Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Harold Pinter,, Bróðir minn er einbirni,, og heimagert jógúrt,,, fín helgi.

Það er búin að vera mellokollía í mér undanfarið,, Það er allt einhvernvegin að hverfa,, ekki aðeins er mitt gamla heimili Klapparstígurinn farinn og kemur ekki aftur,, ég þarf að kveðja mitt núverandi heimili einhverntíma á þessu ári því ég hef ákveðið að hætta að borga af lánunum sem eru komin útúr kortinu og ómögulegt fyrir venjulegan mann að greiða af þeim,,,,, allt sem ég hef unnið að undanfarið er að hverfa,,,, það er sárt. ég er búinn að vera að hlusta á viðtal við Harold Pinter af BBC, sem er breskt leikskáld sem einmitt kvaddi nýlega,,, mikill spekingur, það er hægt að nálgast þetta á Podcasti hjá Guardian,, skemmtilegt,,, hef líka verið að horfa mikið á vídeó,, Mike Leigh,,, Ísraelska mynd um Eygypska lögregluhljómsveit sem mig hefur langað að sjá lengi,, og svo frábæra Ítalska mynd sem fjallar um fasisma og Kommúnisma í skemmtilegu ljósi,,, sett upp sem bræður sem berjast,,, ekki aðeins um hugsjónir heldur völd og konur,, klassík í venjulegu lífi,, "bróðir minn er einbirni" mæli sterklega með þessarri mynd já og Bands visit líka,,, báðar frábærar,, já og svo gerði ég jógúrt,, mjög auðvelt,, líter af nýmjólk næstum soðinn,, kælt niður að stofuhita og svo sett tvær hreinar jógúrt útí og beðið í sólarhring,, snilld.Daði

Skelfingarsvipur lögreglunnar,,,,

Ég brá mér á mótmælin í gær, ég er núorðið maður sem engu hefur að tapa.  Það var gaman að sjá kraftinn og glampann í augum mótmælendanna, þarna er samankomið fólk með réttlætiskennd og litla þrælslund, akkúrat það sem íslendingar þurfa, þetta fólk er eflaust komið í beinan karllegg frá Jóni Sig og Co.  það var kveiktur fínn bálköstur, slagorð hrópuð og mat hent í lögreglu og þing, Lögreglan er að missa tökin á þessu, eins og sást í gær í ótæpilegri notkun á valdi.  Kylfur og gas.  Greyið löggan, og innan við glerið í hjálminum þeirra mátti sjá geispandi, skelft andlitin þeirra.  Af hverju snúa þeir ekki bara baki við réttarríkinu og taka þátt í því að mynda nýtt Ísland með okkur, hverja eru þeira að vernda, þá sem komu okkur í skítinn?  Þarna var samankomið allskonar fólk, gamlir ungir feitir grannir fullir edrú og svo framvegis,,,, meira að segja Mamma var þarna!!!!!!!!!!!!!!!!

 

Daði 


Klapparstígur 17 RIP Grenj grenj grenj,,,,,

Siggi og DaðiÞað hefur verið dálítil sorg á heimilinu vegna brunans á Klapparstígnum,, þetta hús var heimili okkar til nokkra ára og þarna eignuðumst við dýrmætar minningar sem erfiðara er að halda við nú þegar þetta hús er farið,, það var byggt árið 1906 að mig minnir og var bakarí meðal annars, var byggt sem iðnaðarhúsnæði. Við bjuggum þarna í Kommúnu nokkrir krakkar og skemmtum okkur vel, þarna var jafnan mikið af partíum og rugli,,, háskólaárunum var varið þarna,, í fylleríi og vitleysu,, gaman,,,  Þarna áttum við ekki neitt, allt innbú var ódýrt og peningarnir fóru frekar í bjór og vitleysu frekar en veraldleg gæði,,  þetta hús hafði mikinn karakter, hátt til lofts og loftið frekar spes, gólfin voru yfir hundrað ára timburgólf og báru þess merki að þarna hafi verið iðnaður.  Þetta var þegar Hjálmar voru að byrja og við vorum alla daga og öll kvöld 

Helga hin fagra

á tónleikum og inn og út úr húsinu streymdi fólk, listamenn og aðrir.  meira segja svo mikið að nágranni minn spurði mig einu sinni hvort þarna væri einhver starfsemi slíkur væri gestagangurinn, og skipti þá engu hvort um nótt eða dag var að ræða.  Það var tildæmis alvanalegt að þegar ég vaknaði í skólann að morgni voru einhverjir sofandi í húsinu sem voru ekki  þar Þegar ég fór að sofa... mér fannst það alveg eðlilegt.  

Við Herborg

 Það er mikil eftirsjá af þessu húsi,  við gleymum því sjálfsagt seint.....

 

Daði 


Heimagert beikon,,,

Það er kreppa,, þá þarf maður að setja á sig vettlingana og snúa sér að sjálfsþurft,,,,, mig hefur lengi langað að gera mitt eigið beikon, því beikon sem selt er hér í búðum er flest vont,, þe of þunnt skorið, og ekki nógu salt fyrir minn smekk,, því brá ég á það ráð að gera þetta loksins,, ég eignaðist tvær feitar síður,, blandaði saman 2 dl salti, 2 dl púðursykur og 1 dl hlynsíróp, sett í poka og í ískápinn í 7 sólarhringa, tekið síðan úr pokanum og haft á grind í ískápnum í einn sólarhring og svo kaldreykt, 

 

besta beikonið í bænum vafalaust,, af öðru þá er eins og rotta hafi skitið í hálsinn á mér og drepist síðan þar,,, ég er að drepast.  tónlistarlega séð er það Dimitri Schostakovic (vona að þetta sé rétt skrifað) sem blífur,,,,

Daði 


Fitubollan,,,,,

Undanfarin vika hefur verið skrítin,, ekki deigur dropi af bjór,,, líkamsrækt extrordinere,,, mikil vinna og veikindi hjá Míu,,,, það er erfitt fyrir matargat eins og mig að venja mig á hollustufæði,, reyndar er það meira en erfitt,, það fucking ömurlegt,, þunglyndi og svartsýni einkenna matargerðina þessa dagana en ég skal,,, ég læt bara Mr Scruff ylja mér,,

 


FOK

 

Hann er uppáhald,,,,

 

Daði 


Fitubollunámskeið og Falafel,,,,

Ég get ekki líst því hve mikil vonbrigði nýi skakkamanage diskuinn er,,, algerlega vonlaus og leiðinlegur eins og fyrri diskurinn var frábær,,, einn af mínum uppáhalds,,, en jæja,, þau fá eina stjörnu fyrir að ,, ja ég veit ekki hvað,, ég vil fá endurgreitt,,,,  en Bob Justman er í græjunum og tekur við af Mogwai,, í bili amk,,, ég er byrjður í fitubollunámskeiði og ætla að vera grannur og spengilegur í sumar þegar ég stika um holtin og kveð ljóð eins og venjulegur Breiðdælingur, því í Breiðdalnum eru allir skáld,,, eftir að hafa látið næstum drepa mig í einni af þessum kvalastöðvum sem líkamsræktarstöðvar eru þá beið mín falafel konunnar, afar ljúffengt,, hún er að læra,,

kveðja Daði 


Annáll,,,

Nú árið er liðið í aldanna skaut,, og aldregi það kemur til baka,,, og svo framvegis,, og þá spyr maður,,,, Höfum við gengið til góðs,,,

árið 2008

Ný stúlka búin til sem kemur í febrúar,,, Herborg kláraði Stúdentspróf, byrjaði í HÍ. Dæturnar dafna og eru hraustar, Rebekka stendur sig vel að vanda og Mía lærir að tala eitthvað smá,,, og ganga,,, og hlaupa og svo framvegis,,,,við ferðuðumst til Parísar, Vestfirðina, Flórens, Árósa og svo eitthvað meira innanlands. Ég kom sérnámspælingunum í einvherskonar farveg, líf vina okkar gengur vel, maturinn góður og vínið líka. Eldhúsið mitt tók stakkaskitpum með nýjum græjum ss heitreykingar ofn og tilraunir með Andaconft báru góðan árangur,,,, okkur er hins vegar illt í peningunum eins og stendur,, tónlistarlega var að Third með Portishead sem er plata ársins,, Bob Justman á íslensku plötuna finnst mér Happiness and Woe,, snilldarplata og slær SIgurrós auðveldlega út.,,,

en það eru bara peningar


Dagurinn í dag,, vinnslan á matnum,,,

Bringurnar reyktarég vaknaði smá þunnur eftir eitthvað bjórþamb,, Ég var ánægður að sjá að landsfeðurnir skyldu ekki fá að rausa óhindrað í Kryddsíldinni,, svo segir Ingibjörg alltaf að hún efist um að þetta sýni vilja íslensku þjóðarinnar  ,, WAKE THE FUCK UP,,, þetta eru íslendingar þarna að kvarta,,, skilur a ég hafi kosið hana einu sinni,,  Já,, niður með blóðþrýstinginn,, ,,,, ,,, ,, ,  ,Daníella og Herborg eru búnar að skreyta stofuna fyrir veisluna í kvöld,, það er allt lagt undir,, í kvöld fæ ég að prófa Rauðvínið sem ég er búinn að geyma síðan í Flórens í sumar meira um það á eftir,,, hér eru uppskriftirnar.

 

Skreytingarnar

Rauðkálið.

Ég er nýbúinn að sjóða niður rauðkál,, þe fyrir aðfangadag,, þetta er svipað,,Tveir rauðkálshausar,, stórir og smátt skornir fjórir sellerístilkar smátt skornir fimm hvítlauksgeirar smátt skornir einn ferskur chili smátt skorinn eitt epli smátt skorið með hýðinuslatti vínber sem ég fann á borðinu kramin ein kanilstöng smjör salt ólífuolía Hvítvínsedik slatti af því veit ekki alveg,,,,Smjör og ólfíuolí brædd í stórum potti (minn er 12 lítra) og kanilstöng sett útí ásamt saltiallt draslið sett útí og hrært vel saman ogEplaskífurnar fyrir smakkið hvítvínsedik hellt yfir og svo soðið í drasl,,, svo er sett sulta af einhverju tagi yfir þetta í lokin,, hefði ég átt ferskan engifer hefði slatti af því flotið með, ,, smátt saxað að sjálfsögðu.

Smakkið

 ég fékk þessar lifrar frá Birni eins og áður sagði í þessu bloggi,,, þær voru svo vel með farnar og fínar að ég tímdi ekki að setja þær í soð eða sósu,, ,ég marineraði þær í smá olíu og fersku timjan yfir nótt,, veit ekki af hverju því ég þykist fullviss um að þær séu bestar bara saltaðar og pitraðar,, en jæja,,steikti þær í smjöri og andafitu salta ogConfitið pipra, legg þær í eldfast mót með gráðostinum og í ofnin í fimm mínútur, meðan steiki ég í fitunni eplasneið á báðum hliðum og legg síðan lifrargráðostinn þar oná, oná það fer sultan.

 

Forrétturinn

 

ég lagði í confitið fyrir meira en mánuði, næstum tveimur

Veislugestir nema Frú Herborg held ég meira að segja,,,   þetta eru stokkandaleggir (overdose á stokkönd) og aðferðin er sú sama og ég talaði um fyrir einhverju síðan hér á þessum stað,,, ég tók held ég meira að segja vídeó af þessu,, ætti kannski að finna það og setja hér,,  tek leggina úr fitunni og steiki, þarf ekki fitu því þeir eru gegnsósa fyrir,,,,  salatið með er auðvelt,, smá ruccola, ristaðar furuhnetur og rúsínur í bland með vinjagrettu úr dijon, limesafa, og basilolíu,,

 

 

Öndin hálfétinAðalréttur.

 

Við Jón Atli tókum hádegið í þetta, ég hef ekki mikla reynslu af reykingu og því voru gerðar tilraunir í garðinum, við reyktum eina bringu í fimm mín og tékkuðum ,, virkar fínt,, ég reykti síðan óvart allar bringurnar ég ætlaði að sleppa þremur fyrir óléttu konurnar en gleymdi því,, SORRY,,,   allavega heitreyktar andabringur,, ég marineraði þær með blóðbergi af Barðaströndinni, smá 
 timjanafgang,, rósmarín og olíu,, salti og pipar yfir nótt og reykti síðna íHerborg og Daníella kortér og þá eru þær tilbúnar,, bara að hita þær í ofni fyrir kvöldið,, næst þá reyki ég þær bara rétt áður en á að borða þær,,  ég ætla líka að þróa þetta aðeins áfram,, ég er þess fullviss að það sé málið að týna berjaling og þurrka til að reykja úr,, mér finnst of mikið smokeiness af þessu,, ef það meikar eitthvað sense,,, (góð íslenska)

 

Kartöflur,

Þarf ekki að segja.

 Jón Atli                                                            Sósan.

Porcini sveppir, Lerkisveppir, Mandarína vætt í koníaki, steikt með hvítlauk og soði hellt yfir þegar það er orðið mjúkt.  Heill gráðstur og smá chilisulta sett útí ásamt slatta af rjóma,, hér vantar mig Magic  Bullet til að freyða þetta upp,, en ég læt mér matvinnsluvélina duga,,,  saltað og piprað að smekk, ég átti líka smá rest af hreyndýrapaté sem ég setti í maukið,,,, algerlega geðveik sósa....

Eftirrétturinn.

 Hef ekki hugmynd,, Herborg gerði hann ,,

Rebekka fallega

 

Maturinn var vel lukkaður í alla staði,,, BLA BLA BLA BLA BLAB A LBAL BLSAB LA BLA  

 

Stemmingin

 Daníella, Jón Atli og Rebekka 

 

Mæðgunar mínar Klanið,, Herborg og Mía eru eins

 

Algjör geðveiki

 

GLEÐILEG 2009,,, VONA AÐ ÞAÐ VIRKI FYRIR YKKUR

DADI 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband