EINHVER;,,  Ég fékk gullfallegar porterhouse steikur í Nóatúni,, (kostuðu ekki nema fimm þúsund fyrir tvo,, ógeðslegt rán) en Porterhouse er í raun T bone nema tekið aðeins aftar af skepnunni en T beinið,, og þetta kjöt er að mestu laust við Collagen þannig að eldunartími getur verið mjög stuttur en verið meirt og djúsí,,,,, Ég lagði það meira segja á mig að grilla steikina í storminum,,,,   ég var með týpiskar franskar,, Bökunarkartöflur skornar í strimla,, settar í ofnskúffu með andafitu og salti,,, og bakað,,, maturinn var frábær,,, safinn úr kjötinu bjargaði sósunni frá því að eyðileggja matinn,,,, ég átti ekki rauðvín og fékk mér bjór með þessu,, vantaði bara hlýrabolinn og heimilsofbeldið í matartímann,,,

 

Ég er kominn með nokkrar jólagjafir sem mig langar í,,, samt eiginlega bara eina,, heitreykingarofn og dýran og flottan mat,,

 

 

 

Laters,,,

 

Daði 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband