Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Evrópumót næsta sumar og kjötsúpa dauðarins,,,,,
31.10.2008 | 22:17
Í gær var ég staddur á gamla Borgarspítalanum í aðgerð,, aðgerðin sú átti að taka ca 4 tíma en endaði í næstum sjö,,, það er ótrúlega erfitt að standa uppá endann í sjö tíma og operera,,,, í gamla daga í frystihúsinu fékk maður amk mat og kaffi yfir heilan vinnudag en því er ekki að skipta í kjálkafærslum,,, í stuttu máli eru báðir kjálkar skornir í sundur og færðir til. fer ekki útí smáatriðin því þetta er ekki fyrir viðkvæma. það vonda við þessa löngu aðgerð er það að ég hafði lofað Rebekku elsku dóttur minni að fara með hana á leikinn,, en ég varð að svíkja hana sem kramdi í mér hjartað,,, Herborg bjargaði deginum eins og alltaf og fór með hana en ég fylgdist með í útvarpinu á skurðstofunni. Ég er ákaflega stoltur af íslenska kvennalandsliðinu og er þeirra mesti stuðningsmaður,,, næsta sumar reisi ég með alla fjölskylduna til Finnlands og rækta þjóðarstoltið,, Rebekka er frekar góð í fótbolta og ég vil sýna henni að ég styðji hana alla leið og því ætlum við að fara til Finnlands. af öðru, þá var fyrsti dagur vetrar um síðustu helgi og ætla ég að fagna vetri með kollegum mínum um þessa helgi með Kjötsúpuveislu eins og síðasta ár. ég byrjaði fyrir viku . SOÐIÐ. ég átti tvo hryggi og eitt lambalæri í frysti,,,, þe beinin,, eitthvað sem hafði verið í matinn fyirr löngu.,, ég brúnaði þetta vel í ofni, setti svo í pott, með chili, hvítlauk, sellerí, fersku rósmarín,, lauk , sítrónu helmingum frá því að ég var með kjúklinginn um daginn,, beinagrindin af kjúklingnum og gulrótum. soðið uppá þessu á hverjum degi,, og úr þessu fékk ég um 5 lítra af sterku soði,, eg vildi ekki kraft heldur soð. Ef maður sýður uppá þessu losnar maður við bakteríur og vitleysu,, held ég amk og með því að leyfa þessu að kólna yfir nóttina fæ ég einhvernvegin betra bragð...... Súpan Í dag byrjaði ég svo á súpunni,,, ég fór í Hagkaup að kaupa kjötið en þar var bara til framhryggur en pilturinn í kjötborðinu lét mig hafa framhrygg á sama verði og súpukjöt,, segið þið svo að kreppan sé ekki æðisleg,,, ég elska þessa kreppu,, ég hef tapað öllum mínum peningum og mér hefur aldrei liðið betur,,, allir peningar farnir en endurheimt frelsis er enn betra,, héðan í frá eyði ég mínum peningum
(veit ekki hvaða fólk er á myndinni,,, )
í vitleysu og spara aldregi framar,,,,,,,,, allavega,,,,,,,,,, úrbeinaði kjötið og steikti beinin í mikilli olíu og pipar,, lengi,,, sauð síðan í bjór og henti síðan beinunum,, steikti síðan kjötið og sellerí,, alveg heilan helling,, ásamt heilum hvítlauk, einum lauk,, og helling af gulrótum,,,, hellti síðan þegar þetta var brúnað þessum fimm lítrum af soði yfir og öðrum þremur lítrum af vatni og hálfum af bjór,,,, útí þetta fór kíló lífrænt ræktaðar smákartöflur skornar í tvennt,, tvær stórar rófur skornar í teninga,,, heilt bréf beikon,, þetta lét ég sjóða í klukkutíma,,, svo bragðbætti ég með salti,, pipar,, dijon,,,, einiberjum krömdum,,, og chilisultu,,, ,,, mér finnst hún frekar fitug eins og er,, veit ekki hvernig ég næ því úr nema leyfa henni að kólna í nótt og veiða fituna af í fyrramálið,, rétt áður en ég ber hana fram,,,, hver sagði síðan að efnafræði borgi sig ekki fyrir tannlækna,,,, allir vita er kjötsúpa betri daginn eftir,,, rétt eins og lasagne og ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, allavega,, á morgun legg ég kjötsúpun í dóm samstarfsfólksins sem ég á svo mikð að þakka. já og af framvindu stöðumælabyltingarinnar er það að frétta að ég hef verið boðaður á fund. Daði
Matur og drykkur | Breytt 10.11.2008 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sniglaveisla,,ásamt Breiðdælskum urriða og Trufflurisotto,,,
27.10.2008 | 21:27
Það er sunnudagur,,, mér hefur aldrei liðið meira eins og á sunnudegi held ég,,búinn að vera inni alla helgina með Míu til að reyna að ná úr henni kvefinu,, held að það hafi lukkast,,, í gær var ég með kjúkling og í kvöld langaði mig að gera eitthvað fínna.
Sniglaveisla.
Sniglar úr dós,, það góða við þessa snigla er að það þarf bara að hita þá í ofni,,, þannig að ég bræddi saman hvítlauk, ferskt basil, sérsaltað smjör ásamt smá chili, og maldonsalti og blandaði þessu saman við sniglana, steikti þá síðan í ofninum í 10 mínútur á 200 gráðum.
Urriðan veiddum við Rebekka í Breiðdalsánni í sumar. þeir voru ekkert sérstaklega stórir en góðir. ég flakaði tvo en sá svo eftir því því mér finnst fallegra að borða þá heila,,, þannig fæ ég líka soð úr beinunum og hausnum, ég saxaði saman, ferska salvíu, rósmarín, hvítlauk, chili, sítrónusafa og smjög í eldfast mót, kryddaði flökin með salt og pipar, tróð heilum greinum af rósmarín og salvíu inní holið á þeim sem er heill og eldaði í 15 mínútur í ofni við 200 gráður.
Risottoið að þessu sinni er frekar auðvelt,, maður kaupir bara hrísgrjónin í Hagkaup (partur af ítölsku línunni þeirra) og í svona 70 gr af smjöri brúnar maður þau í svona 3 mín, svo bætt hálfum líter af soði saman við hægt og bítandi eins og allir risottoaðdáendur vita,,,,
Með þessu var svo salat úr því sem var til,, ég átti engin vín með þessu svo bjór var látinn duga,,
Jón Atli var í mat hjá okkur.
Matur og drykkur | Breytt 2.11.2008 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjúklingur italíano,,,
25.10.2008 | 19:55
Ég hef ákveðið að hætta að vera neikvæður. Ég er hættur að nenna að hafa áhyggjur af þjóðmálunum, ég ætla ekki að hafa meiri áhyggjur af peningum,,, né stöðumælum,, né borgarstjórum,, né stjórnmálum,, ég ætla ekki að láta Gísla Martein fara í taugarnar á mér þó hann líti út eins og lítill runkapi,,, alveg eins og Björn Bjarna,, hvernig er hægt að vera með þetta feis,,, jæja,, ég ætla að hætt að kenna Davíð Oddsyni um allt sem miður fer í mínu lífi,, ég hef aldrei hitt manninn,, ég hlýt að vera ábyrgur fyrir mínu lífi,,,, Ég ætla að elska alla menn sem bræður mína,,, þannig er nú það,, héðan í frá lesið þið ekkert neikvætt hér,,, og ég mun aldrei vera neikvæður framar.
Ég hef haft það gott í dag. Mía er búin að vera veik undanfarið svo ég var inni,,,,, við tókum til,, horfðum á matreiðsluþætti,,, elduðum hádegismat og kvöldmat,, var með kjúkling,, hann var svona.
Lyfti skinninu af bringunni og tróð blandi af söxuðum hvítlauk, söxyðu rósmarín, sítrónubörkur, olía og andafitu,,, inná milli kjöts og bringu. nuddaði svo allan fuglinn í salti og leyfunum af þessarri bringu,, holið á honum var fyllt af sítrónu og rósmarín, ég skar í lærin svo þau yrðu ofelduð og krispí,,,,byrjaði á að steikja fuglinn í ofni með bringuna niður í 20 mínútur á 180, snéri honum svo við og steikti í klst. með þessu voru kartöflubátar saltaðir og velt uppúr andafitu. salat. Daníella er í heimsókn hjá Rebekku og við borðuðm öll saman, það er langt síðan það hefur verið hlegið svona mikið við matarborðið. Daníella er svo fyndin.
Takk fyir mig.
já og til hamingju Gísli Marteinn með BS gráðuna loksins,, well done,, og þið hin,,,,, Gleðilegan vetur
Daði
Ógeðslegur lobbýisti þessi maður,,,,
23.10.2008 | 15:13
hlustiði á stamið í þessu fífli,,, hann svarar eins og fífl,,,, Ég krefst þess að neyðarlög verði sett á þessa menn og þeir standi eftir eignalausir eins og börnin mín og barnabörn verða,,,, en ég krafðist þess reyndar líka að stöðumælar yrðu settir upp í breiðholtinu en það varð ekkert af því,,,
Daði
Vill ekki frysta eignir auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðing um lífið,,,
22.10.2008 | 18:15
Það er margt sem maður skilur ekki,,, samt er ég búinn með meira en einn þriðja af ævinni,, bráðum er ég þriggja barna faðir,,, ,, ég er búinn að mennta mig eins og ég hélt að maður ætti að gera,,, ég held að ég sé búinn að fylgja þeirri línu sem góðir borgarar gera,,, fyrir utan smá hliðarspor á háskólaárunum,,, samt sit ég hér,, og eftir langan vinnudag skil ég ekki neitt,,, ég skil ekki skattinn,, ég skil ekki lífeyrissjóðakerfið,,, ég skil ekki af hverju ég þarf að greiða þetta og hitt,,, ég skil ekki af hverju Davíð Oddson er svona eins og hann er,, ég skil ekki verðtryggingu,, ég skil ekki af hverju ég þarf að greiða skuldir Björgólfanna, og Hannesar ljóta,,, og Jóns Ásgeirs,, og kvótamannanna,,, af hverju nýi Kaupþingsbankastjórinn er með tvöföld laun forstjóra landspítalans þrátt fyrir að hafa yfir helmingi færra fólki að skipa fyrir,, það er öruggt að forstjóri lsh er með mikilvægara starf á hendi,, ég skil ekki stöðumælakerfið,, ég skil ekki þessar endalausu reglur og túlkanir manna í fréttunum á þessum reglum,,,, ég skil ekki Gísla Martein,, hann fær laun meðan hann er í skóla,, ég þurfti að vinna hálft starf með mínu námi við að skeina gömlu fólki og svo tók ég námslán,,,,ég er bara að vinna,, þegar ég kem heim er ég að elda ,, eða hlusta á tónlist,, eða lesa ljóð,, og drekka rauðvín,,, svo fer ég í göngutúra með börnin öðru hvoru,, eða kyssi Herborgu,,, hvað gerði ég eiginlega,,, af hverju er þjóðfélagið eins og það er,,
Svör óskast....
Matur og drykkur | Breytt 2.11.2008 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ársþing,,,,
20.10.2008 | 10:06
Það er búið að vera ársþing tannlæknafélagsins,, ég komst ekki á fyrirlestrana vegna veikinda,, en ég fór á árshátíðina,,, hún var fín,, maturinn reyndar ógeð,,,, þetta var í súlnasal Hótel Sögu og ég velti því fyrir mér hvort maturinn kemur af grillinu,, eða úr iðnaðareldhúsi einhversstaðar,,, forréttur var sandhverfa sem var ágæt,, ég kláraði hana amk,,, svo kom lamb sem var vont,, kjötið sjálft var rétt eldað og allt en ógeðslega vondur matur,, en eftirrétturinn var sá versti,, blandað saman á disk creme brulé, sorbet og sósu,, allt þetta bragðaðist eins og laukur og kæfa,, hef grun um að sorbetið hafi verið fryst í sama frysti og kæfa eða eitthvað,, þetta var amk ÓGEÐ,,,, Ég reyndi svo að fara í vinnuna í morgun en er kominn heim aftur,,, enn lasinn,, er að fá ógeð á heimilinu mínu,,,
Daði
Semi freddo með núggatsúkkulaði og nóa kroppi
11.10.2008 | 15:26
LÖNG AÐGERÐ Á SPÍTALANUM, OG VONT PASTA ,,,,
9.10.2008 | 20:13
það er kreppa,,það er víst,,,svo mikil kreppa að það eru engar andasteikur lengur,, bara pasta,,, aníveis,,ég var í langri aðgerð i dag á spítalanum 6 og hálfur tími,, en líklega breytir þetta lífi stúlkunnar,, ég var að hugsa það í aðgerðinni í dag að mitt í krepputali og bölsýni allsstaðar er verið að gera eitthvað fyrir fólk,,, lætur manni líða aðeins betur..
Það var síðan vont pasta í matinn,,,,
Daði
Já og ég á vona á þriðju stelpunni minni í röð,,,
Einu sinni var ég lokaður inni, og stjórnin kom þar að máli
2.10.2008 | 21:41
Nánar tiltekið þegar ég var busaður á Eiðum 93,, þá var ég lokaður inní herbergi í marga klukkutíma og "þú gleymir aldrei þessum augum" með stjórninni var sett á repeat ,,, svo var ég látinn éta súkkulaðihúðaðan hárkarl með skrautsykri,, það er verra en nokkur fjármálakreppa,, þe " þú gleymir aldrei þessum augum" ekki hákarlinn ,,,, hann var fínn
Daði
Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrsti snjódagurinn ætti að vera fucking hátíðardagur,,,,
2.10.2008 | 21:18
Það snjóar,,, Vekur upp minningar um eitthvað,, veit ekki hvað,, en það ætti að fagna þessu degi á Íslandi, ég heyrði einu sinni að við ættum 50 orð yfir snjó,, SNJÓR, ÍS, KLAKI, FÖNN, DRÍFA, SLYDDA, HAGL, AMMMM AAAAAAAAAA ,,,, MMMMMMMMMMM,,,,,KAFALDI,,,,,,,,,MMMMMMMMMMMMMMMMM,,,,,,,,,AAAAAAAAAA,MJÖLL,,,já og eflaust mörg önnur, ég legg til sem trúlaus maður og beittur órétti að þurfa að taka frí mín tengd einhverjum dasetningum í kristni að við hættum að fagna jólunum og tökum upp praktískari daga,, eins og fyrsti snjódagurinn,, fátt er samofnara hausnum á okku en snjór og vetur,,, annar dagur sem væri tilvalið að hafa er dagur hinna dauðu, þar sem við komum saman og minnumst látinna ættingja,, í staðinn þá fögnum við páskakanínunni og jesú bróður hans,,,, fáránlegt. Jæja það snjóar að minnsta kosti og ég fagna því, ég tek til trefil og vettlinga, og ætla að njóta þess að skafa af bílnum mínum, Þetta verður frábær vetur, í vetur fæðist mér þriðja barnið, í vetur verður Herborg Lögfræðistúdent, í vetur byrjar Rebekka í 5 flokki, Í vetur verður Mía ,,, já áfram sköllótt og sæt,,,,,,það er engin kreppa nema sú sem fólk býr til í höfðinu á sér.
Gleðilegan vetur
Pæing. Hvað er prestur að gera á þorrablóti?