Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Við höfum misst sjálfstæðið,, við erum þjófar,, og höfum aldrei skuldað meira,,,

Ég var nú bara 14 ára fyrir 17 árum,, eina sem ég hugsaði um var hvað ég fengi í fermingargjöf,, ég fékk síðan pioneer græjurnar sem mig langaði í og á enn þá ,, ekkert sándar betur,,, en það var um ca þetta leiti sem Davíð Oddson komst til valda á Íslandi og ofurfrjálshyggjan sem hann og vinir hans boðuðu tók yfir allt,, síðan þá hefur allt farið til fjandans,,,,  Íslendingar hafa aldrei verið vel liðnir ef við horfum á söguna í löngu samhengi,, við erum komin af landflóttamönnum,, við höfum ekki verið sjálfum okkur nógir,,Danir litu á okkur sem vesæla aumingja sem bæri að vorkenna,, við drukknuðum í Kóngsins nýhöfn við að leyta að stígvélinu okkar sem við seldum fyrir áfengi,, við átum maðkað mjöl,, sifjaspelli viðgengst og svo framvegis,, en við höfum líklega aldrei verið lægri og minni manneskjur,, í dag erum við misnotaðir þrælar,, okkur líður eins og fólki sem hefur verið misnotað,,við gerðum ekkert,,, við sitjum uppi með sársaukann,, þeir sem gerðu okkur þetta virðast ætla að sleppa,,, og það er okkar að greiða úr þessu,, án hjálpar,,,,, við erum misnotaðir þrælar eins og staðan er.....   annað sem gerðist síðastliðin sautján ár er að við misstum grundvallarmannréttindi sem er að veiða okkur til matar,, það fá bara vinir aðal,,, DO gaf matinn minn öðru fólki,,, pabbi minn er sjómaður,, ég er sjómannssonur sem þótti frekar flott einu sinni,,, en í dag er ég snauður,,,,   niðurstaða ofurfrjálshyggjunnar er þessi

Íslendingar er þjófahyski.

Íslendingar hafa aldrei skuldað meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður hver skattprósentan er á landinu.... hvar er sjálfstæðið,, hvar er Jón Sigurðsson...

 Það er þjófur að vinna í Landsbankanum,, nú reynir á Björgvin,, ætlar hann að leyfa þjófahyski að starfa í ríkisbankanum,, maðurinn er með dóm á bakinu fyrir fjárdrátt,,,, BJÖRGVIN,,,,, Bjargaðu æru þinni.,,,,, REKTU MANNINN STRAX,,,

 

Ég spái ofbeldi,, ég spái því að Engeyjarættin verði slegin af,, ég spái Thorsurunum falli,, ég spái ofbeldi,, því miður,,,

 

Þetta stríð verður ekki unnið friðsamlega nema stjórnvöld gefi eftir,,,, Það er nú einu sinni lýðræði hér er það ekki,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

 

FUCK THIS 


Smálúðuplokkfiskur með rúgbrauði.,,,

ass 001Það er laugardagur,,, í gær var ég í jólahlaðborði á Lækjarbrekku með samstarfsfólki mínu,, við kvöddum góðan vin hana Huldu sem var að hætta að vinna með okkur því miður.  Maturinn var skítsæmilegur,, mér fannst forréttirnir góðir, heitreykt gæsabringa, grafið lamb og svo framvegis, en aðalrétturinn var léleg afsökun, það er ótrúlegt hvað veitingastaðir halda að þeir komist langt með því að hafa góða purusteik, hræódýrt en gott,, ég hefði gjarnan viljað eitthvað aðeins erfiðara, kalkúnn eða önd hefði bjargað deginum fyrir þá, því góð sósa og brúnaðar kartöflur klikka aldrei,,, meira að segja rauðkálið var úr dós.  Þeir fá algera falleinkunn hjá mér og get engan veginn mælt með þeim því miður,,,   Í dag er Rebekka hjá mér og við erum að baka, ég er reyndar ekki mikill bakari, það er Herborg hins vegar og hún er að leikstýra þessu, við Mía bíðum eftir að smakka, Þar sem þessar smákökur eiga uppruna sinn til Austurríkis hefur Rebekka ákveðið að þær heiti Hitlersstjörnur,,,, fallegt,,,,  Við tókum daginn snemma og versluðum nokkrar jólagjafir,, ég geri mín jólagjafakaup öll í 12 tónum að vanda.  Keypti slatta af íslenskri tónlist sem ég ætla að gefa vinum mínum og vandamönnum.

 

Smálúða.  

Ég ætlaði að hafa þennan mat í gær, ég kryddaði smálúðuflök með rósmarín, hvítlauk, fennel, sítrónuberki salti, pipar og olíu og setti í böggul af álpappír með smátt skornum rauðlauk oná, sítrónusafa sellerí og paprika smátt skorið líka oná fiskinn.  bögglinum lokað og bakað í hálftíma við 180 gráður.  Málið var að þetta var síðan ekki borðað,, allir voru eitthvað saddir þrátt fyrir að maturinn væri góður.  ég ætla því að gera plokkfisk úr þessu í kvöld.

 

kökurPlokkari.

 

Stór laukur skorinn smátt og mýktur í 100 gr af smjöri.  þrjár matskeiðar af hveiti stráð samanvið og hrært stöðugt, mjólk eftir þörfum bætt hægt útí þar til kominn er fínn jafningur.  Fisk og velsoðnum kartöflum blandað saman við og hrært í mjúka fiskidrullu.  Saltað og piprað að smekk.

 

Þessi plokkari var sá besti sem ég hef fengið hingað til.  

 

 

 

Ég vil nota þetta tækifæri til að kveðja mesta töffara íslands. 

Rúni Júl

Það væri gaman að hafa þó ekki nema nokkur prósent af karlmennsku hans og töffaraskap,, svons svoldið eins og Johnny Cash okkar íslendinga.    Megi hann hvíla í rokki og róli.

 PS verð að mæla enn einu sinni með nýju Mogwai plötunni, the hawk is howling,,,

Daði 


Porterhouse steik með bernaise og frönskum,,,,

300px-BeefCutShortLoinTenderloin.svgMía mín er veik,, fékk hita í gær og þá verður einhver að vera heima,, Herborg var í morgun og ég skipti í hádeginu,, reyndar nær tvö,, dróst vinnudagurinn eitthvað,,, Það er brjálað að gera í vinnunni,, það er engin kreppa enn hjá okkur það er víst,,, ég er búinn að útskrifa stór keis í vikunni og það hefur allt gengið vonum framar ,, það hafa verið tvær aðgerðir á Borgarspítalanum í vikunni,, bæði acut sýkingar sú seinni kl hálf tass 177ólf í gærkveldi,,,   ég var sjálfur eitthvað hálf slappur í dag svo ég náði mér í steik,,, stundum þarf maður bara að fá steik,, það eina sem var vont við matinn í kvöld var sósan,,, ég kann ekki enn að gera góða bernaise sósu,, EINHVER;,,  Ég fékk gullfallegar porterhouse steikur í Nóatúni,, (kostuðu ekki nema fimm þúsund fyrir tvo,, ógeðslegt rán) en Porterhouse er í raun T bone nema tekið aðeins aftar af skepnunni en T beinið,, og þetta kjöt er að mestu laust við Collagen þannig að eldunartími getur verið mjög stuttur en verið meirt og djúsí,,,,, Ég lagði það meira segja á mig að grilla steikina í storminum,,,,   ég var með týpiskar franskar,, Bökunarkartöflur skornar í strimla,, settar í ofnskúffu með andafitu og salti,,, og bakað,,, maturinn var frábær,,, safinn úr kjötinu bjargaði sósunni frá því að eyðileggja matinn,,,, ég átti ekki rauðvín og fékk mér bjór með þessu,, vantaði bara hlýrabolinn og heimilsofbeldið í matartímann,,,

 

Ég er kominn með nokkrar jólagjafir sem mig langar í,,, samt eiginlega bara eina,, heitreykingarofn og dýran og flottan mat,,

 

 

 

Laters,,,

 

Daði 


Ógeðslega vondur matur í dag,,,,

ass 213Það er búið að vera skemmtilegt matarlega séð undanfarið,, fór í Konfektgerð til Sævars og Hrannar,, við Sævar vorum reynar mest í að slaka á og vera með börnin meðan konurnar konfekteruðu,,,  þeim var að vísu stjórnað með styrkri hönd E Bridde konfektgerðarmeistara,, og það má sjá að þar fer fagmaður,,,, ég lærði talsvert af honum sem ég hlakka til að nota síðar í mína eigin konfektgerð,,,, síðan komu vinir okkar Óskar og Írís Hornfirðingar í mat,, þar sem ég var með Steiktar aliandabringur með Kanilrauðkáli og kartöflum,, hef verið með þá uppskrift áður hér svo nú ætla ég bara að setja sósuna inn því hún var algerlega geðveik,

 

Mýkt í andafitu, hvítlaukur, skarlottlaukur, og ferkst chili,,, þegar það er orðið mjúkt setti ég feitan rjóma útí og andalifrarpaté,, sem ég keypti á spáni fyrir löngu en fæst hér allsstaðar held ég,,,,, bætti svo engiferi og gráðosti plús oscar villibráðarkrafti, þessum fljótandi samanvið  og setti í blandara til að frauða hana dáldið,, algerlega fáránlega góð sósa,,,,

Á laugardaginn fór ég svo að sjá frumburðinn hana Rebekku mína spila á jólatónleikum í Grindavik,, hún sveik mig ekki frekar en fyrri daginn,, hún var fín og spilaði vel,, hún er efnileg,, ég elska hana,,,

ass 234

Í dag var erfiður dagur í vinnu,,, ég var með mína stærstu aðgerð so far á stofunni og ég var vel undirbúinn,,, en það voru erfiðleikar,, minna bein en ég bjóst við,, og kinnbeinsholan stærri og svona,, endaði í næstum fimmtíma aðgerð,, en heppnaðist vonum framar,, það er það sem skiptir máli,,, ég var því þreyttur þegar ég kom heim,, og maturinn í kvöld var viðbjóður,, ég gerði mitt eigið satai,, sem var fínt,, en fiskurinn var of saltur,,, hrísgrjónin of lítið soðin,,, og svona,,,ég fór bara í bað og er að fara að sofa,, Mogwai er enn að drepa mig ,, þetta er æðisleg plata,, mæli með henni stöðugt,,,

 

Daði


Breiðdælskar kjötbollur,,, Endalok rjúpnaveiða ,,,Já og MOGWAI

Breiðdalsvíkin fagraHerborg er í prófum,,, við höfum enga pössun fyrir litla barnið þannig að ég hef þann munað að hætta kl 2 í vinnunni hvern dag og sækja á leikskólann,, þessir klukkutímar eru ákaflega dýrmætir,, við borðum og eldum að mestu leyti,, hlustum reyndar mikið á tónlist og grenjum svolítið,,, frekjan er alltaf að ná hærri hæðum, það er eins og hún þekkji ekki enn skapið sitt,,, Það er brjálað að gera í vinnu og ég má víst þakka fyrir það eins og tíðarfarið er.,,, Um daginn fékk ég í hendurnar nýja Mogwai diskinn og þarna er komin platan sem ég er búinn að vera að leyta að lengi,, alveg frá því að Third með Portishead kom út,,, hefur ekki verið gefin út góð plata,,,  þeir eru rokkaðari en mig minnti en hægbítandi lögin einhvernvegin gera það algerlega fyrir mig,,,  Ég er búinn að vera í rjúpnaveiðinni,, fór fimm sinnum og fékk tvær,, sorglegt,, en eins og ég hef kannski sagt hér áður þa liggur við að bráðin sé aukaatriði,, í gamla daga var það ónýtur tími á fjalli ef maður fékk ekki nokkrar rjúpur,, mér leið þá eins og ég hefði bara getað verið að gera eitthvað annað,, en nú þakka ég fyrir þennan tíma,, ég hef gengið á Bröttubrekku,, Hítarvatn,, Kerlingaskarð og Vatnaleiðinni,,, og Heklu,,,  á einum mánuði,,, geri aðrir betur,,, 

 

 

 

Í dag elduðum við Mía kjötbollur,  reyndar var það ég sem eldaði meðan Mía klístraði hnetusjöri í hárið á sér,,,,

 

Ég byrjði á því að steikja lauk á vægum hita í svona tíu mín kortér,,,, þá gerði ég sósuna á sömu pönnu til að fá kraftinn úr lauknum,,, rjómi og sulta sett á pönnuna ásamt lauknum,,, salt pipar og dijon sinnep,,, já og smá gráðostur,,,,

 

skar niður ferskt timjan,,,, hvítlauk ,, chili,,, engifer, og steikti smá svona tvær þrjár mín til að liðka það aðeins,,, hrærði saman við nautahakk ásamt einu eggi,, helling af parmasean,, salti og pipar,, mótaði í bollur og steikti,,,  með þessu er síðan tómatur skorinn í tvennt og saltað í sárin,, soðnar kartöflur og ferskt sellerí,, smátt skorið,,,

 

alger miðvikudags bomba,,,  já og á meðan er ég að gera enn eina kjúklingasúpuna,, en Mogwai er málið,,,

 

Daði 


Fullveldisdagurinn,,,,

skjaldarmerki_m_skugga1918 - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur gekk í gildi og varð Ísland þá frjálst og fullvalda ríki. Um leið féllu stöðulögin frá 1871 úr gildi. Íslenski fáninn var dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni. Lítið var um hátíðahöld, og olli spánska veikin þar mestu um. "wikipedea"

Ég velti því fyrir mér hvort þeir Hannes og Jón Sig,,hjónin Skúli og Theodóra Thoroddsen og fleiri hetjur hafi ekki nú þegar snúið sér við í gröfum sínum,, allt þetta fólk og svo miklu fleira fólk sem fékk handa okkur sjálfstæði,,, nú velti ég því fyrir mér hvort við séum í raun sjálfráða fólk,,,, 

Ég er heima með barnið annan daginn í röð,, veikindi..... lítið borðað nema beikon og egg og brauð,,,, og Cheerios,,,, og ávextir,, en mér er boðið í mat í kvöld og ég hlakka til,,,

 

Allavega til hamingju Íslendingar með 90 árin,,, vonandi verðum við enn íslendingar á 100 ára afmælinu,,,,, 

 

Daði


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband